Allir íslenskir leiðarvísar á pdf formi
Ís, mix og alpaklifur
Nafn | Höfundar og útgáfuár | Staða leiðarvísis (up to date) |
Arnarfjörður | Sigurður Tómas Þórisson, 2015 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Breiðdalur | Sigurður Tómas Þórisson, 2014 | Innniheldur allar leiðir á svæðinu. |
Brekkufjall | Matteo Meucci, 2018 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Brynjudalur | Sigurður Tómas Þórisson og Róbert Halldórsson, 2014 | Veturinn 2015-16 bættust við nokkrar leiðir , von er á uppfærsu á næstunni. |
Búahamrar | Jónas G. Sigurðsson, 2019 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu. |
Eilífsdalur | Sigurður Tómas Þórisson, 2009 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu. |
Kaldakinn | Sigurður Tómas Þórisson, 2007 | Slatti bættist við á ísklifurfestivali 2016, ný útgáfa er í vinnslu. |
Múlafjall | Sigurður Tómas Þórisson 2017 | Nýr og einstaklega flottur leiðarvísir. Inniheldur 70 leiðir í Múlafjalli sem vitað er um. Líklegt er að meira komi í ljós á næstu árum. |
Mýrarhyrna | Sigurður Tómas Þórisson, 2006? | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Ólafsfjarðarmúli | Jökull Bergmann og Sigurður Tómas Þórisson, 2010 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Suðurhlíðar Vestara og Eystra Hrútsfjalls | Björgvin Hilmarsson, 2015 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu, birtist í ársriti Ísalp árið 2015 ásamt grein um Skarðatinda eftir sama höfund. |
Grjótglíma, sport og dótaklifur
Fyrir nánari upplýsingar um klettaklifur er notendum bent á að skoða heimasíðuna klifur.is
Nafn | Höfundar og útgáfuár | Staða leiðarvísis (up to date) |
Akrafjall | Þórður Sævarsson 2019 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Búahamrar | Jónas G. Sigurðsson, 2019 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Geldinganes | Jónas G. Sigurðsson, 2010 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Gerðuberg | Sigurður Tómas Þórisson, 2007 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Hraundrangi | Ágúst Kristján Steinarsson, 2009 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Ingimundur | Ólafur Ragnar Helgason, 2002 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Kerlingareldur | Sigurður Tómas Þórisson, 2009 | Nákvæmur leiðarvísir af leiðinni sjálfri og aðkomunni. |
Kverkfjöll | Þorsteinn Cameron, 2016 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Munkaþverá | Sigurður Tómas Þórisson, 2006 | Inniheldur nánst allt, hugsanlega var kominný uppfærsla… |
Norðurfjörður | Jónas G. Sigurðsson, 2022 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Pöstin | Jafet Bjarkar Björnsson, 2009 | 5 nýjar leiðir hafa bætst við frá útgáfu, sjá http://www.klifur.is/crag/postin |
Skinnhúfuklettar | Jafet Bjarkar Björnsson, 2009 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Stardalur | Sigurður Tómas Þórisson, 2007 | Inniheldur allar leiðirnar á svæðinu |
Strandgata | Jafet Bjarkar Björnsson, 2010 | Inniheldur meira en er til staðar, eftir að Uberklassíkin „Reykjarvíkurperlan“ var fjarlægð |
Valshamar | Sigurður Tómas Þórisson, Skarphéðinn Halldórsson, Björgvin Hilmarsson, 2009 | Inniheldur allar leiðir á svæðinu |
Leiðarvísar Ísalp
Leiðarvísar Ísalp hafa birst í Ísalp ársritum og fréttabréfum síðan 1978. Þessir leiðarvísar eru af einhverju leiti úreltir en að öðru leiti í góðu standi og enn mjög nothæfir í dag. Passið að bera leiðirnar í leiðarvísunum við leiðaskráninguna í gagnagrunninum, þar ættu að vera nýjustu upplýsingar sem eru í boði.
