Á miðvikudaginn í næstu viku, 21.október. Mun Hallgrímur Kristinsson halda myndasýningu fyrir Ísalpara og aðra gesti. Hallgrimur Kristinsson hélt í júní á fjallið Muztagh Ata í Kína (7.600 m) og dvaldi þar í mánuð. Það sem meira er: Hallgrímur (Halli) reyndi að toppa fjallið á fjallaskíðum. Í ferðinni skíðaði hann hærra en nokkur annar Íslendingur. Miðvikudaginn næsta mun hann bjóða félögum ÍSALP og öðrum upp á stórskemmtilega og fróðlega frásögn með flottum myndböndum af þessari frábæru ferð. Allir að mæta!
Uppfært: Myndasýningin tókst afar vel. Rúmlega 30 manns mættu og smituðust af ævintýraanda Hallgríms.