Björgvin Hilmarsson

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 126 til 150 (af 227)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Ís tís #54511

    Flott myndband en þetta þarna þar sem kertið hrynur er scary. Þetta er í annað sinn sem maður sér svona rosalegt dæmi nýlega. Hitta var í BANFF teasernum í fyrra eða hittifyrra. Hefur einhver séð hvernig fór fyrir þeim gaur, eða þessum?

    Soldið sérstakt að hafa þessa klippu inni í annars feelgood myndbandi. Ekki ólíklegt að sá sem átti þarna í hlut hafi stein-fokking-drepist eða farið ansi nálægt því.

    in reply to: Tilboð hjá Fjallakofanum – BD Fusion #54493

    Tékkið á þessu: http://www.climbubu.com/Equipmnt/bb_mur01_e.htm og http://www.climbubu.com/Equipmnt/bb_fla01_e.htm

    Fann þetta af einhverri tilviljun á rápi um netið. Ekkert smá furðurlegar axir og fáránlega léttar.

    in reply to: Ísland #54474

    Ace er búinn að gera góða hluti í gegnum tíðina, vera á mögnuðum stöðum og vinna með ótrúlegasta fólki. Það er því eiginlega stórfurðulegt að hann hafi látið bendla sig við þessa mynd. Hún er sorglega slök og bara illa farið með annars ágætis efni.

    in reply to: Vatnajökull í s/h #54441

    Skil ekki hvaða bull þetta er í þér að segjast skammast þín fyrir að vera að „auglýsa“. Auðvitað á að benda á svona fjallaseríur. Töff stöff.

    in reply to: Ice Bjorg #54305

    Þetta er eitthvað sem Hlöðver er að nota á síðunni sinni: http://www.bjorgum.is/icebjorg/

    in reply to: Klifurslys í norður Noregi #54295

    Mjög leiðinlegt að heyra af þessu og ég samhryggist. Mér finnst gott að þú segir frá þessu því þetta er góð áminning um að þessi sport okkar eru ekki hættulaus. Þó svo að varlega sé farið þá er alltaf eitthvað sem getur klikkað.

    Þetta voru sannarlega engir sófasekkir, góður punktur hjá Skabba.

    in reply to: Banff könnun #54205

    Play Gravity var rosaleg. Svo voru þessir hjólaguttar magnaðir, maður bara skilur ekki hvernig þetta er hægt. Hjólandi sem dæmi ofan á örmjóum slökum keðjum eins og ekkert sé. Þeir voru reyndar hissa á því sjálfir að þeim hafi tekist það… „Did this really happen?“

    in reply to: Banff könnun #54192

    Betra að sitja en standa ;)

    in reply to: Banff könnun #54190

    Allt frábærara myndir. Einna rosalegust var Base-solo… að sjá þessa gaura í „fly-suit“ sleikja klettana, náttúrulega snargeðveikt lið. Svo magnað að sjá þau sólóa upp og hoppa niður. Þetta eru naglar.

    in reply to: Hardcore í tjaldi #54160

    Fyrir hönd stjórnar, ritstjórnar ársritsins og áhugasamra félaga Ísalp… óska ég hér með eftir að Kalli og Árni skrifi grein í næsta ársrit um snjóhúsagerð við íslenskar aðstæður. Held það sé engin spurning að sú grein yrði mikið lesin.

    Ekkert að því að byggja hana að einhverju leyti á gömlu greininni, eflaust atriði þar sem eru í fullu gildi. En jafn vafalítið er fullt af nýjungum sem má greina frá, sem sagt uppfæra hana með nýjustu trendunum.

    Myndir og/eða teikningar væri gaman að hafa með.

    Hlakka til að lesa…

    Koma svo allir, skorið á kappana að láta verða af þessu.

    in reply to: Hardcore í tjaldi #54152

    Já bíðum nú við… fletti fletti flett. Ahh, hér er það, 19 ára gamla eintakið af Landsbjargartíðindum sem ég hef geymt samviskusamlega síðan ég var 15 ára. Vissi að það myndi koma að góðum notum einn daginn ;)

    Glædan… mamma þín hefur saumað þetta fyrir þig ;)

    Er sjálfur að gera tilraun með svart tau-teip með plasthúð frá Tesa að mig minnir sem ég fékk í Brynju á Laugavegi. Lúkkar allavega betur en hvíta íþróttateipið :) Virðist tolla ágætlega.

    Ég straujaði ekki en þvoði efnið vel og sprittaði áður en ég límdi á. Þannig ættiru að losna við alla fitu og annað ógeð. Passaðu bara að sprittið gufi alveg upp áður en þú heldur áfram. Ef þetta gengur ekki þá prófar maður að strauja.