Nafn | Höfundur og útgáfuár | Um leiðarvísi |
Leiðarvísir Ísalp nr. 1 – Eyjafjallajökull | Helgi Benediktsson, 1978 | Leiðarvísirinn fjallar eingöngu um gönguleiðir, sem eru enn á sínum stað og í fullri notkun. Það helsta sem er frábrugðið frá því að leiðarvísirinn var gerður er hop jökulsins og þá sérstaklega Gígjökuls |
Leiðarvísir Ísalp nr. 2 – Hekla og Langjökull | Helgi Benediktsson, Sighvatur Blöndahl, Yngvar Teitsson og Guðjón Ó. Magnússon, 1979 | Gönguleiðarvísir, gönguleiðir enn á sínum stað og hafa lítið breyst. Eitthvað hefur aukist umferðin um Langjökul og fleiri leiðir eru þekktar sem fólk hefur krossað eftir. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 3 – Snæfellsjökull | Magnús Guðmundsson, Helgi Benediktsson, Arnór Guðbjartsson og Ingvar Teitsson, 1979 | Gönguleiðarvísir, enn mjög viðeigandi í dag þar sem að gönguleiðirnar eru þær sömu. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 4 – Tindfjallajökull, fyrri hluti | Ingvar Teitsson, Rúnar Nordquist, Guðjón Halldórsson og Magnús Hallgrímsson, 1979 | Gönguleiðarvísir um Tindfjallasvæðið, ásamt lýsingum á helstu skálum á svæðinu. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 5 – Tindfjallajökull, seinni hluti | Ingvar Teitsson, Rúnar Nordquist, Guðjón Halldórsson og Magnús Hallgrímsson, 1979 | Fleiri gönguleiðir um Tindfjallasvæðið og eitthvað af klifurleiðum, SV hryggur Hornklofa og leiðir á Tindinn. Ekki er vitað til að mikið hafi bæst við af leiðum síðan þessi leiðarvísir var gefinn út. Sjá einnig Leiðarvísi Ísalp nr. 16. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 6 – Botnssúlur, fyrri hluti | Guðjón Ó. Magnússon, 1979 | Þessi leiðarvísir er fyrri hluti leiðarvísisins um fjallamennsku í Botnssúlum og snýr þessi hluti að gönguleiðum um svæðið. Leiðarvísirinn inniheldur flestar þær gönguleiðir sem eru þekktar |
Leiðarvísir Ísalp nr. 7 – Botnssúlur, seinni hluti | Guðjón Ó. Magnússon, 1979 | Þessi seinni hluti leiðarvísisins snýr að ís- og snjóklifri í Botnssúlum. Í honum eru flest allar þekktar leiðir á svæðinu nema leiðin Morgunfýla. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 8 – Skessuhorn | Helgi Benediktsson og Sighvatur Blöndahl, 1980 | Fyrsti leiðarvísir sem gefinn var út um klifur í Skarðsheiðinni. Allmargar leiðir hafa bæst við og hefur þessi leiðarvísir verið endurgerður og endurútgefinn, sjá Leiðarvísi Ísalp nr. 22. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 9 – Skarðsheiði | Helgi Benediktsson og Sighvatur Blöndahl, 1980 | Gönguleiðarvísir um Skarðsheiði, allt í þessum leiðarvísi er líka að finna í Leiðarvísi Ísalp nr 22. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 10 – Vífilsfell | Magnús Guðmundsson og Snævarr Guðmundsson, 1980 | Göngu og klifurleiðarvísir um Vífilsfell. Ekki hefur verið mikið klifrað í Vífilsfelli síðustu ár svo að þessi leiðarvísir inniheldur sennilegast allar leiðir á svæðinu. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 11 – Stardalshnúkur | Snævarr Guðmundsson, 1981 | Fyrsti leiðarvísirinn sem gefinn var út fyrir Stardal og inniheldur hann aðeins fimm leiðir. Þessi leiðarvísir hefur verið endurgerður og endurútgefinn, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 12 – Mýrdalsjökull | Guðjón Ó. Magnússon, 1980 | Göngu og skíðaleiðarvísir, allar leiðir enn góðar og gildar í dag. