Sissi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 101 til 125 (af 660)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Ísaðstæður 2012-2013 #57907
    Sissi
    Moderator

    Ískönnunartúr í dag, Rísandi og Stígandi fara að detta inn með þessu áframhaldi

    https://plus.google.com/photos/104240981616495770314/albums/5801472892880360929

    in reply to: Duglegir menn í Tindfjöllum #57887
    Sissi
    Moderator

    Í öðrum skálafréttum – fleiri að massa: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151243572900421.513677.719485420&type=1

    Fúkki orðinn svona líka glerfínn, alveg glæsilegt.

    Hvað er annars að frétta af Bratta H. Botnsúlusyni?

    in reply to: Duglegir menn í Tindfjöllum #57885
    Sissi
    Moderator

    Síðustu helgi var vinnuferð í Tindfjallaskála. Voru þar á ferð Góli, Kristján Guðni, Siggi Skarp, undirritaður og þrír aðstoðarmenn af minni sortinni.

    [attachment=461]IMG_20120922_160301.jpg[/attachment]

    Meðal annars voru austur- og suðurhliðir málaðar og aðeins slett á glugga og hurðir. Vegna veðurs gafst ekki færi á mikið meiri útivinnu. Einnig voru settir upp hitamælar, annar reykskynjari, borin grænsápa á innréttingar og ýmislegt fleira smálegt, ásamt því að allt var yfirfarið og þrifið hátt og lágt.

    Skálinn ætti því að vera tilbúinn í veturinn.

    [ul]
    [li]Hér má finna upplýsingar um skálann og bóka[/li]

    [li]Hér er hægt að skoða uppgerðina á skálanum[/li]
    [/ul]

    Þá hittum við nokkra Flubba í neðsta skála, framkvæmdir þar eru dottnar aftur í gang. Hið besta mál.

    in reply to: Glymsgil #57864
    Sissi
    Moderator

    Hahahahahahahahahaha!

    in reply to: Hraundrangi -uppáferðasaga #57859
    Sissi
    Moderator

    Ókei, ég skal ríða á vaðið. Reyndar nokkur ár síðan og maður er ekki alveg sure á þessu.

    Ísalp ferð ágúst 2005, á toppinn fóru:

    Rúnar Pálmason
    Skarphéðinn Halldórsson
    Steinar Sigurðsson
    Sveinn Friðrik Sveinsson
    Þórður Bergsson

    Viss á þessum fimm. Skrifaði einhversstaðar hjá mér að átta manns hefðu toppað, trúlega líka gaur sem heitir Sigurjón, náungi sem var í eldri kantinum og hét líklega Broddi – var aktífur á Ísalp á tímabili, og sennilega náungi sem hét Calle.

    Það voru örugglega í kringum 16 í ferðinni, helmingurinn fór upp og við vorum að hreinsa og drullast niður síðustu menn um miðnættið. Böbbi var umsjónarmaður ferðarinnar ef ég man rétt og Doddi leiddi. Eftirminnilegt þegar ég seig úr miðjustansinum og einn fleygurinn ping-aði út.

    http://www.isalp.net/greinar/6-laestar-greinar/366-Hraundranginn%202005.html

    Sissi

    in reply to: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? #57851
    Sissi
    Moderator

    Þú ert á villigötum. Fáðu þér snjóbretti. Lifðu.

    in reply to: Í fréttum er þetta helst #57844
    Sissi
    Moderator

    Ég var að vonast eftir því að atvinnumennirnir pikkuðu þetta upp, er svona að velta fyrir mér hvort það er gott að setja sig í aðstæður þar sem sprungubjörgunar gæti verið þörf ef maður kann ekki að gera einfalda dobblun. Færslan virðist líka vera skelfilega stutt.

    Flott mauv hjá ykkur Ármann! Blancurinn er flott fjall og þetta er mjög töff leið. Og bara gaman að koma þarna og sjá bæinn etc.

    En eigum við ekki að halda áfram að reyna að blása lífi í þetta vefgrey?

    Er fjallamennska hætt að vera sexý? Fíla þessa grein:

    „A friend of mine said a few weeks ago that he was a little down on climbing lately, because he didn’t feel like he was ever going to crush it. I said, What’s your definition of “crushing it”? Because mine is leading 5.8 with a pack on in the mountains. I like climbing single-pitch routes as much as the next person, but what really gets me hot is getting out on a climb five or six miles from a trailhead and getting in a position where I really can’t fall. I have pulled 5.7 moves in the mountains that made me stop and take a few breaths beforehand, because I rewinded in my head what would happen if I broke a handhold or slipped out of a crack and fell 15 feet onto a ledge and broke an ankle there, 300 feet off the ground and 5 miles and 3,300 vertical feet of trail away from the car. And I think that’s the good stuff. But does anyone else?“

    http://www.adventure-journal.com/2012/08/is-climbing-relevant-is-mountaineering-sexy/

    in reply to: Í fréttum er þetta helst #57828
    Sissi
    Moderator

    Mammut RescYou: http://www.trailspace.com/articles/2012/07/29/or-preview-climbing-gear.html

    Discuss.

