Robbi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 51 til 75 (af 181)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Tvibbagilið #53722
    Robbi
    Participant

    Já eins og Skabbi segir þá var boltuð ný leið í Tvíburagili í dag. Leiðin er næsta vinstramegin við Ólym. Fer upp klettaslútt á milli tveggja kerta og svo ræður maður hvort maður fer hægri eða vinstri.
    Leiðin er töluvert erfiðiari en Ól…Ég hef svo sem ekki mikinn mælikvarða á það nema ógleðina og blóðbragðið þegar ég loksins hafði það upp á brún eftir ansi skrautleg föll. Leiðin hefur upp á að bjóða nokkur grip og er langt á milli allra þeirra, að augi eru flest allat klippingar í bolta tæpar. Sama hvað ég másti og blés þá hafði kletturinn betur svo ekki er komið nafn eða gráða. Leiðin fær nafn og gráðu þegar hún verður farin í viðeigandi stíl.

    Varðandi jakkann, þá já…þetta er fyrisætujakki að kröfu Gumma Dúllu. Það þýðir ekkert að vera klæddur eins og malbik alla daga. En þess má geta að nýji jakkinn minn kemur með 100 boltasjóðsaugum til Íslands einhverntíman í febrúar.

    in reply to: Ísklifurleiðarvísar á netinu #53695
    Robbi
    Participant

    Þetta er soldið eins og að finna upp hjólið. Það eru svo fáar leiðir í þessum dúr hérna heima.

    M-gráðurnar í Breiðdalnum voru miðaðar út frá Scottish leader og Pabbaleiðinni í Múlafjalli. Svo reyndi ég eitthvað að bera það saman við leiðir sem ég klifraði í Noregi. Ef við berum Ólympíska við Pabbaleiðina þá er ólym… erfiðari. Ég myndi segja að M7 væri ekki svo fjarri lagi. Mér finnst samt eins og Drög að sjálfsmorðum (M7) í Breiðdalnum væri erfiðari. Klettakaflinn var lengri og ísinn brattari. Það þurfa bara fleiri að prófa þetta.

    Hér er ágæt viðmiðun frá Will Gadd, hann ætti að kunna eitthvað í þessu :
    http://www.gravsports.com/Gadfly%20Pages/gadfly20052.htm

    Robbi

    in reply to: Ísfestivalið #53669
    Robbi
    Participant

    Það eina sem ég sé sem möguleika á þessum myndum er…
    FOKK ! snjóflóð.

    Robbi

    in reply to: Klippa annarri eða báðum? #53665
    Robbi
    Participant

    Arnar,

    Þú hefur þennan valmöguleika. Að sjálfsögðu er leikurinn til þess gerður að klippa þeim sitt á hvað til þess að minnka ropedrag og allt það.
    En ef þú lendir í þeirri stöðu að þurfa minniteygju í byrjun leiðar, Td. klettabyrjun og það eru 3m upp í fyrsta bolta, og 4m uppí þann næsta og mjög tæpt klifur þar á milli þar sem þú dettur alltaf. Þá væri fýsilegt að klippa báðum línunum í fyrsta boltann til þess að minnka líkur á því að skella á jörðina ef þú dettur.

    Þetta er undantekning frá reglunni og það er hægt að nýta sér hana ef þarf. Mæli samt ekki með þessu í miðri leið þar sem það eykur ropedrag. Tryggingin þarf sem áður sagði að vera mjög góð því álag á hana eykst ef báðum línum er klippt í hana.

    robbi

    in reply to: Klippa annarri eða báðum? #53660
    Robbi
    Participant

    Half rope skal aldrei klippa í sömu tryggingu nema…

    Að um 1. tryggingu í leiðinni sé að ræða, fyrir ofan mega syllur og eitthvað svoleiðis. Þá skal hún vera bomber. Það er einungis gert þar sem er möguleiki á grándi og byrjunin er tæp, óvissar axir ogfrv. Teygjan minnkar og þá minni líkur á því að maður lendi á jörðinni við fallið, og það munar miklu á teygjunni. Þeir kannast kanski við það sem hafa klifrað toprope í einni half rope línu að þegar þeir detta þá teygist MJÖG mikið á henni og það liggur við að maður eigi á hættu að gránda á fyrstu 15 metrunum. Þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvað er mikið af línu í kerfinu.

    Bottom line:

    Klippa einni halfrope í hverja tryggingu,
    Klippa báðum twin rope í hverja tryggingu
    Fyrir þetta eru þær hannaðar.

    Robbi

    in reply to: Sósíalstemning í Tvíburagili #53569
    Robbi
    Participant

    Jæja drengir…það þýðir ekki að benda hver á annan. Koma svo, taka afstöðu.

    Ívar skrifaði:

    Ef Haukur er annarar skoðunar þá má hann ráða hvað gert verður.

    Kv.
    hardcore – Gleðileg Jól!

    Robbi

    in reply to: Þilið í dag 13 jan #53543
    Robbi
    Participant

    Glæsó !

