Nýverið voru skráðar þrjár nýjar leiðir. Ein í Héðinsfirði og tvær á Siglufirði. Þar sem að ís- og alpaklifur er frekar dreift um Tröllaskagan, þá var ákveðið að sameina þessar nýju þrjár leiðir ásamt klifursvæðunum Ólafsfjarðarmúli og Svarfaðardalur (Svarfaðardalur, Búrfellshyrna, Kerling og Skíðadalur).
Nýja klifursvæðið heitir Tröllaskagi og þar undir eru allar gömlu góðu leiðirnar af áðurnefndum svæðum, nú skráð sem undirsvæði.