    (Sumt af hinu dótinu er skemmtilegt, t.d. línupokinn frá Arcteryx. Og ég sá svona léttasta hjálm í heimi í eigin persónu, sjitt hvað hann er ljótur)

    in reply to: Gufunesturninn #57823
    Sissi
    Moderator

    Jæja kappar, nú er tíminn til að pæla í klifurturninum ef menn vilja gera endurbætur. Veit ekki með drumba og pælingar en það væri amk frábært að pæla í að besta vatnsleiðslurnar eitthvað, skella kannski stútum á þetta, og einnig að laga kjúklinganetið.

    Þá ættum við að fá jafnara og breiðara ísþil.

    in reply to: Þumall #57787
    Sissi
    Moderator

    Sæll.

    Hér er grein á ísalp: https://www.isalp.is/frettir/13-%C3%9Eumall,%20j%C3%BAl%C3%AD%202001.html

    Hér er nákvæmur leiðarvísir (júní 1981) sem er aðgengilegur ef þú ert skráður í ÍSALP (mæli með því, fínir afslættir, ársrit, viðburðir og fleira fínerí): https://www.isalp.is/efni/arsrit.html

    Athugaðu að staðsetning og eðli klifursins gerir það alvarlegt þó að tæknilega gráðan sé kannski ekki há. Menn þurfa að vera vanir að klifra í dóti, henda upp stönsum og sigankerum.

    Have fun.

    Sissi

    in reply to: jöklatjöld fyrir kvikmynd #57786
    Sissi
    Moderator
    Freyja Vals Sesseljudóttir wrote:
    Já ég geri mér fulla grein fyrir því, er að fara á námskeið í að tjalda svona tjöldum. Ég er líka búin að tala við mountainguides og þeir eru að athuga málið fyrir mig. Málið er bara að ég vil fá sem mesta feedback af því að ég veit ekki hvort þeir geti lánað mér búnað svo að mér datt í hug að auglýsa hér.

    Leikmyndadeildin er líka mjög pró í þessu verkefni, allir þaulvanir og vanir að meðhöndla dýrmæta hluti :)

    kv
    Freyja

    http://www.visir.is/langjokull-gleypti-tokustad-frosts/article/2012706059985

    Sama dæmið? Þetta lítur mjög pro út amk…

    in reply to: Vorskíðun #57774
    Sissi
    Moderator

    Hekla í gær, komum 1987 módeli af Róver á harðpumpuðum 33″ upp að Litlu Heklu með einni smáfestu.

    Stórskrýtið að skinna, hlóðst hrottalega í skinnin um mitt fjall. Snjórinn hefur lítið sem ekkert minnkað þarna síðan í byrjun apríl, af nógu að taka.

    Færið var vindpakkaður nýr snjór ofan á slush, og þetta combó var bara furðu gott. Þetta pakkaðist í stífri austanátt svo það er smá snjóflóðahætta vestan megin í toppahryggnum, ég myndi amk sleppa því að vera að skera brekkurnar þar mikið. (Svona var þetta í gær).

    Eitt besta öryggisatriðið þegar hefðbundnum öryggisatriðum sleppir er náttúrulega: Haul ass!

    Hljómsveitin GDÁF tók þrjú lög á toppnum, Styrmir söngvari, Keli í tveggja-handatækni lúftgítarsólói, Katrín grúppía sem stalst upp á svið, Lonný á kontrabassa og Rúnar slagverksleikari frá Jamaica

    527855_10150969133412152_654487151_11956785_132650118_n.jpg

    in reply to: Vorskíðun #57772
    Sissi
    Moderator

    Admin – eyða?

    in reply to: Vorskíðun #57770
    Sissi
    Moderator

    Admin – eyða?

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57767
    Sissi
    Moderator

    Heyrst hefur að einhverjir hafi látið verkin tala í öryggismálum á Hnjúknum. Er þetta eitthvað sem menn vilja deila með bekknum?

    in reply to: Vorskíðun #57763
    Sissi
    Moderator

    Við erum kannski ekki þeir frumlegustu en ég fór í þriðja skiptið í vor á Skálafell og tókum norður-suður combóið. Norðurbrekkan stendur fyrir sínu og enn hægt að skíða niður að á, færið sunnanmegin var orðið helvíti leiðinlegt í pistunum, mjög öldótt og fönký.

    166741_10150961336142152_654487151_11933488_414635414_n.jpg

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57728
    Sissi
    Moderator

    Það er löngu tímabært að hnykkja á þessu, við skulum ekki missa sjónar á því.

    Þeir sem hafa verið mikið á ferðinni þarna á vorin hafa flestir orðið vitni að bókstaflega glæpsamlegri háttsemi fólks sem kallar sig „gæda“ en hefur kannski lítið sem ekkert til að bakka það upp.

