Iris Ragnarsdottir

Svör sem þú hefur skrifað

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Nokkrir fisléttir punktar fyrir klifurþing 2023 #83853
    Iris Ragnarsdottir
    Participant

    Gaman að þessu og takk fyrir innleggið í umræðuna Siggi, ég vona líka að það sé hægt að varpa þinginu í fjarfund.

    Ég held að stærsta málið okkar séu klárlega aðgengismálin sem við þurfum að fara mjög vel og vandlega í og passa okkur um land allt að fara rétt að landeigendum og eiga samtalið við þau. Mistök á einum stað gætu haft slæm áhrif á aðgengismál annarsstaðar á landinu.

    Varðandi gráðurnar skiptir að mínu mati mestu máli að ná eitthverskonar samræmi innan klifursvæða, þ.e. að 5.7ur á Hnappavöllum séu nokkuð svipaðar innan svæðisins. Ef við berum saman Hnappavelli og Norðurfjörð eru klifurstílarnir svo gjörólíkir að það er líklega ekki rökrétt að það sé endilega samræmi á gráðum milli þeirra svæða. Fyrir mér snýst þetta að mestu leyti um öryggismál og því skiptir mestu máli að leiðir í auðveldari gráðum hafi samræmi innan þeirra. Maður getur auðveldlega séð fyrir sér að klifrarar sem hafa verið að klifra 6a inni í Miðgarði allan veturinn, skelli sér í eina gamla tíu í Miðskjóli (sem gæti ofan á allt verið boltuð á gamlamátann) detti og slasist illa.
    Ég hef ekki sterkar skoðanir á því hvort við eigum að skipta yfir í franskar gráður en ég held að það sé einfaldast að halda okkur við eitt kerfi.Vissulega ná frönskugráðurnar betur utan um 5.4-5.9.

    Ég sé ekki ástæðu fyrir því að sportklifur og dótaklifur eigi ekki að geta átt saman innan sömu klifursvæða. Þó langar mig að minnast á að „kapphlaup“ milli dótaklifrara og sportklifrara finnst mér heldur skondið og líklega algjör óþarfi. Og þá sérstaklega ef dótaklifrar reyna að klifra leiðir (sérstaklega í auðveldari gráðum) á vinsælum sportklifur sectorum sem fá svo mögulega R eða X gráðu. Er þá búið að búa til dótaklifurleið sem mjög fáir munu klifra en hefði getað orðið vinsæl 5.7 ef hún hefði verið boltuð. Það er þess virði að velta þessu fyrir sér.

    Varðandi boltun og dótaklifurleiðir skilst mér að aðal umræðuefnið varðandi boltun á dótaklifursvæðum sé hvort það eigi að bæta aðgengi í Stardal með því að setja einhverja sigbolta/akkeri uppi fyrir ofan hamrana og þá sérstaklega þar sem er erfitt að byggja akkeri. Það gæti gert það að verkum að svæðið yrði meira notað og að fólk sem er að komast inn í dótaklifur/sprunguklifur sjái tækifæri til að æfa sig og verði svo mögulega dolfallið fyrir fegurðinni á þessum klifurstíl.

    Yfir og út!
    Íris

    in reply to: Ísklifurfestival 2018 Skráning #65072
    Iris Ragnarsdottir
    Participant

    Íris Pedersen og Árni Haldorsen, gisting fimmtudagskvöld til sunnudags. Kvöldmatur föstud. og laugard.

2 umræða - 1 til 2 (af 2)