Nú styttist í að ársrit Ísalp 2020 fari á flakk um landið og skili sér í póstkassa meðlima. Forsíðu ársritsins príðir ein af þremur vinningsmyndunum úr ljósmyndakeppni klúbbsins, að þessu sinni var það sigurmynd klifurflokksins. Úr nægu var að velja af ótal glæsilegum myndum sem meðlimir sendu okkur í nóvember, en sjóuð dómnefnd skar úr um þær þrjár bestu myndir í hverjum flokki og má sjá þær hér að neðan ásamt nöfnum ljósmyndara og lýsingum. Að sjálfsögðu hljóta þessar myndir sínar síður i ársritinu, ásamt nokkrum fleiri vel völdum myndum úr keppninni sem skreyta blaðið.
Klifur, 1. sæti
Matteo Meucci
„Maurizio Tasca frumklifrar leið sem hann útbjó í helli í Skaftafelli.“
Klifur, 2. sæti
Egill Örn Sigurpálsson
„Ben Smith klifrar Leikhúsgryfjuna 5.7 í Stardal á Stardalsdaginn.“
Klifur, 3. sæti
Skúli Pálmason
„Vorið 2020 fóru tveir félagar upp á Vífilsfell og tóku með sér ísaxir til öryggis ef ske kynni að það væri harðfenni þar uppi. Einar sem sést hér á myndinni klifraði upp á þessa sillu með sólina í bakgrunni og ég smellti af þessari skemmtilegu baklýstu mynd.“
Skíði, 1. sæti
Björgvin Hilmarsson
„Ekki alveg strax í aprés, nóg eftir af þessari brekku!“
Skíði, 2. sæti
Rakel Ósk Snorradóttir
„Vorskíðun í Öxnadal“
Skíði, 3. sæti
Björgvin Hilmarsson
„Skíðað í jaðri Naustahvilftar ofan Ísafjarðar.“
Mannlíf á fjöllum, 1. sæti
Einar Rúnar Sigurðsson
„Þetta er í hinum 400 metra langa Blue Dragon íshelli í Skeiðarárjökli í fyrravetur. Ég tók þessa mynd sjálfur, þó ég sé líka módelið. Lét myndavélina taka sjálfa á þrífæti meðan ég stóð sperrtur þarna undir opnum svelg þar sem ljós barst niður í dimman hellinn.“
Mannlíf á fjöllum, 2. sæti
Björgvin Hilmarsson
„Bjartur Týr dáist að Ísafirði af toppnum eftir að hafa klifrað nýja alpaleið neðan úr Hnífsdal.“
Mannlíf á fjöllum, 3. sæti
Haraldur Ketill Guðjósson
„Á hryggnum milli Skessuhorns og Skarðsheiðar.“