Sissi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 451 til 475 (af 660)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Helgin #52164
    Sissi
    Moderator

    Nafnafastistinn kominn upp í mér.

    Við fórum línu sem er í miðjunni inni í hvelfingunni fyrir innan Stíganda. Einhversstaðar sá ég að ein línan í þessari skál heitir Frosti. Þekkir einhver nöfnin á þessum þremur?

    Lengst til vinstri endar í ansi mögnuðu þaki, línan í miðjunni er frekar feit og lína með miklu rennsli lengst til hægri. Sést glitta í toppana á þeim á þessari mynd (gömul) http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=158546.

    Síðan fórum við meiri alpafílings mixleið handan við hornið (innar), svo sem ekki víst að það heiti neitt.

    Kannski að Palli, Olli og félagar þekki nöfnin á þessu?

    Kveðja,
    Siz

    in reply to: Helgin #52163
    Sissi
    Moderator

    Beisik dagur á fjöllum.

    Siz

    in reply to: Fréttir af Ísalp-klifri? #52115
    Sissi
    Moderator
    in reply to: Fréttir af Ísalp-klifri? #52100
    Sissi
    Moderator

    Ég hitti Gulla með kúlu á hausnum í dag niðri í bæ, hann verður samt að segja frá því sjálfur hvort það er eftir klifrið eða jólaglöggið.

    Aðventuklúbburinn lagði leið sína í Tindfjöll, reyndar aðeins dagsferð í þetta skiptið vegna skítviðris á föstudaginn. Steppo, Hálfdán, Siggi Skarp og Kiddi Gylfa ásamt undirrituðum.

    — Veðurguðirnir eru hættir að ganga vel um skálann. T.a.m. mokaði ég sl. laugardag upp 10 skóflum af harðtroðnum snjó úr kojunni sunnanmegin. Bendir til þess að þarna hafi ekki verið á ferðinni fjallamenn sem eru ekki almennilega „orðvanir“ nýlega. —

    Bættum líka slatta af brenni undir kojuna og settum nýja kamínuhringinn á sinn stað. Hann fellur ekki ofan í ysta hringinn, þarf líklega að taka hann í bæinn í síðar og renna aðeins betur af honum. Held að þetta sé vel brúklegt samt í bili.

    Það hafði skafið aðeins inn um viðgerða gluggann (kannski gerðist það áður en það var skipt um?) og örlítið inn um gluggan á svefnloftinu líka.

    Annars er þetta bara í sæmilegu standi þarna, nýja millihurðin og glugganir líta prýðilega út.

    Skíðuðum nokkrar ferðir fyrir ofan Miðdal í fínu púðri ofan á hörðu og flúðum síðan í bæinn undan fjórða óveðri vikunnar. Hinn besti dagstúr og miklu betra veður en spáð var.

    Kíktum inn í nýja flubbaskálann – það er nú hálf sorglegt um að litast þar. Hurðin var opin og skálinn fullur af snjó sem hafði skafið inn um óþétta veggi og hurðina. Við erum að tala um rúmmetra. Fer örugglega ekki vel með gólf og veggi. Bundum hurðina aftur en gátum lítið meira gert fyrir greyið.

    Siz

    in reply to: Fjölspannaleiðir fyrir byrjendur #52074
    Sissi
    Moderator

    Ótengt mál – vöruhúsið hjá Alpinist brann svo þetta væri ekki slæmur tími fyrir þá ef menn myndu gerast áskrifendur, sem hafa á annað borð áhuga á slíku.

    Í nýjasta tölublaðinu er grein eftir Ines Papert og að mér sýnist forsíðumynd úr Kinninni.

    Besta fjallamennskublað heims skv. heimsþekktum mönnum á borð við Harald Guðmundsson og hinum eilítið minna þekkta Reinhold Messner.

    http://www.alpinist.com/

    „Ines Papert had always dreamed of the perfect ice climb–until a trip to Iceland with Audrey Gariepy taught her she’d have to create it herself.“

    Siz

    in reply to: Fjölspannaleiðir fyrir byrjendur #52073
    Sissi
    Moderator

    Það er ansi skemmtileg leið inni í Kjós, vestanmegin, sem heitir Spori, er í svona skál ofan við einn bæinn þarna, maður rekur augun í smá ís þarna frá veginum.

    Skemmtileg leið og klifrast í 2 spönnum ef það er ekki allt troðið af snjó þarna. Alltof sjaldan klifin (bóndinn sagði að hann hefði bara séð einhverja kana þarna fyrir nokkrum árum þegar við vorum á ferðinni)

    http://gallery.askur.org/main.php?g2_itemId=158375

    SF

    in reply to: viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina? #52063
    Sissi
    Moderator

    Flott framtak!

