Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
OlliParticipant
Nú er ég ekki búinn að fara ofan í saumana á nafngift hvers tind fyrir sig en mér skilst að sá hæsti (sá í miðjunni) sé kallaður Skarðatindur. Ég fletti upp gömlu herforingjakorti af svæðinu og þar er hæsti toppurinn nefndur Skarðatindur. Ég sá einnig þar nokkuð sem ég vissi ekki það er að þar eru Kristínatindar(sem ég hef alltaf haldið að væri rétt nafn) nefndir Kristínartindur. Ég læt mynd fylgja fyrir áhugasama. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Svo má einnig tala um að málhefð breytist með tímanum.
Attachments:
OlliParticipantVarðandi hæðina á Skarðatindi þá verð ég að viðurkenna að við félagarnir mældum toppinn í þykkri þoku þannig að skyggnið var lítið. Við vorum örugglega staddir á suðurtoppnum þegar við mældum hæðina í kringum 1335 metra. Ég hafði samband við Loftmyndir sem svöruðu ótrúlega fljótt og sögðust hafa mælt hæð á topunum þarna á þríviddarkorti. Það kom í ljós að suðurtoppurinn er 1335m og miðtoppurinn er 1381m og norðurtoppurinn er 1320m. Þannig að niðurstaðan er að Skarðatindur er 1381m og vildi ég alls ekki lækka tindinn heldur fá fram rétta mælingu.
OlliParticipantHumarklóin var held ég klifin af Björgvin Richards og félögum úr Hjálparsveit Skáta Kópavogi fyrir all mörgum árum. Ég hélt að það ætti að vera lýsing til á því í eld gömlu ársriti.
OlliParticipantÉg man vel eftir fyrstu uppferð. Það var sennilega 15-18 stiga frost og seinni spönnin var mjög erfið. Ísaxarblaðið var vel bogið hjá mér (man ekki eftir því hvernig það gerðist) og ísöxin hrökk ítrekað til baka þegar ég reyndi að höggva í glerharðan ísinn sem gerði það að verkum að ég pumpaðist vel út. Þegar upp kom var ég útpumpaður með eitt kengbogið ísaxarblað og stórt gat ofan á plastskónum en í kuldanum hafði skórinn minn brotnað. Strákarnir(Grímur og Palli) hlógu dátt af þessu hjá mér.
-
HöfundurSvör