Sissi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 301 til 325 (af 660)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Ask for Björgvin, the hunky guide!!! #54608
    Sissi
    Moderator

    Sjitt já. *Slef*

    in reply to: Klifur í sumar. Vídjó #54604
    Sissi
    Moderator

    Það er bara ekki rétt Gulli.

    in reply to: Klifur í sumar. Vídjó #54602
    Sissi
    Moderator

    Ég er nú ekki sammála Gulla, horfði á allt myndbandið og hafði gaman af. Það er alveg eitt semi stökk þarna.

    Progression var sýnd í KH á föstudagskvöldið og boðið upp á afbragðsgott popp og kók. Ótrúlega flott mynd, alveg sikk. Þar tekur Tommy Caldwell feitan dýnó einhverstaðar í kringum 10 spönn á Kafteininum, þannig að Gulli myndi líklega ekki sofna yfir þeirri mynd.

    Sissi

    in reply to: Myndasýning #54595
    Sissi
    Moderator

    Vel gert! Takk fyrir mig.

    in reply to: Breytt nafn á þræði = klór í kolli #54590
    Sissi
    Moderator

    Já ok, er hægt að breyta þessu?

    in reply to: Eftir basarinn situr eftir… #54589
    Sissi
    Moderator

    Annars hefði ég frekar lagt metnað í að fara erfiðari og flottari línur en að gera mér eitthvað erfitt fyrir með einhverjum extra líkamsæfingum. Fínt að gera telemarkbeygjur bara í ræktinni.

    En ég reyndar verð að taka undir það með stelpunum að mér finnst fleiri og fleiri af mínum rennslisfélögum vera farnir að fjallaskíða og taka telemarkið síðan með til að fara eitt gó á festivalinu…

    Og náttúrulega brjáluð sókn í fjallaskíðunum.

    in reply to: Eftir basarinn situr eftir… #54588
    Sissi
    Moderator

    Já ok, er þá ekki málið að sýna smá metnað og renna sér með blýbelti?

    :)

    in reply to: Klifur í tælandi #54573
    Sissi
    Moderator

    Dóri (Halldór Albertsson) verður sjálfsagt kominn heim fyrir þann tíma, hann er einmitt að klifra í Thailandi núna (er í 6 mán reisu með konunni).

    Ég klifraði 2 daga á Railay fyrir 2 árum, það var mega nice. Væri alveg til í að chilla það í mánuð, ehh strike that, ár.

    http://www.railay.com/railay/climbing/climbing_intro.shtml

    Sissi

    in reply to: Meira vídeó frá Íslandi #54542
    Sissi
    Moderator

    Við Freysi (að mig minnir – kannski fleiri) vorum fengnir til að rýna í time-lapse myndir af Svínafellsjökli í ágúst 2007 þegar Þjóðverjarnir týndust. RLR voru pínu kryptískir með hvað í fjandanum þetta væri og ég upplifði það einhvern veginn eins og þetta væri eitthvað leyndó.

    Minn peningur var á eitthvað listaflipp. :)

    Geðveikar myndir!

    Hvítt í Hlíðarfjalli og ekkert nema frost í kortunum. Fokk, þetta er að bresta á.

    Sissi

    in reply to: Bakpokar #54527
    Sissi
    Moderator

    Sammála strákunum, alls ekki reyna að kaupa fyrir fleiri en eitt sport. Kaupa fyrir það mikilvægasta/tæknilegasta (ísklifur) og sættu þig við að hann sé ekki perfect í restina. Eða kauptu marga poka. Ég nota mest 4 poka og enginn þeirra er fullkominn:

    1) BD Predator 55L
    Keypti þennan fyrir háfjallaferð og fattaði að hann var of lítill áður en ég fór frá klakanum. Nota hann í ísklifur. Kostir og gallar hafa komið fram hér að ofan, frábær poki, nokk léttur og einfaldur og allir fídusar sem þarf. Of stór, litlar smellur. BD rúla eiginlega.

