Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Kári Hreinsson
ParticipantHvernig fór þetta, er komin niðurstaða í málið?
Kári Hreinsson
ParticipantFór ásamt nokkrum Flubbum í Búahamra síðastliðið fimmtudagskvöld að kíkja á nýju leiðirnar tvær.
Sú vinstri (Uglan 5.6) var ennþá vel laus í sér, það nánast rigndi litlum steinvölum yfir brekkuna og náði ég að losa einn vænan stein ofarlega í leiðinni þegar ég var að spyrna mér upp í næsta grip, mæli með að tryggjarar komi sér fljótlega í skjól. Gráðan er líklega nokkuð nærri lagi, byrjunin var sennilega erfiðust en öll leiðin er mjög þétt boltuð og ef stefnan er að klippa allt þarf 13 tvista (og er þá ekki að telja með neitt fiff í topp-akkerinu).
Hægri leiðin (Stúlkan í turninum 5.7) var brattari og erfiðari í byrjun, en mildast eftir því sem ofar dregur, veit ekki hvort erfiðasta hreyfingin nái í Eilíf en gráðan er væntanlega einhversstaðar milli 5.7 og 5.8. Fann mun minna fyrir lausu grjóti, helstu óþægindin voru líklega að þurfa að treysta á frictionið í grasinu nálægt toppnum með hressilegt rope-drag að halda manni niðri. Þessi var einnig þétt boltuð, tók á bilinu 12-14 tvista, en ég hafði ekki nákvæma tölu á því.
Topp akkerin eru eins og þau gerast best, tveir boltar tengdir saman með veglegri keðju í hring sem er þræddur. Takk fyrir skemmtilegar leiðir!
-
This reply was modified 8 years, 6 months síðan by
Kári Hreinsson.
Kári Hreinsson
ParticipantSveinn Friðrik Sveinsson wrote:Hér er nákvæmur leiðarvísir (júní 1981) sem er aðgengilegur ef þú ert skráður í ÍSALP (mæli með því, fínir afslættir, ársrit, viðburðir og fleira fínerí): https://www.isalp.is/efni/arsrit.htmlÉg fæ bara villu þegar ég reyni að elta þessa slóð og finn ekkert um ársit undir „Efni“ hér vinstra megin. Er slóðin vitlaus eða er ég ekki skráður sem meðlimur á síðunni?
Góð umræða annars.
Kári Hreinsson
ParticipantÁgúst Kristján Steinarrsson wrote:
Quote:Hvar er greinin?Efst undir „Greinar“ (eða http://isalp.net/greinar/7-olaestar-greinar/1108-slys-i-valshamri.html).
Gott að ekki fór verr!
-
This reply was modified 8 years, 6 months síðan by
-
HöfundurSvör