Sissi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 201 til 225 (af 660)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Ævintýri á Öræfajökli #56577
    Sissi
    Moderator

    Það hljóta allir góðir menn og konur að fagna því að sjá að Hardcore H. Hardcoreson er farinn að spreyja aftur á isalp.is, þá fyrst verður gaman.

    Annars skil ég ekki að Kalli hafi ekki verið fyrstur til að gera þetta: http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=4069

    in reply to: Ævintýri á Öræfajökli #56568
    Sissi
    Moderator

    Hann er medium, stórglæsilegt eintak

    DSC04535.jpg

    in reply to: Ævintýri á Öræfajökli #56565
    Sissi
    Moderator

    Ívar, þú joggar nú þarna upp og sækir þessar skrúfur, þaggi? Síðan er helvíti flottur cam í Tjaldinu sem hefur komið hærra en flestir Íslendingar.

    Að lokum minnist ég þess að hafa séð hvítan Fruit of the Loom bol á Hraundranga, spurning um að taka hann bara í leiðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær.

    Olli – já, myndi ekki hata það!

    Sissi

    in reply to: Ævintýri á Öræfajökli #56559
    Sissi
    Moderator

    Dísus þið farið alveg með mig, bæði kirkjan og þessi helv. skíðaleið eru búnar að vera á listanum alla þessa öld, þetta er skandall.

    Geðveikar myndir eins og venjulega Gummi, mega næs.

    Sissi

    in reply to: Skíðafæri við höfuðborgina? #56532
    Sissi
    Moderator

    Árni þú verður að taka þá í smá námskeið þarna uppfrá í lýsingum á aðstæðum. Ég held að þessu hvítu lygar sem menn eru að stunda þessa dagana skemmi klárlega fyrir til lengri tíma. „Frábært skíðafæri“ eða eitthvað slíkt er notað á hverjum degi, maður brennir sig á því nokkrum sinnum og hættir svo bara að trúa því og nennir ekki að kíkja ef maður er ekki viss, eins og í dag.

    Fyrir nokkrum árum notuðu skíðasvæðin lýsingar á borð við púður, troðinn þurr snjór, unnið harðfenni ogsfrv, ég held að góðar lýsingar séu mun snjallari til langs tíma.

    Annars bara keep on rocking, sísonið ætti nú að endast soldið í viðbót, þetta virðist vera fínt base sem girðingarnar þínar eru búnar að taka niður :)

    Sissi

    in reply to: Skíða á Esju #56470
    Sissi
    Moderator

    Sæll,
    ég átta mig ekki 100% á hvað þú ert að pæla.

    -Gönguleiðin á Þverfellshorn í Esju liggur upp frá bílastæðinu þar sem strætó stoppar

    -Ef ætlar að labba uppi á Esjunni skaltu passa að þar getur verið ansi villugjarnt, taktu punkt á Þverfellshorn og ættu þess að vera ekki of nálægt brúnum ef skyggnið versnar

    -Ef þú ætlar að skíða niður hugsa ég að það gæti orðið erfitt, það er þunnt uppi á Móskarðahnjúkum sem þó fá meiri snjó, svo ég held að það væri erfitt að skíða þarna, kannski hægt að þræða einhver gil, ekki viss

    -Það snjóaði mikið í fyrrinótt og skóf í gær, vindpakkaður flekasnjór, gæti hæglega verið snjóflóðahætta í skálum og giljum, gættu að þér varðandi það. Mér hefur líka oft sýnst að skíðamenn eigi í basli með svona crust ofan á snjónum þó að brettin krúsi ofan á því.

    Vona að þetta hjálpi,
    Sissi

    in reply to: Íslkifur um helgina? #56469
    Sissi
    Moderator

    Hættu þessu rugli og farðu á bretti. Þú verður bara að klifra næsta vetur.

    in reply to: Telemarkfestival 2011 #56468
    Sissi
    Moderator

    Skinnaði á Móskarðahnjúka með Freysa og Kela áðan, ekki alveg jafn osomm og maður hélt, pínu vindpakkað og þunnt í neðri partinum en engu að síður ó svo gott.

    Í Bláfjöllum dömpaði víst og þar virtist vera bongó blíða. Samt var lokað. WTF Bláfjöll?