    Mér er í fersku minni gaurar með nokkrar línur sem mixuðu brjóstbelti á kúnnana úr prússik og pökkuðu svo saman línunum á toppnum og sendu alla niður lausa „því maður lendir ekki í sprungu á leiðinni niður“.

    Umræða er góð, við skulum ekki gleyma því. Og ég held að ef þessi umræða verður til þess að almenningur sé líklegri til að athuga hvort leiðsögumaðurinn þeirra sé traustins verður sé það hið besta mál.

    Það er í raun magnað að það hafi ekkert verulega slæmt gerst þarna miðað við apakettina sem eru þarna á ferðinni með hópa.

    Og nú vil ég taka fram að það er allt í lagi að vera apaköttur með vinum sínum ef maður fer eftir gullnu reglunni: „bannað að slasast“ og er ekki að fá greidd laun.

    Það fylgir ábyrgð því að vera í hlutverki leiðsögumannsins.

    in reply to: Sydstasula this WE #57714
    Sissi
    Moderator

    I met you up there, it was a great day! And when I met you a big group was climbing the ridge, so there was probably closer to 20 people there. Definitely the first time that I get a nice skin track in the mountains here from other groups.

    Nice pictures.

    in reply to: Vorskíðun #57705
    Sissi
    Moderator

    Ég hef horft á þessa línu í Kerhólakambi síðan ég man eftir mér, hélt alltaf að hún endaði í einhverju rugli. Var þetta worth it? Virkar eins og svolítill hliðarhalli þarna efst. Hefur þetta verið farið áður?

    Skemmtileg vídeó.

    in reply to: Vorskíðun #57696
    Sissi
    Moderator

    Syðstasúla var príma í dag og mikil traffík á fjallinu. Við vorum sjálfsagt átta og hittum fjóra tveggja manna hópa. Reiknið nú.

    in reply to: Vorskíðun #57695
    Sissi
    Moderator

    Það hlýtur nú að hafa minnkað eitthvað snjórinn á leiðinni upp að litlu Heklu á þessum tveimur vikum síðan ég var þar.

    Annars fórum við Katrín á Skálafell í dag, reyndum að miða á línuna sem Arnar Gauti fór upp. Skelltum okkur niður 2-300 metrum vestan við mastrið og komum niður alveg við Svínaskarðið. Skárum svo upp hlíðina og beint upp að mastri. Niður suðurhlíðina. Þetta hefur tekið svona 3-3,5 tíma held ég. Nóg eftir af snjó.
    [attachment=443]katrinskalafell.jpg[/attachment]

    in reply to: Ísaðstæður #57665
    Sissi
    Moderator

    Mánudagur 9. apríl – er einhver að pæla í þessu ennþá?

    560789_10150798566832152_654487151_11637055_897334898_n.jpg

    in reply to: Vorskíðun #57654
    Sissi
    Moderator

    Fullt af snjó í Heklu, kíktum á föstudaginn langa undirritaður, Katrín, Skabbi og Hrönn, en snérum við í ca. 1.050m vegna rigningar, þoku og vinds. Ágætt rennsli niður í bíl.

    Slóðinn upp að Litlu Heklu er aðeins fær frekar öflugum bílum. Við vorum á 38″ í 6 pundum frá Suðurbjalla en þar þurfti að nota slatta af hestöflum til að komast upp brekkuna úr gilinu. Hún er full af snjó og vel brött en stutt. Þaðan þarf víða að keyra á snjó með hraunkantinum. En þetta verður sjálfsagt mjög fljótt að breytast næstu dagana og vikurinn tekur við allri vætu svo trúlega verður þetta þurrt og fínt um leið og snjórinn er farinn.

    in reply to: Skarðatindar #57642
    Sissi
    Moderator

    Ég fagna því að Hardcore H. Hardcoreson láti sjá sig hérna á vefnum, mætti alveg endilega vera oftar. Og að þessu sinni að bauna á sjálfan PS. Gaman að því.

    Annars vona ég að BH hafi ekki tekið upp siði Hardcore í myndatökum líkt og í klifurlýsingum, sbr. hér að ofan.

    Verulega töff, ég er á bömmer yfir því að sitja í sollinum meðan svona flottar leiðir eru klifnar.

    Congrats.

    in reply to: Vorskíðun #57632
    Sissi
    Moderator

    Þetta er hrikalega flott leið.

    Ég skinnaði á Móskarðahnjúka í dag. Hitt 2 gaura til, Magnús og Víði (? maniggi). Það má nú ekki leysa mjög mikið í viðbót til að þessi láti verulega á sjá, nægur snjór uppi en það er lítið eftir meðfram gilinu niðurfrá.

    Færið var hart en ekki ísað með örlitlum salla af nýju hér og þar í lægðum sem gerði gæfumuninn. Bara ansi fínt, merkilegt nokk.

    Vorskíðun er málið þessa dagana – go go go.

    Sissi

25 umræða - 101 til 125 (af 660)