Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
3110755439Meðlimur
http://www.visir.is/oryggisbunadur-og-kunnatta-skipta-ollu/article/2012705229965
Sést öskrandi hitabreyting í gangi hægra megin, fullt af snjóboltum komandi niður
3110755439MeðlimurÆttum að sjá myndir seinnipartinn í dag…
Annars finnst mér að það ætti að setja blikk-ljósalínu líka3110755439MeðlimurAron: Smá forvitni með þessa vinnu, tekur þetta ekki örugglega líka til þeirra sem eru að keyra ferðamenn á jöklum?
kv
Dóri3110755439MeðlimurEkki gleyma að það gilda allt aðrar reglur um fjarskipti (sem þetta fellur undir) í US og EU. Smá dæmi um þetta voru lætin útaf FM sendunum.
3110755439MeðlimurVantar svo mikið inn í söguna að það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað raunverulega gerðist, burtséð frá því að vera í mesta veðravíti norðurhvels í byrjun feb en…
Var komið brjálað veður þegar þeir reyna að tjalda?
Voru þeir búnir að tjalda áður og ekki undirbúnir fyrir veður?
Hvernig tjald voru þeir með?
Og fleira og fleira….kv
Dóri3110755439MeðlimurÚfff hvað maður er feginn að það skuli nást niðurstaða í þetta mál.
Ákvörðun af þessu tagi er aldrei einföld, svonefndir sérfræðingar segja misjafna hluti, og endar oft í ákvörðunarfælni sem veldur því að menn halda áfram að nýta gamla og úrelda hluti.
Til hamingju með þetta stóra skref!
kv. Dóri
3110755439MeðlimurEr ekki almennt regla að vera ekki í brekkum þar sem maður er búinn að meta að snjóflóð geti fallið?
Annars finnst mér þetta bara fínt hjá Veðurstofunni. Það eru margir þarna úti sem hafa ekki lagst í menntunina að meta snjó og velja leiðir. Þá er betra að þeir sleppi því bara að ferðast í þessa daga.
Venjulegir göngu/skíða fjallamenn lenda lítið í þessu og þeir sem hafa lent í þessu hafa hugsað eftir á að þeir hefðu átt að fara aðrar leiðir og/eða skoðað veðuraðstæður síðastliðna daga.
Sleðamenn eru áhættuhópur númer 1,2 og 3 þegar kemur að ofanflóðum ásamt því að þó nokkrir þeirra eru ekki með þrenninguna og hausinn í för þegar kemur að snjóflóðum (þetta á að vísu við aðra fjallamenn líka).
Það að kunna að moka einstakling upp kemur ekki í staðinn fyrir þekkinguna að lenda ekki í snjóflóði (slys gerast JHR)
Sjálfsagt framtak hjá þeim!
kv
Dóri3110755439MeðlimurMegi þér svelgjast á næsta viskísopa
3110755439MeðlimurSæll, þetta var ekki meint sem ‘pun’ á Tracker, þeir hafa verið að gera góða hluti. Það hafa verið villur í fleiri ýlum, meðal annars frá Ortovox og Mammut. Sá að version 4 af software-inu á að laga þetta.
kv
Dóri3110755439MeðlimurÞeir virðast allavega ekki vita hvað er í gangi með ýlana. Eru margir með Tracker 2?
kv
Dóri3110755439MeðlimurSæll kallinn.
Best að draugast hér smá
Er sammála Jóni hér að ofan. Ég er sjálfur með breiðfót og Meindl hefur dugað mér mjög vel, hef farið í 4 daga ferð í nýjum skóm án þess að finna fyrir fótsári. Hef heyrt af veseni með Scarpa vegna þess og af þeim sem ég hef prófað, hef ekki gengið nenn til, þá fannst mér þeir þröngir. Það var þó fyrir nokkrum árum.
kv,
Dóri3110755439MeðlimurGisk á pússlið, það skóf í hengju fyrir ofan þá og hún gaf sig?
3110755439MeðlimurSæl,
Þetta á við alla ýla, ekki bara Pieps-inn.
Hef meira að segja séð Tikka ljós setja ýla í vitleysu ef ljósið er of nálægt sendandi ýli. Ýlar eiga að vera staðsettir eins langt frá rafmagnstækjum og hægt er, hvort sem það eru símar, talstöðvar, gps-ar eða ljós.Síðast þegar ég prófaði þetta þá fengum við skekkju á meters dýpt miðað við að kveikt væri á tikka ljósinu eða ekki, minnir að hún hafi verið 30-50cm.
kv
Dóri3110755439MeðlimurSæll,
Þegar Manuel kom til landsins var hann mjög á að menn ættu ekki að kaupa þennan ýli (X1).
Ég veit ekki hvort hann hefur eitthvað breyst en hann var hægvirkur, slæmur í multiburial og sitthvað fleira.
Það gæti verið að Ortovox sé búið að laga eitthvað í honum en ég efast þó um það miðað við hvað gekk ílla hjá þeim að ná S1 í virkniHmm, las síðan review-in þarna á síðunni, þau telja þetta nokkuð upp.
kv
Dóri3110755439MeðlimurSælt veri fólkið.
Ég er í HSSK og þar erum við með bæði Barryvox Pulse og Pieps DSP.
Helstu kostir við þessa ýla er hraðinn, ég var vanur að nota Ortovox F1, og maður röllti hratt að þeim grafna, ég hleyp með Pulse þegar hann er kominn með signal.
Umframkostur Pulse framyfir DSP er að hugbúnaðurinn þar er uppfæranlegur, kom uppfærsla síðasta haust og er að koma ný núna í haust þannig að hann er í stöðugri þróun og böggum hefur fækkað. Hægt er að fara með ýlinn niðrí Safalann til að fá uppfærslu, það þarf ekki að senda hann út.
Einnig hef ég lennt í því að sleðinn á DSP-inum bilaði, veit ekki hve algengt það er.
kv
Dóri3110755439MeðlimurMagnað, takk
3110755439MeðlimurSæl
Gengum yfir Vatnajökul (austurs til vesturs) með svona tæki í för, prófanir fyrir Landsbjörgu.
Tækið virkaði vel, gátum sent skilaboð og létum það track-a okkur. Myndi telja þetta ágætis öryggisleið þar.
Eina sem stóð upp á er batterísnotkun tækisins. Það að senda étur rafhlöðurnar, sérstaklega þegar það sendir á 10 mínútu fresti. Standard Duracell rafhlöður virka ekki með tækinu, tækið fór að gefa okkur villur í byrjun annars dags við notkun en þá var það búið með Lithium rafhlöður sem voru í því, veit ekki notkunina á þeim fyrir en þær lifðu í 8 tíma. Tel að Duracell hafi sent í svona 1 tíma áður en tækið byrjaði að skila villum. Seinna þegar ég kom heim þá mældi ég styrkinn, Duracell voru á strong-medium línunni á mælitækinu en Energizer Lithium batteríin voru enn í toppi á strong.
http://www.energizer.com/products/hightech-batteries/lithium/Pages/lithium-batteries.aspxkv
Dóri (hssk) -
HöfundurSvör