    Sissi

    in reply to: Hnappavellir. Miðskjól. Myndband #56429
    Sissi
    Moderator

    Mjög skemmtilegt, gamla dótið ekki síðra. Takk fyrir að smíða og deila!

    Sissi

    in reply to: Sjortari í gær #56428
    Sissi
    Moderator

    Glæsilegt, greinilega ýmislegt sem mælir með vetursetu þarna í úthverfi Grænlands hjá ykkur :)

    Held að krapasörf sé kannski málið sem sport fyrir okkur í borg óttans.

    Sissi

    in reply to: Bratti-einu sinni enn. #56423
    Sissi
    Moderator

    Ég hugsa nú að það væri gáfulegt að ná saman góðum hóp um þetta eins og síðast, var kannski meira að meina að ég held að menn eins og Gutti viti alveg hvað sé gáfulegt að gera í málinu, hafa reynsluna til að taka svona ákvörðun.

    Sjálfur hef ég ekki hundsvit á smíðum, þó að ég geti svo sem neglt dót saman ef einhver segir mér það (og passar þá að slasa sig ekki – Gísli, ha, ekki vera fyrir). En gut-feeling segir mér að það sé nú örugglega minna mál að byggja nýtt en að drösla Bratta til byggða og aftur heim. Enginn vegur t.d. svo ein ferð á snjó er klárlega betri en tvær, ef það kemur þá einhvern tíman snjór þarna. Þurfum líka að gá að því að þarna eru engin söguleg verðmæti sem við þurfum að spá í.

    Að öðrum kosti er hægt að lappa eitthvað upp á hann en bendi á að hann er skakkur á grunninum, engin kamína, gat á þakinu, allt músétið, fúinn svo að það er hægt að tína hliðarnar í sundur osfrv. Lítur amk. ekki efnilega út fyrir mitt óþjálfaða auga

    Sissi

    https://picasaweb.google.com/sekkur/Bratti?authkey=Gv1sRgCKGum-zvns6l_gE#5375921395695302882

    *nokkrar myndir og vídjó (#56), kannski er hægt að redda þessu en það þyrfti að gera það nógu vel til að fólk langi þarna uppeftir. Maður spyr sig hvort þetta sé ekki bara tækifæri til að byggja aðeins rýmra hús og geta sinnt nýliðahópum og öllu þessu brattgengis- /fjallaskíðaliði sem er byrjað að skunda til fjalla.

    in reply to: Bratti-einu sinni enn. #56421
    Sissi
    Moderator

    Þetta er snilldarstaður til að eiga skála. Ekki spurning.

    Ég fór uppeftir og tók fullt af myndum og vídjó fyrir skálanefnd haustið 2009, ég held að það sé engin spurning að brenna kvikindið og byggja nýtt. Það er hinsvegar alveg ljóst að það er ekki hægt að gera meiri ávöxtunarkröfu til svona verkefnis en að leiga standi undir viðhaldið og sprittkertum svo menn þurfa að taka hressilega á því í styrkjum.

    Annars segi ég bara: Gutti ræður. Gutti veit best. Langbest.

    Sjáið bara hvað Tindfjallaskáli er ótrúlega mikil völundarsmíð og klúbbnum til sóma.

    Mínir tveir aurar.
    Sissi

    in reply to: Ísklifurfestival #56350
    Sissi
    Moderator

    Þakka sömuleiðis fyrir frábært festival. Og Siggi ég held að þú hafir misskilið þetta eitthvað, niðurstaða umræðna var að menn ættu að pósta meira á nóttunni og að HHH yrði leigupenni vefsins, svo það væri nú eitthvað gaman hérna.

    Fínar myndir, harka í ykkur að spóla í þetta í skítaveðri og slöppum aðstæðum.

    Sissi

    in reply to: Gömul frétt. #56322
    Sissi
    Moderator

    Svei mér þá, ég man eftir þessari grein. Þetta er bara drullutöff enn þann dag í dag og samt klifrað á hrífum og belgvettlingum. Hardcore.

    http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=126369&pageId=1806583&lang=is&q=p%E1ll%20sveinsson

    Þessi linkur ætti að virka.

