Sissi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 376 til 400 (af 660)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Þjórsárdalur… #53395
    Sissi
    Moderator

    Mega.

    in reply to: Íslenski ísrakkurinn #53385
    Sissi
    Moderator

    Ég hélt að þú myndir segja kúmen-te með 50% vinstri beygju olíu, fífíkrók, títaníumskrúfur og átaksskaft til að snúa þær inn. Og náttúrulega góða skapið.

    Hélt samt að Halli hefði verið stressaðri með 120 metrana fyrir neðan en 60 metrana fyrir ofan. Kannski ætti Halli bara ekki að taka neina Sissa með, svo hann gleymi sér ekki í bröndurum og sögum?

    Sissi

    in reply to: Klifurhúsið í stærra húsnæði #53366
    Sissi
    Moderator

    Talandi um innanbæjaraðstöðu, getur ekki einhver tekið að sér að læða vatnsleiðslu á svona 100 m kafla í norðurhliðina á Úlfarsfelli?

    in reply to: Recall á nýjum Jet-Boil #53336
    Sissi
    Moderator

    Jamm, það er ekkert óeðlilegt að það komi svolítill blossi, enda keppnisgræja.

    in reply to: Ís-helgin-aðstæður #53279
    Sissi
    Moderator

    Spurning um að fara að skella sér í Kjósina, mig vantar twista og skrúfur

    in reply to: Ís-helgin-aðstæður #53275
    Sissi
    Moderator

    Eitthvað að gerast með Stækkum Straumsvík?

    in reply to: Splitbretti Interface, Skyn og Crampon #53263
    Sissi
    Moderator

    Þú þarft eiginlega að fara að gefa mér eitthvað nýtt efni, þetta fer alveg að verða pínu þreytt. Nei hvað er ég að segja, góð vísa…

    Það er allt að vera vitlaust!

    in reply to: skarðsheiði #53270
    Sissi
    Moderator

    Töff stöff!

    Skabbi tekur líka með nóg af remúlaði og gott er að hafa eins og einn einskíðung svona upp á lúkkið.

    S

    in reply to: Splitbretti Interface, Skyn og Crampon #53260
    Sissi
    Moderator

    Robbi ætti nú bara að halda sig við stöðupendúla og þvottavélar…

    in reply to: skarðsheiði #53265
    Sissi
    Moderator

    Voru þær með kanínueyru og kokteila?

    in reply to: Splitbretti Interface, Skyn og Crampon #53255
    Sissi
    Moderator

    Ahhh, mikið er hressandi að sjá sjálfan Don brettanna hérna á Ísalp, Geira Formann, ekki bara Björk eitthvað að tuða um að það sé töff að skíða í plóg ;)

    Terminator

    in reply to: split kit #53250
    Sissi
    Moderator

    Man ekki betur en að Freysi formaður eða Jón Heiðar eigi svona kit sem er líklega uppi í hillu. Veit ekki um neinn sem hefur smíðað svona sjálfur.

    Á split board sjálfur. Hef ekki skoðað þessi kit sjálfur en líklega er gallinn við þau að kjarninn er frekar óvarinn fyrir raka og þá endist þetta líklega ekkert sérlega vel.

    Split boardið kemur prýðilega út, en maður finnur þó fyrir því í hörðu færi að þetta er ekki heilt. En hart færi er náttúrulega hundleiðinlegt.

    Helgi Hall er með fjallaskíðabindingar/ -skó á þessu sem virkar frekar sniðugt, maður þarf amk að hafa bindingar sem er hægt að losa vel upp á bakinu á til að það sé þægilegt að labba á þessu.

    Aðal týpurnar eru Burton S brettið og Voile. Burton hætti að framleiða interface kittið fyrir ca. 2 árum (plattarnir sem koma milli bindinga og brettis osfrv) og notast við Voile.

    Vona að þetta hjálpi.

    Sissi

    in reply to: WOW ný mynd #53241
    Sissi
    Moderator

    Fyrst við erum að tala um Finnan, Hardcore og Herra Christiansen, þá má vekja athygli á að Committed II er komin út, trailer á síðunni hans Dave MacLeod.

    http://davemacleod.blogspot.com/2008/11/committed-ii-dvd.html

    Svo er trailerinn úr Echo Wall myndinni sick, sérstaklega þar sem margir fylgust með því missioni síðan í vor þegar kappinn var alla daga á Ben að moka snjó. Gaman væri nú ef einhver myndi panta þetta og blása til bíókvelds?

    Hils,
    Sissi

    ps – það var blautt á Sólheimajökli í gær en hlýtt og gott í Hlíðarenda.

    in reply to: Hetjudáðirnar framundan #53212
    Sissi
    Moderator

    Er möguleiki að fá svona Hardcore-bol? Ég tek 3, einn Hardcore vs. Skeletor og tvo með vélbyssu.

    in reply to: Laugardagurinn: Hvað gerði fólkið #53208
    Sissi
    Moderator

    3 pics
    http://farm4.static.flickr.com/3283/2993858956_eb46287aed.jpg?v=1225586298

    http://farm4.static.flickr.com/3199/2993012177_f61837717a.jpg?v=1225586337

    http://farm4.static.flickr.com/3071/2993007963_ff3a3d3978.jpg?v=0

    Skildi betur hvað Ívar meinti þegar ég pompaði ofan í helvítis snjólænu í 300x skipti. Miklu skemmtilegra 2007 þegar maður tók bara þyrlu.

    Siz

    in reply to: Laugardagurinn: Hvað gerði fólkið #53206
    Sissi
    Moderator

    Góður dagur á fjöllum.

    in reply to: Silvretta bindingar #53120
    Sissi
    Moderator

    Stífu skórnir virka afar vel á split board OG það er hægt að renna sér þokkalega.