    2) Lowe Alpin 40L
    Við Freysi keyptum báðir svona poka í Cham í byrjun aldarinnar. Hef notað hann fáránlega mikið, þægilegur og sniðugur poki. Notast nokkurra daga trek á sumrin, almenna fjallamennsku, útköll ofl. Aðeins meira djúsí ólar en á BD, broddapoki sem má nota fyrir allan fjandann, mjög einfaldur, ber skíði, bretti og allt slíkt mjög vel.

    3) Arcteryx Acrux ca 75L
    Fáránlega minimal og léttur, eiginlega risastór kajakpoki eins og hjá RÞ og BA. Arcteryx dót er ógeðslega töff, vandað og minimal. Átti að vera Pak pokinn minn en barst ekki í tæka tíð (hann hefur samt farið til Lahore og Islamabad án þess að hitta mig. Notast lítið því hann er bara of stór í nánast allt. (Skabbi var ekkert að minnast á 100L pokann sem hann á síðan hann var Norðmaður ;)

    4) Burton ca 15L
    Þetta er besti bakpokinn minn. Hann er örugglega 15 ára gamall og ég er búinn að misnota þennan poka í brettaferðir, hjólaferðir, fjallgöngur og allan fjandann. Ótrúlegt að hann hangir saman og sést lítið á honum. Burton eru alveg meðidda þegar kemur að léttum sportpokum.

    Enginn þessara poka er það sem þú ert að leita eftir. Hlutir sem mér finnst mikilvægir eru:

    -Léttur og ekki bulky
    -ca. 35-40L sjálfsagt optimal í ísklifur
    -hækkanlegt og fjarlægjanlegt topphólf!
    -axar og broddafestingar (BD snilld)
    -minimal, enga stupid aukafídusa og rennilása og hólf og kjaftæði

    Hils,
    Sissi

    in reply to: Mynd dagsins #54496
    Sissi
    Moderator

    mig minnir nú að títtnefndur Fjallaskarpur, sem löngum hefur verið talinn harðari en egg, hafi æmt, æjað, óað, dæst og sogið upp í nefið af svo miklum krafti síðast þegar Pulsararnir ógurlegu voru flexaðir í Kaldakinn (og ísfossinn þar af leiðandi barinn til óbóta með hnúum jafnt sem öxum), að Hlöðver bóndi að Björgum hafi haldið að það væri farið að gjósa.

    En Fjallaskarpurinn lítur ávallt best út í sínu náttúrulega umhverfi, það leikur enginn vafi á því.

    in reply to: Annað grjótglímu vid á vefinn #54480
    Sissi
    Moderator

    Massa skemmtilegt og mótiverandi!

    Sissi

    in reply to: Ég er að leita mér að ísklifur skóm. #54464
    Sissi
    Moderator

    Haltu áfram að gúggla Palli, fyrst það eru til túttur fyrir fólk með litla stóru tá hljóta að vera til extra wide stífir skór:

    http://gearjunkie.com/evolv-demorto-climbing-shoes

    Ég var eitthvað að leita að þessu og það er hellingur af fólki sem er að vesenast með svona sundfit, einn gæinn brá á það ráð að kaupa næsta númer fyrir ofan og lét svo skósmið stytta. Veit ekki hvort það er minna mál en að láta berja þá eitthvað út, en skósmiðurinn uppi í Össurri gerði ótrúlega hluti með skóna okkar fyrir Pak.

    Hils,
    Sissi

    in reply to: Vatnajökull í s/h #54409
    Sissi
    Moderator

    Þetta eru helvíti skemmtilegar myndir, fínt að hafa eitthvað að skoða svona á kvöldin. Smá samviskubit samt í gang yfir því að hafa hjólað Neshring í kvöld en ekki staðið á flottum tindi í Öræfum ;)

    Sissi

    in reply to: Ný leið í Munkanum #54401
    Sissi
    Moderator

    Ég er sammála Slugger, nei Skabba meina ég.

    in reply to: Reisugilli Tindfjallaskála #54395
    Sissi
    Moderator

    [img]http://3.bp.blogspot.com/_L59vJnr9c3E/STrPsxbzkJI/AAAAAAAAAoo/BD49ltFZJ2w/s1600/IMG_0199.JPG[/img]

    Sjá nánar á síðu Ísalpskála

    Ég fyndinn. Góðar stundir. :)

    in reply to: 85 ára klifrari – and still at it! #54394
    Sissi
    Moderator

    Um daginn hitti ég stelpu í heitum potti sem vildi verða Hardcore.