    SF

    in reply to: Nethornið – RSS fyrir isalp.is #52017
    Sissi
    Moderator

    Það er hægt að editera þetta eitthvað með því að logga sig inn þarna, þarf sjálfsagt að bæta þetta eitthvað til þess að hann fatti þegar nýtt item birtist innan þráðar osfrv.

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51940
    Sissi
    Moderator

    Karl – það er ansi persónulegt þegar þú bendir á einn mann og segir hann ganga illa um. Það var víst strokið af bekknum í stofunni og gólfin voru sópuð tvisvar – nú ferð nú hreinlega með rangt mál.

    Maður spyr sig af hverju þú ákveður að draga einhverjar yfirsjónir í annars mjög góðum viðskilnaði að mínu mati fram – þegar gestir síðustu helgar brutu tvo glugga, eyðilögðu helluborð, brutu hring í kamínunni (hvernig er það hægt?) og rústuðu millihurð?

    Mér er umhugað um orðstír minn og tek svona sneiðum illa þar sem ég var skálavörður í öðrum skála til margra ára og hef því oft þurft að þrífa upp skítinn eftir aðra (stundum bókstaflega) ásamt því að eyða mörgum helgum með hamar eða skóflu í hendi.

    S

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51936
    Sissi
    Moderator

    Æi veistu mér finnst bara massa súrt að eyða exta tíma og fyrirhöfn í að ganga vel frá þarna þegar menn sjá bara eitthvað sem okkur Ragga tókst að missa af í tveimur góðum yfirferðum.

    Er bjórglasið hálf tómt Kalli?

    S

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51934
    Sissi
    Moderator

    Það skrifast nú á mig ef það var eitthvað drasl þarna inni, en ég sópaði skálann, þurrkaði af borðum og úr glugga, reisti við allar dýnur, tók léttan snúning á eldhúsinu, kvittaði í gestabók og taldi mig vera að skilja betur við en þegar ég kom að skálanum. Bar einnig fullan poka af drasli úr skálanum (ekki okkar) labbandi niður.

    Ekki veit ég hvar snjórinn og matarleyfarnar leyndust (í eldiviðargeymslunni kannski?) eða hvort þetta er hefðbundið Ársælsdiss svona fyrir flugeldana.

    En það voru bara tveir Ísalparar í skálanum um helgina, engir Ársælsmenn.

    Sissi

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51931
    Sissi
    Moderator

    Við Raggi gistum í skálanum um helgina, vorum ásamt Dóra, Geira og Jóni Ársælsmönnum með fjallamennskunámskeið fyrir vel á þriðja tug nýliða.

    Alltaf fínt að gista þarna uppfrá, náðum hita við sperru í 20 gráðurnar. Dýnurnar eru eðall, held að þær hafi ekki verið komnar síðast þegar ég var þarna á ferð. Það var blautt á föstudeginum og síðan massa kalt um helgina, vindmælirinn var pikkfrosinn fastur. Brenni í skálanum er orðið mjög lítið.

    Hitti Palla og Olla, Palli sagðist hafa verið að draga Olla út að viðra hann aðeins því kallinn væri orðinn svo hel latur á sextugsaldrinum.

    Hallgrímur og Kalli skelltu svo nýrri millihurð í skálann, komu með nýjan opnanlegan glugga og flunkunýtt helluborð. Kempurnar voru allar á leið í Miðdal að éta selshreifa og hreindýr og upplifa karlmannlega nekt í sinni fegurstu mynd. Hugsið Davíðsstyttan, já eða grísk goð.

    Ég er síðan á leiðinni uppeftir aftur fyrir jól í árlega ferð með aðventuklúbbnum, hvar planið er að skíða, klifra og drekka smá bjór jafnvel.



    Varðandi þetta skálamál, ég hef svo sem enga harða með eða á móti skoðun. Svo sem ágætt ef þetta plan gengur eftir og við höfum sama aðgang að skálanum áfram, nema hann yrði í toppstandi. Spurning hvort það verður svo. Eitthvað hlýtur bisness planið hjá FÍ að vera. 1) Leigja skálann massíft mikið. 2) Að þarna séu framtíðarverðmæti = stöðutaka í staðsetningunni.

    Dettur því strax í hug tvennt við að lesa þessar pælingar.

    Mínar þarfir fyrir þennan skála er að hann sé aðgengilegur okkur (það er voða fínt að hafa greiðan aðgang að skála á svona stað sem er lítið notaður) og í sæmilegu standi. Mér sýnist, þrátt fyrir að vera ekki iðnaðarmaður, að það þyrfti ekki að gera neitt stórkostlegt til að gera þetta þokkalegt. Aðeins að sjæna til og bera á. Framkvæmdalán upp á 0,5-1 mio er engin gríðarlega greiðslubyrði en fyrir það mætti gera margt. Hálf í 10 ár á krappí vöxtum kostar rúman 7 þús kall pr. mán. í upphafi lánstíma.

