Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
SissiModerator
Jamm – þá geta Góli og félagar sagt línuna sem maður hefur svo oft heyrt fyrir norðan: „You should have been here yesterday!“
Siz
SissiModeratorÝringur var skemmtilegur á laugardaginn, fór með Freysa og Retro (Bjögga). 3 spönn eðal. Kertið í 4 spönn var ekki í aðstæðum og ekki heldur efsta spönnin, þunnt, kertað og stökkt = beiluðum.
Glymsgil var þokkalegt á sunnudaginn, ekki komnar neinar mega-aðstæður þar samt. Ágætt í leiðinni sem við Freysi klifruðum samt, vinstra megin við hornið áður en gilið verður alveg þröngt.
Sissi
SissiModeratorBara til að hafa það á hreinu – mér finnst virðingarvert að menn nenna að tékka á þessu og allt það. Bara glatað hjá þeim að gefa okkur ekki aðeins betri díl en „almúganum“
SissiModeratorHmm – http://www.skidasvaedi.is/
Ísalp fær sem sagt sama díl og allir aðrir sem kaupa fyrir jól…
SissiModeratorNibb, þetta er frá 1936. Magnaður skítur. Geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, skaut á Svínafellsj. en það passar einhvern veginn ekki miðað við samanburð á öðrum myndum sem maður á. Maður verður líka að taka mið af því að skriðjöklarnir voru að teygja sig mun lengra á þessum tíma…
„Jæja, kominn með stafinn og reddí í jöklaferðir“
Magnað…
SissiModeratorHmm – ég verð nú fjarri góðu gamni en á 5 brand-spanking-new BD Turbo Express 16 cm, ónotaðar, með plastinu og tappanum.
Voru frekar dýrar í sumar þannig að ég þyrfti að fá 7000 kall á stk.
Ekki svo slæmt miðað við amk. 10.000 kall í Útilífi (og þær eru ekki til þar). = amk. 30% afsláttur.
Sissi s:844-4893 / skrufa at vonlausa punktur org
SissiModeratorVerður dagurinn áfram á sama verði?
Annars kíkti ég uppeftir í gær, nýja lyftan lúkkar ekkert smá vel. Hún liggur úr gilinu, hægra megin, á svipuðum stað og gamla, og upp á topp, þar sem gamla topplyftan var.
Búið er að breikka öxlina frá toppnum niður að gömlu lyftu og jafna hallann. Bætist við fín brekka þar. Einnig er hægt að renna sér niður í Suðurgil. Svo er náttúrulega besta brekka svæðisins þarna beint framaf. Spurning hvort lítil grey með lausa hæla leggja í það.
Þetta er ótrúlegt mannvirki. Gamla lyftan lítur út eins og jöklalyfturnar í Kelló í samanburði. Myndir af framkvæmdum á skidasvaedi.is.
Síðan er kominn vegur via Suðurgil upp á topp sem býður upp á skemmtilegt downhill á hjóli + vorskíðun á bíl.
Snjóalög á svæðinu eru prýðileg enn sem komið er, hefur örugglega verið þokkalegt rennsli í síðustu viku.
Svo má til gamans geta þess að við héldum reisugill, klifruðum upp í toppstöðina með köku með kertum á, rótsterkt kaffi og fínerí
SissiModeratorBannað að nota lappir í stiganum.
Bannað að lesa R&I nema í Ísalp.Þetta segir sig sjálft.
SissiModeratorSetja leiðarvísana inn í pdf – oh boy hvað ég yrði glaður…
Sissi
SissiModeratorMættum upp á Select á einhverjum óguðlegum tíma, eftir fínt kvöld á Airwaves. Fallegt veður á fjöllum. Þoka í Þórisjökli þannig að við vorum komnir alveg upp að Birkitrénu þegar við loksins fengum staðfestingu á því sem allir óttuðust: að Angelina Jolie er maður. Grín – það var sem sagt ekki arða af ís í leiðinni.
Nema hvað, menn hressir á því og var því brölt upp gilið við hliðina. Fínt 3 gráðu brölt kannski með einu hafti, ágætlega langt og góður ís/snjór.
Allir bara nokkuð sáttir held ég, betra en að hanga heima.
Sizmeister 2K
SissiModeratorLeikritið: Myndadrama á myrkum haustdögum
Persónur og leikendur: Vefurinn (Við), Flugurnar (Myndirnar hans Palla), Köngulóin (Hrappur).Leikritið fjallar um Könguló sem reynir að klófesta flugur en vefurinn bregst og þær sleppa.
Í Myndadrama á myrkum haustdögum II verður vefurinn boltaður í vegginn. Þá sleppa engar flugur.
