Hjá mér er ganga á rjúpnaveiðið svolítið frábrugðin venjulegum fjallgöngum þar sem ég er að ganga utan í hlíðum og köntum allan liðlangan daginn. Þetta veldur því að það er mikið álag á leðrinu á hliðum skónna (þeas grjót og hraun að sarga í leðrið). Ég var með hefðbundna scarpa skó sem tættist fljótt upp. Ég keypti síðan í Meindl Perfect sem eru með mjög sterkt og þykkt leður en aftur á móti blýþungir . Þeir endast og endast en eru þungir í staðinn (búinn að endursóla 1x). Ef ég væri að kaupa mér nýja skó þá myndi ég passa að hafa gúmmí upp á hliðarnar.
Kv.Gummi