Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
JonniKeymaster
Fórum þrír í Tvíburagil í gær, ég Matteo og Ásgeir. Efri fossinn er nokkuð bakaður en vel klifranlegur, betri ís hægramegin í honum. Það varð nokkuð heitt í gilinu í gær, svo að neðri fossinn hrundi á meðan að við vorum þarna.
Ólympíska félagið nær alveg niður og Matteo leiddi það alveg á ís, sennilega í fyrsta skipti sem það er gert. Ef það helst kalt gætu 55° hugsanlega komist í gott stand, grunar að þær séu frekar bakaðar eins og er.JonniKeymasterÉg mæti og er til í helgarpakkann
JonniKeymasterTvær nýjar leiðir í Hrútadal um helgina
Hvítur refur WI 5-, Matteo og Lorenzio
Hrútskýring WI 4+, Jonni og BjarturBændurnir á bænum undir dalnum vildi meina að það væri mikið grjóthrun í dalnum allan ársins hring og kvöttu okkur til að fara varlega. Klárlega eitthvað sem vert er að taka með í reikninginn ef hlýindi eru í lofti.
JonniKeymasterTvíburagil í fínustu aðstæðum fyrir mix í dag og fossarnir voru alveg að detta í það að vera klifranlegir, sjáum hvað lifir af hlákuna…
JonniKeymasterVel gert!
Til að vera viss, hvor leiðin er hvað?JonniKeymasterSmá recap á því hvað Albert og Benni voru að dunda sér við á meðan að þeir voru hérna
Kaldakinn – X-files M 6/WI 6, Sex on the beach WI 5+, Have no fear, eat Skyr M7, Shooters WI4+
Eskifjörður – Houseline alpaleið með WI5 höftum
Austurárdalur – Tröll leikhús WI 7-
Bolaklettur – Hard five M 8/ WI 6+Frábært effort, gaman að fá svona hetjur til landsins, greinilega nóg eftir fyrir okkur sem búum hérna til að finna!
- This reply was modified 8 years, 9 months síðan by Jonni.
JonniKeymasterSæl Öll sem hafið skráð ykkur á festivalið í ár!
Margir búnir að skrá sig og það stefnir í að þetta verði eðal helgi, veðurspáin lofar góðu.
Nú er staðan sú að það er FULLT í svefnpokaplássin og jafnvel ríflega það. Svefnpokaplássin eru „…ris í gamlahúsi og hugsanlega stofugólf í timburhúsi“. Enn er laust í uppábúnurúmin og það er í boði að upgrade-a skráninguna sína ef viljinn er fyrir hendi.
JonniKeymasterNý leið var farin í Bolaklett í dag af mér og Þorsteini, aðallega Þorsteini.
Leiðin var þægileg WI 4 sem hafði orðið útundan í Innri-hvilft.
Leiðin fékk nafnið Mávahlátur, vegna allra mávana sem hringsóla um inni í hvilftinni.
Leiðin er nú þegar skráð á https://www.isalp.is/problem/mavahlaturJonniKeymasterFrábært, gaman að sjá og lesa svona sögupistla.
JonniKeymasterÉg mæti og er til í allan pakkan, tvær nætur í rúmi, tvo kvöldverði og tvo morgunverði
JonniKeymasterÉg finn í fljótu bragði ekki neitt um að rennurnar hafi verið klifraðar, ekki nema eitthvað hafi verið skráð í gömlu frumferðabókina. Ertu til í að spyrja hann hvaða renna þetta hafi verið, Hafrafellið er mjög grófskorið á suðvesturhliðinni.
JonniKeymasterLeiðin á Fremrimenn er ekki FF, sjá fréttapistil í ársriti Ísalp frá 1987 (bls 59), https://www.isalp.is/arsrit. Það er vel líklegt að leiðin þeirra upp Hafrafellið sé það hinsvegar. Fékkstu fleiri myndir Arnar, línuna upp Hafrafellið eða eitthvað þess háttar?
JonniKeymasterGeggjaður díll 🙂
JonniKeymasterEndilega! 🙂
JonniKeymasterNóg af frosti næstu daga 😉
JonniKeymasterÉg og Tómas vorum að ræða um þessa neðstu leið, skv upplýsingum finnst mér líklegt að þetta sé Skuggabaldur
-
HöfundurSvör