Kæru félagar.
Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbsins 2018 verður haldinn á efri hæð Klifurhússins að Ármúla 23, miðvikudaginn 26. september kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
- Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
- Lagabreytingar.
- Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
- Kjör uppstillingarnefndar.
- Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
- Ákvörðun árgjalds næsta árs.
- Önnur mál.
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.
Framboð skulu hafa borist fyrir 19. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.
Helgi Egilsson formaður, Ottó Ingi Þórisson meðstjórnandi, Bjartur Týr Ólafsson meðstjórnandi, Jónas Grétar Sigurðsson meðstjórnandi og Baldur Þór Davíðsson meðstjórnandi eru allir að láta af hendi sínar stöður, og því mörg sæti í boði í stjórn fyrir áhugasama.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 19. september.
Sjá lög klúbbsins hér
F.h. stjórnar, Sigurður Ýmir Richter