Núna síðastliðinn föstudag, þann 28. júlí komst John Snorri fyrstur Íslendinga á topp fjallsins K2 í Pakistan. Fjallið nær 8611 m yfir sjávarmál og er þar með það næst hæðsta í heimi og er aðeins Mt. Everst hærra.
Enginn hefur náð á topp K2 síðan 2014 og verður þessi leiðangur því að teljast mikið afrek, sértaklega í ljósi hinnar frægu K2-tölfræði.
Fyrr í sumar var John Snorri einnig fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi Lhotse sem er 8561 m yfir sjávarmáli en Lhotse er fjórða hæðsta fjall heims.
Magnað sumar hjá John Snorra. Íslenski alpaklúbburinn óskar honum innilega til hamingju með afrekin!