    Hitt er að það kæmi mér ekkert stórkostlega á óvart þó að þessi skáli yrði talsvert verðmætari eign eftir 5-10 ár. Menn eru að sækja sífellt lengra og hærra til að finna sér góðar eignir, í þessu samhengi þarf ekki að horfa lengra frá Tindfjöllum en í Fljótshlíðina, þar sem er komið upp ríkramanna sumarbústaðarbyggð með lágmark kílómeter milli bústaða.

    Maður spyr sig því hvort þessi staðsetning gæti ekki orðið verðmæt þegar fram í sækir?

    Ég hef hinsvegar ekki allar forsendur til að meta þetta og auðvitað á stjórnin að kanna alla möguleika til að reka klúbbinn sem best. Svona umræður eru af hinu góða.

    Hils,
    Sissi

    in reply to: ísaxir #51858
    Sissi
    Moderator

    Retro er kannski kominn með snjallt nýtt spakmæli þarna:

    „Ekkert hardcore – bara carbon“

    in reply to: Niðurstöður könnunar liggja fyrir #2 #51798
    Sissi
    Moderator

    ÍSALP – BARA FYRIR AFA ÞINN!

    Done

    in reply to: Beckoning Silence #51821
    Sissi
    Moderator

    Þess má líka geta, fyrst verkfræðingurinn knái er vaknaður úr dvala, að Ísland er 1 E+11 m².

    Þið sjáið því að þetta tengist allt í eina cosmíska ræs krispísköku.

    Kveðja,
    Siz

    in reply to: Amadablam #51809
    Sissi
    Moderator

    Beisik!

    Siz

    in reply to: Olli búinn með 100 tindana. #51741
    Sissi
    Moderator

    Til hamingju með þetta glæsilega mission og afmælið. Þú ert klikkaður og gerður úr einhverju allt öðru en við hinir (kevlar, karboni og kjarnorku – k-in þrjú myndi Umferðar Einar eflaust segja)

    Congrats, ótrúleg harka.

    Sissi

    in reply to: Austanáttin er oft hvöss í Tindfjöllum #51738
    Sissi
    Moderator

    grilla -aði (sagnorð)

    -að elda mat
    -að grínast á umræðuvef

    Eina skíðasvæðið (með stóru essi) á Íslandi er fyrir norðan, við þurfum bara að leggja góðan veg þangað, yfir Kaldadal og vestur með Langaskafli.

    Siz

    in reply to: Austanáttin er oft hvöss í Tindfjöllum #51736
    Sissi
    Moderator

    Já þessi 0,1 m/s sem meðalvindurinn er meiri í Tindfjöllum en í Bláfjöllum fer alveg gjörsamlega með þetta. Maður skíðar bara ekki í 7,5 m/s, bara í 7,4 m/s ;)

    in reply to: Allt er í heiminum hverfult… #51732
    Sissi
    Moderator

    Hvernig væri að taka létt svona flipp á stóra skafli í vor til að vekja athygli á Ísalp?

    Sissi – flipp

    in reply to: Að sjálfsögð náið Leifur toppnum!!!! #51718
    Sissi
    Moderator

    Til hammara Leibbi! Hárfegursti Íslendingurinn yfir 8000 ;)

    Siz

    in reply to: Hver er Dominique Guðmundsdóttir? #51726
    Sissi
    Moderator

    PS – til netnefndar: Plís plís plís leyfa lágmarks html, linka, strong og em og þannig, í innsláttarglugga, og síðan væri vel þegið að hafa rss feed fyrir þá sem lesa uppáhalds síðurnar sínar í gegnum lesara.

    Bæði einfalt (html-ið er væntanlega útilokað sérstaklega) en rosalega basic að hafa.

    Siz – netnörd

    in reply to: Leifsbók #51700
    Sissi
    Moderator

    Úff hvað þetta hlýtur að taka á sálina.

    in reply to: Ársrit og kynningarkvöld #51683
    Sissi
    Moderator

    …eigið skilið klapp á bakið.

    *klapp*

    Siz

    in reply to: Þríhnjúkahellir #51675
    Sissi
    Moderator

    Ég fór þarna niður með stórskemmtilegum mönnum á sínum tíma (2000?), Freoni, Neoni, Ása, Himma, Rúnari Ómars og einhverjum kjöppum. Á tímum hins stórmerkilega fjölmiðlaveldis Adrenalíns.

    Þetta var nú svona „nóg að gera einu sinni“ reynsla, skemmtilegt að hafa komið þarna niður og prýðilegasta júmmæfing. Eitthvað við nagaðar línur sem er ekkert spes.

    Ef einhver myndi taka sig til að steypufóðra gíginn sjálfan væri þetta sjálfsagt meira hressandi.

    Bendi bara þeim sem langar að tékka á þessu á að vera endilega húkkaðir í 2 spotta í júmminu.

    Siz

25 umræða - 451 til 475 (af 660)