    Hliðarrennsil 4evuh

    in reply to: Slys í munkanum #53082
    Sissi
    Moderator

    Líka synd ef einhver drepur sig á henni.

    Munkinn er orðinn boltað sportklifursvæði núna, var kannski meira headpoint svæði í gamla daga skv. því sem ég hef heyrt og lesið. Æfðar leiðir í top-rope og svo hálf sólóaðar sumar hverjar. Ekki langt síðan ST+R dúndruðu boltum í nokkrar leiðir til viðbótar og svæðið breyttist við það.

    Sportklifursvæði eru einu sinni þess eðlis að fólk býst við því að þau séu örugg og hreinsuð (og kannski margir að klifra þar sem eru bara ekkert að spá í þessu).

    Reyndar heyrði ég einhvern tíman að hjónin Róbert og Sigurður hefðu verið að skoða þann möguleika að líma flöguna. Veit ekki hvort slíkt virkar eður ei.

    Bottom line – þurfum líklega að hafa svona svæði (Valshamar, Hnappó, Munkann, Vatnsdal etc) súper örugg og kannski fórna smá sögu í leiðinni. Enda búið að þrusa inn boltum þarna í leiðir sem voru dótaðar (sólóaðar) þegar menn átu nagla og skitu keðjum, eins og Skabbi orðar það.

    En gott að þú ert standandi í lappirnar Smári, frábært að heyra. Skjótan bata.

    Sissi

    in reply to: Mix-Boltasjóður #53073
    Sissi
    Moderator

    Vel gert stjórn!

    Nú er spurning hvort Robbi boltar í lóðréttu eða láréttu plani?

    Siz

    in reply to: Mix-boltasjóður #53037
    Sissi
    Moderator

    Nei nei, meiri umræður á tölvupósti, þetta er miklu skemmtilegra svona. Annars hefði t.d. aldrei náðst samstaða um að bolta mixleiðir í Lúsifer og Stikuna.

    Líka löngu kominn tími á smá málm í Skottinn!

    Siz

    in reply to: Tindfjallaskáli #53024
    Sissi
    Moderator

    Jæja, Robbi getur þá bara borgað mér árgjald fyrir að vera vinur minn, ég get þá kannski keypt mér eitthvað fallegt. Þvottavél með lóðréttum snúningsás t.d.

    Og svo finnst mér rosalegt að sjálfur gjaldkerinn sé ekki með svona lógó, nennirðu að haka við sjálfa þig áður en ég fer á límingunum?

    Þetta lógókerfi er æði, spinnast alltaf skemmtilegar umræður í kringum gjalddaga…

    SF

    in reply to: Tindfjallaskáli #53022
    Sissi
    Moderator

    PS – á ekki að fara að borga árgjaldið?

    in reply to: Tindfjallaskáli #53021
    Sissi
    Moderator

    Viðræður standa yfir um endanlega staðsetningu, þegar þau mál eru komin á hreint verður byrjað að rífa smá og kanna ástandið. Einnig eru styrkjaumsóknir á döfinni.

    Þegar þessi atriði eru komin á hreint er hægt að leggja niður grófa áætlun og svara restinni af spurningum þínum, þ.e. hvað við getum notað sjálfboðaliða í, hvar á að mæta og hvenær.

    Að öllum líkindum verður Guttormur byggingarstjóri.

    Síðan þarftu ekki annað en að skoða myndirnar af flutningnum til að sjá hvað við erum þaulskipulagðir ;)

    Kveðja,
    Sissi

    in reply to: 10 Tindar #52994
    Sissi
    Moderator

    Það eru flestar leiðir sem ég hef farið á Esjuna flottari en Þverfellshorn, finnst ykkur að það ætti kannski að vera Kistufellshorn eða Hátindur frekar?

    Annars er fjall sem mér dettur í hug, kannski soldið búðingafjall, en stendur hátt upp, er svipmikið, frábært útsýni og fyrirtaks skíðabrekka – Hekla. Hvað finnst ykkur?

    Svo er nú mikið af gæjalegu dóti fyrir norðan og eitthvað fyrir austan líka sem má ekki gleyma alveg…

    Hils,
    Sissi

    in reply to: Tindfjallaskáli kominn í bæinn. #52972
    Sissi
    Moderator

    Hlynur skellti inn nokkrum myndum líka: http://www.bh.smugmug.com/Agust%202008

    Svona aðeins til að útskýra hvernig þetta var gert, þá var keyrt uppeftir eftir vinnu á föstudegi og strax hafist handa við að færa hellur frá skálanum og moka frá. Það var klárað ásamt því að stífa hann að innan og tæma þarna um kvöldið. Unnið var aðeins fram á nótt. Gist í Miðdal.

    Daginn eftir var ræs upp um 6 og fljótlega hafist handa. Bjálkum var komið undir skálann, hann tjakkaður upp á þeim, settur niður á búkka og hreinsað undan honum svo hann stóð í 30-40 cm hæð. Stífað yfir þakið með ströppum.

    Heysispallur dreginn undir húsið með spili á bíl, meðan krani hélt við húsið. Húsinu slakað niður á pallinn.

    Strappað aðeins að utan og pallurinn síðan dreginn upp á bíl.

    Keyrt niður Tindfjallaveginn (sem var ansi slæmur) og í bæinn. Húsið komið á bílaplan um sólarhring eftir að lagt var af stað úr bænum.

    Meira um þetta hér: http://isalp.is/art.php?f=217&p=578

    Sissi

25 umræða - 376 til 400 (af 660)