Þann 30. október næstkomandi mun Íslenski Alpaklúbburinn sýna stór-klifurmyndina The Dawn Wall í Bíó Paradís klukkan 20:00.
The Dawn Wall er mynd sem klifurheimurinn hefur beðið spenntur eftir í yfir 3 ár, en hún fjallar um eitt af stærri afrekum klifurheimsins, þegar þeir Tommy Caldwell og Kevin Jorgeson fríklifruðu Dawn Wall vegginn á El Capitan í Yosemite, klifur sem áður þótti óhugsandi.
Þeir Tommy og Kevin toppuðu vegginn í janúar 2015, en aðdragandi áfangans var áralangur ásetningur, vinna og þrautseigju, í bland við hina ýmsu tilfinningalegu tálma í persónulífi Tommys, sem að lokum reyndust á sinn hátt hvati til þess að fríklifra Dawn Wall.
Miðverð á sýninguna
Meðlimir Ísalp: 1500kr
Aðrir: 2000kr
Miðasala mun hefjast í næstu viku, og munum við auglýsa þá hvar hægt er að nálgast miðana.