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 13 – Hraundrangi | Hreinn Magnússon og Olgeir Sigmarsson, 1981 | Klassíska leiðin upp á Hraundranga, tvær hafa bæst við frá útgáfu þessa leiðarvísis, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 14 – Þumall | Torfi Hjaltason, 1981 | Klassíska leiðin upp á Þumal, hefur ekkert breyst. Í leiðarvísinn vantar aðra leið sem hefur verið farin upp á Þumal. Hin leiðin liggur sunnan megin við flöguna og sameinast klassísku leiðinni í fjórðu spönn |
Leiðarvísir Ísalp nr. 15 – Valshamar | Snævarr Guðmundsson, 1981 | Fyrsti leiðarvísirinn af Valshamri. Þessi leiðarvísir hefur verið endurgerður og endurútgefinn, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“ |
Leiðarvísir Ísalp nr. 16 – Tindurinn | Magnús Guðmundsson, 1981 | Báðar þekktu leiðirnar á Tindinn í Tindfjöllum |
Leiðarvísir Ísalp nr. 17 – Eilífsdalur og Hrútadalur | Snævarr Guðmundsson og Magnús Guðmundsson, 1982 | Fyrsti leiðarvísirinn fyrir svæðið. Mjög mikið hefur verið bæst við síðan þessi leiðarvísir var gefinn út. Finna má leiðarvísi yfir Eilífsdal undir „Aðrir leiðarvísar“ og Hrútadal í Leiðarvísi Ísalp nr. 20. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 18 – Öræfajökull | Torfi Hjaltason og Helgi Benediktsson, 1982 | Góðar lýsingar á gönguleiðum á Hvannadalshnúk. Leiðarvísirinn er titlaður sem fyrri hluti, en ekki virðist vera að seinni hlutinn hafi komið út. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 19 – Leiðir í Bratta | Guðjón Ó. Magnússon, 1985 | Aðallega gönguleiðir, lítið hefur bætst við síðan 1985 |
Leiðarvísir Ísalp nr. 20 – Esja | Snævarr Guðmundson og Magnús Guðmundsson, 1985 | Nýjasti leiðarvísirinn sem nær yfir alla Esjuna. Vantar Eilífsdal og Tvíburagil ásamt stöku leið hér og þar. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 21 – Stardalur | Björn Vilhjálmsson og Snævarr Guðmundsson, 1986 | Þessi leiðarvísir er hefur verið endurgerður og endurútgefinn, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 22 – Skarðsheiði | Snævarr Guðmundsson og Kristinn Rúnarsson, 1987 | Ekki hafa margar, en þó einhverjar, leiðir bætst við í Skarðsheiðina frá 1987, nýjasta útgáfan. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 23 – Munkaþverárgil | Páll Sveinsson, 1988 | Þessi leiðarvísir er hefur verið endurgerður og endurútgefinn, sjá undir „Aðrir leiðarvísar“. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 23 – Hvalfjörður og Kjós | Snævarr Guðmundsson, 1990 | Brynjudalur og Múlafjall hafa bætt við sig slatta af leiðum, aðrir staðir eru góðir. Finna má nýrri útgáfu af leiðarvísi fyrir Brynjudal og Múlafjalli undir „Aðrir leiðarvísar“. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 24 – Klettaklifursvæði á Íslandi | Björn Baldursson og Snævarr Guðmundsson, 1994 | Flest svæðin sem hér eru tekin fyrir hafa verið gefin út í nýjum sér leiðarvísum. Í þennan leiðarvísi vantar mikið af nýrri leiðum. |
Viðauki við Leiðarvísi Ísalp nr. 23 – Glymsgil | Hallgrímur Magnússon og Jón Haukur Steingrímsson, 1996 | Einhverjar leiðir hafa bætst við í Glym sjálfan en leiðarvísirinn sjálfur í heild er mjög góður. |
Leiðarvísir Ísalp nr. 25 – Haukadalur | Hallgrímur Magnússon, 1998 | Einhverjar leiðir hafa bætst við og leiðarvísirinn gæti farið að hafa gott af uppfærslu. |