    Robbi

    in reply to: Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið. #53477
    Robbi
    Participant

    Þið eruð ágætir….stefnum á fund eftir jól. Bjalliði bara ef ykkur vantar bolta. Hvort sem þið ætlið að bolta eða ekki, þið ráðið þessu bara.

    robbi

    in reply to: Leiðarvísar á netinu #53480
    Robbi
    Participant

    http://rds.is/siggi/klifur/topo/pdf/

    það á eftir að skella Mýrarhyrnu og Eyjafjöllum þangað inn. Þeir leiðavísar eru ekki alveg tilbúinir en gefa góða mynd af svæðunum. Varstu með eitthvað sérstakt í huga ?

    robbi

    in reply to: Önnur mixleið í Tvíburagili – Ólympíska félagið. #53470
    Robbi
    Participant

    Líst vel á þetta. Verð þó að taka aðeins undir það sem Ívar sagði. Ef það er augljóslega hægt að tryggja þetta á náttúrulegan hátt þá skal vanda það að bolta þetta í drasl.
    Góð viðbót í mixheiminn.

    Líst vel á að halda mixfund fljótlega.
    robbi

    in reply to: vallárgil #53448
    Robbi
    Participant

    Þetta með spjaldið er góð vinnuregla sem maður gerir allt of sjaldan. Þetta er sérstaklega gott ef það verður slys eða einhver týnist.

    robbi

    in reply to: Bensín prímus #53351
    Robbi
    Participant

    …algert rippoff að kaupa þetta í útilíf.
    rh

    in reply to: Bensín prímus #53350
    Robbi
    Participant

    Ódýrasta hreinsaða bensínið fæst á N1. Það heitir SBP (special boiling point) og er fyrir Catalys brunaofna. Tunnan eru 4 llítrar og kostar eitthvað rétt yfir 1000 kjell.

    Hægt var að fá þetta á Esso á Gelgjutanga en starfsemin er flutt.
    Svo má líka nota rauðspritt.

    robbi

    in reply to: Breyta skráningu #53332
    Robbi
    Participant

    Það er semsagt búið klifra báðar leiðirnar sem eru þarna ?

    http://picasaweb.google.co.uk/ivarfinn/TtARsmRk#5274937547620360546

    greinilega skv. spjallinu.
    Palli, you know the drill… ég vil nöfn og gráður á þessar leiðir. Ef engin nöfn eru til þá skeilliru bara einhverju á þetta. Ekkert gaman að ekkert heiti neitt og hafi engan erfiðleika.
    Sendu mér bara póst og ég sting þessu inn í leiðavísi yfir Eyjafjöllin sem er langt kominn.

    ps. smá leiðiarlýsing skemmir ekki fyrir.
    robbi

    in reply to: Breyta skráningu #53330
    Robbi
    Participant

    Hvernig væri að þessir kappar myndu nú bara skrá allt sem þeir fara…eða amk segja frá því. Þá væri þetta aldrei vandamál.

    rh

    in reply to: Klifur í dag #53329
    Robbi
    Participant

    Gott að þú ert heill eftir þetta. Ég er gríðarlega ánægður með þessa ferðasögu. Það er nauðsynlegt að heyra af fólki að detta, því oftast heyrir maður bara frá föllunum þar sem einhver stórslasaðist, en ekki þeim sem sluppu með skrekkinn.
    Ég get hinsvegar sagt ykkur hvað er orðið að reglu, og það er jeppinn hans Viðars:

    http://picasaweb.google.com/roberthalldorsson/Ili#5038157986363802866

    robbi

    in reply to: Klifur í dag #53318
    Robbi
    Participant

    Þessi upptalning hjá Ívari hljómar voðalega hversdagsleg. En það er eitthvað sem stingur í stúf. Er það bara ég eða er það 30m fallið sem hljómar ekki hversdagslegt ?

    robbi

    in reply to: Splitbretti Interface, Skyn og Crampon #53262
    Robbi
    Participant

    Djöfull get ég ekki beðið eftir næsta trompi hjá sissa. You rock !
    rh

    in reply to: Splitbretti Interface, Skyn og Crampon #53259
    Robbi
    Participant

    Ég á split-hjólabretti inní kompu. Þegar þú ert búinn að fá leið á því að renna þér einbretta getur tekið það í sundur og notað sem línuskauta.
    Fer til hæstbjóðanda.

    robbi

    in reply to: Hetjudáðirnar framundan #53214
    Robbi
    Participant

    Hahahaha.
    Ívar hardcore lætur lauk fara að gráta.
    Tek undir með honum, ef ég segði ykkur það þá þyrfti ég sennilega að senda Chuck Norris á ykkur.

    Væri samt alveg til í að skella mér í Berufjörðinn. Nóg að gera þar.
    robbi

    in reply to: Mjúlafall #53199
    Robbi
    Participant

    Snilld. Þá er það ákveðið.
    robbi

    in reply to: Kjósin, Spori #53195
    Robbi
    Participant

    Glæsilegt. Gaman að heyra af fleirum að klifra, og gaman að skoða myndir.

    robbi

    in reply to: Af Múlafjalli #53186
    Robbi
    Participant

    gleymdi…
    Leiðin sem Skabbi og Gulli klifruðu fékk það fríða gælunafn: Rjúkandi, og er WI3.

    rh

    in reply to: Gripteip og axarsköft #53179
    Robbi
    Participant

    Næs…takk fyrir þetta.
    Það er hægt að kaupa eitthvað sambærilegt frá Petzl, en ætli maður þurfi ekki að láta annan handlegginn fyrir það í dag.

    robbi

    in reply to: Ísbíltúr… #53170
    Robbi
    Participant

    Ætlar enginn í ísklifur um helgina. Koma svo…skapa smá stemningu.

    robbi

25 umræða - 51 til 75 (af 181)