    Sissi

    in reply to: Reisugilli Tindfjallaskála #54393
    Sissi
    Moderator

    Til að svara Kalla þá voru fæstar sperrurnar reistar 1945.

    Sissi

    in reply to: Nýjar leiðir á Hnappavöllum og í Pöstunum? #54386
    Sissi
    Moderator

    Klifraði eina leið þarna í síðustu viku í steikjandi hita, svona 5.6 ish skoru sem var hin prýðilegasta skemmtun, löng og fín. Síðan fór að hellirigna og við beiluðum. Skjótt skipast veður og allt það.

    Mætti samt alveg færa heyvagninn örlítið fyrir mér, svo maður verði ekki stjaksettur við fall.

    Frábær viðbót að hafa þetta svæði græjað upp, nice að geta skotist í þetta ef maður á leið um.

    *Hrós* (aftur)

    Sissi

    in reply to: Nýjar leiðir á Hnappavöllum og í Pöstunum? #54376
    Sissi
    Moderator

    Vá, Stebbi var eitthvað að tala um í vor að hann ætlaði „kannski eitthvað að kíkja á Pöstina“. Þetta er aðeins meira en ég sá fyrir mér.

    Gríðarlegir snillingar að taka þetta svona í nefið, spennandi valkostur að geta klipið í klett undir Eyjafjöllum.

    Þrefalt húrra fyrir Hjalta, Kristínu og Stebba!

    Sissi

    in reply to: Festival stemning í Valshamri #54365
    Sissi
    Moderator

    Stardalur var mega, þvílíkt fjölmenni, ég og Andri slógumst um leiðirnar. Engir Hollendingar eða Belgar samt.

    (Athugið að vegurinn er farinn í sundur rétt við hliðið, auka 5 mín labb nema fólk sé á sæmilegum jeppa.)

    Sissi

    in reply to: Svarti turninn í Búahömrum #54357
    Sissi
    Moderator

    Hah, Leifur var ekki búinn að pósta þegar ég skrifaði þetta og ég verð bara að taka fram að eflaust hefði maður fengið stórskemmtilegt efni þar líka, svona fyrir þá sem finnst gaman að gagnálykta :)

    S

    in reply to: Svarti turninn í Búahömrum #54356
    Sissi
    Moderator

    Ofsalega er mikið af skemmtilegu fólki að klifra í Svarta turninum. Æði. Það hefði nú verið gaman að vera lítill fugl (þá ekki múkki) nálægt Geira og Dóra, alveg er ég sannfærður um að eitthvað epískt hefur farið þeim á milli í dag.

    Friður,
    Sissi

    in reply to: Svarti turninn í Búahömrum #54333
    Sissi
    Moderator

    Vá, þegar Skabbi sagðist hafa átt hot date í Turninum grunaði mig ekki að það væri grískur guð ;)

    Gott að þetta er skemmtilegt, þið hafið sennilega samið betur við Hálfdán fyrir hönd veðurstofunnar en við, lítur út fyrir að hafa verið fantagott veður á ykkur.

    Fínar myndir líka, en Palli þú þarft að temja þér að smella af einni svokallaðri KSASM eða „klassískri sjálfsmynd af sjálfum mér“, sem svo er nefnd eftir myndsmíðum lífskúnstnersins Óla Ragga. Alltaf gaman að sjá smettið á snillingum.

    Bara gaman!

    Sissi

    in reply to: Til lukku með nýjan vef!!!! #54224
    Sissi
    Moderator

    Já ég væri alveg til í að láta kennitöluna mína ekki vera að þvælast á netinu og það mættu vera miklu fleiri reply (jafnvel allt) á einni síðu í stað þess að það séu bara ca. 5 á hverri síðu. Nýjasta efst væri líka nice.

    SF

25 umræða - 301 til 325 (af 660)