Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipant
Við Bergur Einars. fórum upp Dauðsmannsfoss í Kjós í dag. Mjög góða aðstæður, mikill ís sem náði aðeins að slakna svona rétt á meðan að hitinn skreið yfir frostmark. Á undan okkur var teymi sem við náðum þó ekki að hitta. Það er ís í öllum giljum og lítill snjór. Ekki láta þetta fram hjá ykkur fara!
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantFórum þrjú í Rauðsgil í Reykholtsdal í dag 22. nóvember. Allir stóru fossarnir enn opnir, en hægt að finna nokkrar línur í hliðarveggjum gilsins.
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantVið Bergur Einars. fórum inn í Glymsgil núna á sunnudaginn (3. feb 2019) og kíktum í Krók og Keldu. Góðar aðstæður, áin undir ís nema í mesta straumnum og ekki mjög mikill snjór í gilinu sjálfu. Sáum aðeins inn að austurvængnum á Glym og þar var talsverður ís. Hérna eru nokkrar myndir með.
- This reply was modified 5 years, 11 months síðan by Ragnar Heiðar Þrastarson.
Attachments:
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantFrábært! Til hamingju allir Ísalparar.
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantSæll Árni, ég á K2 Totally Piste Telemark skíði sem ég hef lagt á hilluna og þóttu mjög heit (sjá mynd í viðhengi ef virkar) í kringum 2000. Þú færð þessi skíði gefins fyrir að halda uppi hællausum lífsstíl. Á þeim eru massívar Fritschi/Diamir step-in telemark bindingar. Minnir að málin séu 99/65/88 og að þau séu 190 eða 195 að lengd.
ragnarheidar(hjá)gmail.com
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantGóð og þörf umræða hér. Gott og holt hverjum þeim sem stunda útivist að þekkja til náttúruverndarlaga og kynna sér þær breytingar sem verða á þessum lögum. Vill þó benda á að gildandi grein náttúruverndarlaga (nr. 14) um umferð gangandi manna er mjög svipuð. En þau lög hafa verið í gildi síðan 1999.
Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.
Umræðan hlýtur því að snúast um hvort þessi lítilsháttar breyting, breyti einhverju sem snýr að hagsmunum okkar Ísalpara og annara útivistarunnenda.
Kveðja
RaggiRagnar Heiðar ÞrastarsonParticipantVel gert krakkar og frábær árangur.
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantEndurpósta hér leiðinni sem við Bergur fórum, svo hún sé inni í þessum þræði.
Nafn leiðar: Rjúpan eina.
FF: Bergur Einarsson og Ragnar Heiðar Þrastarson 11. nóv. 2012.
Aðkoma: Ekið norður Kjalveg um 700 m framhjá afleggjara að Skálpanesi. Hvilftin blasir þar við á
hægri hönd. Leiðin liggur upp gilið lengst til vinstri í hvilftinni af þeim þremur mest áberandi sem þar
er að finna.Ein spönn – 25 m – WI3
Myndir hér.
kveðjur
RaggiRagnar Heiðar ÞrastarsonParticipantVið Bergur Einarsson keyrðum Kjalveg upp að Bláfelli í gær. Datt í hug að kanna nokkur gil sem eru í hvilft sem er í NV-hlið fjallsins og er vel sýnileg frá vegi. Sáum glitta í einhvern ís og ákváðum að kýla á þetta. Reyndist vera einn stakur foss ca. 25 m. Aðkoman var ansi hress. Íshellir úr snjó frá því vetrinum áður. Stór stykki sem sem sátu ofan á gilbrúnum og ganga svo niður í gilið eins og kjölur á skútu. Fínt haustklifur til að hrista rykið af græjunum, en líklega fyllist þetta gil af snjó á hverjum vetri.
Hefur einhver farið þetta áður, eða aðrar leiðir í Bláfellinu? Ef ekki þá er hér FF skýrslan:
Nafn leiðar: Rjúpan eina.
FF: Bergur Einarsson og Ragnar Heiðar Þrastarson 11. nóv. 2012.
Aðkoma: Ekið norður Kjalveg um 700 m framhjá afleggjara að Skálpanesi. Hvilftin blasir þar við á
hægri hönd. Leiðin liggur upp gilið lengst til vinstri í hvilftinni af þeim þremur mest áberandi sem þar
er að finna.Ein spönn – 25 m – WI3
Fleiri myndir hér.
kveðjur
RaggiRagnar Heiðar ÞrastarsonParticipantÉg á Scarpa Vega sem er ekki mikið notaðir fyrir þig Ívar. Þeir eru 44-45. Skal senda á þig myndir og stærð. Get vel hugsað mér einhverskonar vöruskipti.
kv.
RaggiRagnar Heiðar ÞrastarsonParticipantÞarf að prófa þetta í praxis til að sannfærast. En meistari Will Gadd er sáttur:
http://gravsports.blogspot.com/2011/07/magnetron-carabiners.html
…en er náttúrulega sponsaður af BD.Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantVarð vitni af svipuðu atviki eins og Björk nefnir í síðustu viku. Þar tók klifrari fall úr næst efsta bolta og óreyndur tryggjari, sem var þá á spjalli við félagana, náði að grípa viðkomandi þegar ca. 2-3 metrar voru eftir af fallinu. Þá hafði viðkomandi klifrari náð að segja „taka“ þrisvar sinnum. Hann átti kannski meter eftir í jörðina þegar allt var stopp.
Ég er nú ekki eins vel innrættur eins og Björk og hristi bara hausinn. En hefði klárlega átt að ræða við þessa aðila og fræða þá um hættur og hvernig skal bera sig að í klettaklifri.