    Sissi

    in reply to: Klifurvideo #56307
    Sissi
    Moderator

    Geðveikt vídjó og þið geðveikt flottar, þetta hefur verið æðislegur dagur.

    Mjög mótiverandi!

    in reply to: Ísfestival 2011 #56296
    Sissi
    Moderator

    Fokking fokk.

    Ég er til í nánast hvað sem er, jafnvel sundblakmót. Gerum eitthvað.

    Sissi

    in reply to: Aðstæður í Reykjavík #56286
    Sissi
    Moderator

    Dagurinn í dag var eðall. Gott færi, mjög lítið skyggni. En það hefur þó þau jákvæðu hliðaráhrif að maður getur þrætt ferskt púður ferð eftir ferð án þess að fólk fatti það.

    Sýnist að morgundagurinn verði alls ekki síðri, gæti sést til sólar og svona.

    Sissi

    in reply to: Vinnsla á gönguskíðum #56278
    Sissi
    Moderator

    Þetta kemur mér allt saman mjög á óvart, maður var varla stiginn á bretti fyrr en straujárninu hennar mömmu var stolið og byrjað að vaxa og brýna. Menn tóku jafnvel straujárnið með í helgarferðir. Var samt alltaf með mikla minnimáttarkennd yfir því að allir skíðamenn væru með doktor í því hvaða vax samsetningu ætti að nota eftir hávísindalegum mælingum á frosti við jörðu og raka í lofti.

    Evidently not…

    in reply to: Ísklifurbúnaður #56246
    Sissi
    Moderator

    Það er nú ekki alls óþekkt pæling á Íslandi, WG er löööngu á eftir

    in reply to: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar #56232
    Sissi
    Moderator

    Þetta er allt mjög fróðlegt og áhugavert, þakka Hlöðveri og Guðmundi sérstaklega fyrir góð innlegg. Skemmtilegar myndir.

    in reply to: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar #56218
    Sissi
    Moderator

    Þið eruð náttúrulega ruglaðir þarna fyrir vestan, klifrandi útum allt á hampreipi og negldum skóm og róandi út á mitt djúp á einangrunarplasti. Ekkert að marka það.

    En það eru reyndar til stressaðri menn en ég, það sem vakti mig til umhugsunar og gagnaöflunar síðasta sumar var að ég var húðskammaður fyrir sportklifurbeltið mitt síðan um aldarmótin og skar það í kjölfarið í búta.

    Nylon er líka stórhættulegt sé það meðhöndlað vitlaust: http://icelandicmusic.blogspot.com/2007/04/nylon-icelandic-spice-girls.html

    in reply to: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar #56204
    Sissi
    Moderator

    Mynduð þið klippa ykkur í bjargsigsdót í björgun?

    Discuss

    in reply to: Fall í Grafarfossi #56203
    Sissi
    Moderator

    Svona fyrst það er þráður hérna um fall, ætlar enginn að commenta á fall í Orion?

    in reply to: Frétt og grein #56183
    Sissi
    Moderator

    Þetta er glæsilegt, greinilega mjög góð ástæða fyrir þessari viðvörun, scary að lesa þetta.

    in reply to: Aðstæður í hlíðarfjalli #56181
    Sissi
    Moderator

    Voðalega eruð þið erfiðir, ég sit hérna fyrir sunnan í 0 cm og langar einmitt að heyra í Kidda Magg og Jóni Heiðari hvernig staðan sé akkúrat hjá þeim. Þessi viðvörun er ansi almenn (allt norðurland) og búin að vera inni í nokkra daga svo maður er að forvitnast um hvernig skíðamennirnir eru að meta svæðið.

    Svo er líka ekkert að marka þessar síður skíðasvæðanna með aðstæður, fínt að heyra hvort það er þurrt púður, troðið púður eða hvort þetta hefur fokið allt í burtu og eftir sitja berir hryggir og harðfenni.

    Þessvegna spyr maður lókalana hvernig aðstæður séu :)

    En ætli maður haldi sig ekki frá stóru skálinni um helgina, met kannski hrygginn þegar ég sé þetta.

    Sissi

25 umræða - 201 til 225 (af 660)