SissiModeratorIss – ég er oft búinn að senda myndir. Þetta eru bara cooontrí fordómar. Halli G fílar bara Scooter og Steppó AC/DC…
SissiModeratorEmmitt…
SissiModeratorEf einhver ætlar á annað borð að lýsa aðkomu hérna – þá er ég mjög forvitinn með þetta Akranesdæmi sem Freon var að minnast á. Hvar eru Skagamenn að klippa í bolta? Einhver hélt því fram að þetta væri í einhverjum dal í Hafnarfjalli.
Er þetta eitthvað snjallt / veit einhver hvar þetta er?
SissiModeratorDittó
SissiModeratorHvað er með þetta „malbika hálendið“ og „hamborgarasjoppu í Þórsmörk“ kjaftæði? Kemur það málinu við? Kúbein og guð má vita hvað.
Hvernig væri að í stað þess að menn sitji fyrir framan tölvuskjái myndu þeir:
1) Fara og kústa helvítið – það hlýtur nú að mega?
2) Setja upp nokkra toppbolta – það er bara öryggismál, eykur traffík og ætti ekki að trufla neinn sem vill búa til megintrygginu sjálfur.
Ég nenni ekki að hætta mér út í hina sálmana, sálma satans, en mér finnst ágætt hjá Palla að hrista upp í mönnum með þetta við og við. Það að geta ekki rætt þessa hluti á málefnalegu nótunum er einfaldlega asnalegt.
Það er sjálfsagt enginn að tala um einhver spjöll þarna á þeim leiðum sem eru fyrir / potential leiðum.
Vantar eiginlega lögfræðilegt álit frá Skúla hvort rétt sé að beita gagnályktun á að aldrei verði boltað þarna, þ.e. að toppankeri falli undir klausuna, eða að aðeins sé rætt um millitryggingar og skýrt þá út frá anda laganna, þ.e. að toppankeri séu í lagi.
Meiri traffík um Stardal => fleiri klifra => fleiri þekkja svæðið => betra fyrir klifursamfélagið og betra fyrir varðveislu svæðisins.
Þar af leiðir: [Traffík = góð]
Einnig má bæta við: Einhver setur í kunnáttuleysi upp lélegt teip, dettur á hausinn og drepst = slæmt.
Vona að þetta sé ekki of flókin stærðfræði fyrir neinn.
Kústum hamarinn og dúndrum svo upp nokkrum toppboltum þarna – þaggi? Ég mæti, get samt verið sjálfur á bíl
Sissi – as softcore as they come
SissiModeratorÉg lít svo á að allir sem fara á Hnjúkinn héðan í frá séu bara að fara á minna fjall
SissiModeratorMiðað við svar GIMP – hvernig ætli hinn gaurinn sem Skúli baunaði á í dag, á þessum fagra degi í borg óttans, eigi eftir að taka því? Hugsa að hann sé ekki sáttur þessa stundina.
PS – Gimp – ég fékk flashback um próflestur í maísól og kaldan svita við lestur pistilsins
SissiModeratorHmm Himmi – eins og segir í dægurlaginu Hljóð vísindanna eftir Skepnudrengina;
„Right up to your face and dissed you“
SissiModeratorNota hjálminn krakkar. Slæm höfuðhögg geta valdið framsóknarmennsku…
(úff, núna opnaði ég ormapytt)
SissiModeratorKlifraði í Orpierré um árið með Kristínu Mörthu, systur hennar Hrefnu og Söru hinni ensku.
Skemmst frá því að segja að þetta svæði er alveg frábó. Lítið þorp og klifursvæðin raðast í kringum það. Fínt tjaldstæði og hægt að labba í alla kletta þó að þetta hafi nú verið góður hálftími í það sem var lengst frá. Stutt í flest þó. Æðislegt kaffihús með mögnuðu salati, kjörbúð og bakarí. Þar horfði maður á HM með lókalnum ef það varð of heitt yfir hádaginn. Lókallinn var vingjarnlegur (ef menn sakna hálfvitanna er ekki nema 1-2 tíma akstur á túristastaði við sjóinn).
Endalaust af leiðum, eitthvað fyrir alla. Alveg frá slöbbum sem er hægt að labba upp í einhverja yfirhangandi geðveiki.
Slatti af 2 spanna leiðum og KMH og Sara klifruðu einhverja 5 eða 6 spanna sportleið sem var mjög flott. Allt rosa vel boltað og fínt, þið þurfið samt allavega tvöfalt fleiri tvista í spönnina þarna miðað við Valshamar eða Hnappavelli.
Mæli meðissu…
Sissi
SissiModeratorÞetta var reyndar Greyboy Allstars í Óshlíðinni sögufalsari
SissiModeratorÞað fer nú hver að verða síðastur – eriggi frumsýning á fimmtudag?
Þarf ekki þá bara að redda forsýningu á Kill Bill 2 af því að sætar stelpur eru klárlega hluti af áhugasviði ungra fjallamanna…
SissiModerator„You say you do this for fuuun? You must be on crack. I ain’t never leaving the south again…“
-
HöfundurSvör