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantÍ nælonblíðu í Valshamri í gærkvöldi voru 5 bílar og einn af þeim fyrir utan bílastæðið. Held að það megi alveg stækka það ef allir eru sáttir. Sá bóndann taka eina umferð á gröfunni og slétta slóðann í gær. Hann á skilið hrós og klapp á bakið. Mér finnst að stjórn Ísalp ætti að koma á framfæri þökkum til hans, ef það er ekki þegar búið. Varðandi lausar flögur og grjót þá er vissulega eitthvað af því í hamrinum. Ég skil vel þá afstöðu að vera ekki að breyta leiðum sem fólk hefur klifrað frá blautu barnsbeini. En væntanlega eru allir sammála um að setja öryggi ofar öllu. Er ekki bara mál að láta nokkra reynslubolta kíkja á þetta og taka ákvörðun. Svo ætla ég að reyna að muna eftir skiptilykli til að hækka skiltið okkar aðeins á staurnum við afleggjarann í næstu ferð. Skora á einhvern að verða fyrri til.
PS. frú María Eilífsdóttir var ansi spök þrátt fyrir klifurtraffík og talsvert tíst barst úr sprungunni.
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantSæl Hrund
GPS hnit og aðrar leiðarupplýsingar er hægt að nálgast víða. Ég nefni sem dæmi síðuna Wikiloc (www.wikiloc.com). Þar má finna GPS ferla (track) sem notendur hafa hlaðið inn til að geta sannað fyrir vinum sínum hvað þeir eru víðförlir. Ég fór til að mynda upp á Snæfellsjökul 28. maí og hér: http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=1730914 má nálgast ferilinn minn á wikiloc. Þú getur halað þessu niður og opnað í tilheyrandi GPS forriti (t.d. MapSource fyrir Garmin tæki) og jafnvel búið til GPS punkta eða nota ferilinn til viðmiðunar. Þetta er svipuð eða nánast sama leið og troðarinn fer þegar hann fer upp á topp. Þessa leið er ágætt að skíða eins og snjórinn nær. Ætla ekki að fullyrða hvort þetta er besta skíðaleiðin á Snæfellsjökli.
Ég ætla samt að ítreka að GPS gögnum af netinu á maður alltaf að taka með fyrirvara. Þau henta best til að hafa til viðmiðunar. Best er að velja leiðina með almennri skynsemi þegar á staðinn er komið, en ekki treysta blindandi á tölur úr tækinu…nema skyggnið sé afleitt auðvitað.
Kveðja og góða ferð.
Raggi Þ.Slóðir
http://www.wikiloc.com
http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=1730914hérRagnar Heiðar ÞrastarsonParticipantJá gleiðilegt BANFF allir.
Finnst þetta ótrúlega gott kvöld í gær og þvílíkt af fólki. Fjöldavandamálið er nú sem betur fer eitt af þessum góðu vandamálum. Sammála Sissa um að hafa eitthvað smá event í hlé…eitthvað stutt og gott. Annars er þetta frábært mót, vel gert ÍSALP.
Hlakka til íslensku fjallamyndahátíðarinnar í haust.
Takktakk
RaggiRagnar Heiðar ÞrastarsonParticipantVel gert og töff myndband! Þvílíkur blíða.
R.Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantÉg datt í 13 cm BD Express skrúfu í Paradísarheimtinni undir Eyjafjöllum fyrir ca. ári síðan. Sú skrúfa var sett inn eftir því sem predikað er í þessu myndbandi frá BD, þ.e.a.s. hornið undir skrúfunni aðeins minna en 90 gráður. Hún hélt þessu falli vel.
Ágætt að benda líka á svokallaða 5 cm reglu sem sýnd er í leiðbeiningum með skrúfum frá BD. Hún á við ef ekki er hægt að skrúfa inn alla leið. Ef minna en 5 cm stand úr má klippa í lykkjuna (hanger) en ef þetta er meira en 5 cm má setja sling utan um skrúfuna með einföldu bragði (girth hitch). Geri ráð fyrir að þetta eigi við um skrúfur sem eru lengri en 13 cm (16, 19 og 22 cm). Persónulega forðast ég það með öllu að beita þessari „reglu“ eða koma mér í aðstöðu þar sem ég þarf að beita henni.
Sjá
http://www.blackdiamondequipment.com/uploads/black-diamond/files/MM5820_D_Ice_Pro_InstSheetWEB.pdfKveðja frá Japan
Raggi Þrastar.Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantÞetta hefur nú lengi við draumur Vertzfirskra klifrara…að fara fallegasta foss landsins í klakaböndum. Vel gert Rúni og Búbbi! Hvað borgaðir þú fyrir þessa Hero CAM vél?
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantJæja…þetta er nú meira vorið hérna á suðurhorninu. Nokkrar myndir til að linna ísklifurfíknina.
Myndir frá Brynjudal (3. jan) og Paradísarheimt (5. jan)
Brynjudalur
Brynjudalur & Paradísarheimtrhþ
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantVill nota tækifærið og hrósa ritnefnd og stjórn fyrir frábært ársrit…nice one. Og ekki skemmir glaðningurinn. Það liggur við að maður kaupa sér jeppa utan um gluggalímmiðann
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantTil lukku með þetta allir Ísalparar
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantTakk fyrir helgina…þetta var snilldin ein
Nokkrar myndir í viðbót
http://picasaweb.google.com/ragnarheidar/SklifurfestivalABildudal#
Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantÉg er nú tæplega fulltrúi Vestfjarða…og þó…brottfluttur hið minnsta. Ætla að reyna allt til þess að þurfa ekki að vinna þessa helgi svo ég geti haldið kyndlinum á lofti. Hef ekki heyrt af fleiri Vestfirðingum sem ætla að mæta, en skora á þá hér með.
-
HöfundurSvör