    Ef götin eru stór er vissara að teipa báðumegin, en ég setti nú bara innaná ef þau voru agnarsmá.

    Duct teipið virkar líka vel en er bara ekki eins camo og þetta svarta.

    – Tribal

    in reply to: Páskaklifur í grennd við Borgarnes #54099

    Þeir sem hafa áhuga á að sjá hvernig ísinn í kringum Grundarfjörð leit út í gær geta kíkt hingað: http://retro.smugmug.com/gallery/7901221_TuM4D#512450103_5gniK

    in reply to: Páskaklifur í grennd við Borgarnes #54097

    „Ekki er allt sem sýnist“ lýsir þessari leið, eða öllu heldur heildarpakkanum, þ.e. aðkomu, klifri og niðurgöngu mjög vel. Get ekki beðið eftir að prófa hana aftur í ögn þurrari aðstæðum, má vera þunn en þessi sturta var ekki beint það sem maður er að sækjast eftir í þessu sporti.

    Annars kíktum við Skabbi í Stardalinn á föstudaginn leiðinlega og áttum þar ágætt sessjón. Hvínandi norðanrok en ágætis skjól undir hnjúknum.

    Var staddur í gær á Snæfellsnesinu norðanverðu og gekk á fjall sem heitir Bjarnarhafnarfjall, rétt við Bjarnarhöfn einmitt. Það var fínasta brölt og gott útsýni til allra átta. Hörku vetraraðstæður í gangi þarna uppi og lítið sem minnir á sumarið.

    Enn er slatti af ís í Mýrarhyrnunni en ég skal ekki segja nánar um ástandið á þeim ís eftir vorveðrasviptingarnar. Keyrðum svo undir Búlandshöfðanum og þar var allt löðrandi af ís, sérstaklega á einum stað þar sem eru flottar leiðir sem maður hefur heyrt af en aldrei kíkt á. Ætla að henda inn myndum á eftir.

    in reply to: Suunto ól #54086

    Veit um eina finnska sem er að fara til Finnlands eftir tvær vikur og kemur aftur eftir 3jár. Suunto er nú finnskt svo þeir hljóta nú að senda þangað. Ef þú getur beðið í þennan tíma þá er hægt að redda þessu. Hafðu bara samband við mig…

    in reply to: Austfirðir #54061

    Gott að heyra að það sé eitthvað af ís þarna. Um daginn þegar við vorum þarna á ferð (þ.e. á Reyðarfirði og Eskifirði) var vart hundi út sígandi vegna veðurs og snjóflóðhættu auk þess sem skyggnið var skítt. Svekkjandi að geta ekki tékkað betur á hugsanlegum klifursvæðum. En eftir að við færðum okkur sunnar fór auðvitað ekkert á milli mála að þarna er heilmikið um pótensjal klifur eins og menn vita vel.

    Þar se þú ert svona uppvíraður og sáttur þá er óhætt að gera ráð fyrir að þú klifrir eitthvað og gefir rapport. Bíðum spennt!

    Góða skemmtun…

    in reply to: „Ice-Bjorg“ #54050
    in reply to: „Ice-Bjorg“ #54048

    Já þau eru búin að vera með slatta af upplýsingum um klifur á síðunni sinni í nokkurn tíma, pósta myndum og einhverjum lýsingum á þessu. Hlöðver á Björgum er alger snillingur og hefur svo mikinn áhuga á þessu klifurstússi fólks að það er yndislegt. Alger skylda að heyra í honum áður en brunað er í gegn og farið að klifra.

    Það eru nú alveg sóknarfæri í svona löguðu fyrir nokkra í kringum landið. Mér dettur nú í hug hann Jón Þórðarson á Bíldudal sem var „gestgjafi“ okkar á ísefestivalinu í ár. Hann rekur fína síðu og ekki væri verra að hafa þar svæði sem væri spes um þessa hluti.

    in reply to: Skilgreining á P gráðu #54000

    Ég held það sé nú enginn að tala um að fara í einhverjar róttækar breytingar á gráðunum, þá allra síst á leiðum sem hafa haft sína gráðu í langan tíma. Þannig að ég veit ekki alveg hvert grettistakið er sem Himmi talar um.

    Held það sé eðlilegt að þegar nýtt fólk eða jafnvel ný kynslóð kikfrara er komin á það stig að vera farin að frumfara mikið af leiðum, þá fari hún í smá sjálfs- og söguskoðun til að finna sig í þessu.

    Ef ég tala fyrir mína parta þá er ég einfaldlega að reyna að fá betri tilfinningu fyrir gráðum og gráðunum og vil því leita í reynslubanka mér reyndari mönnum og horfa til hefðarinnar sem hefur ríkt hér á landi í bland við það sem gerist annars staðar.

    Held að það sé bara af hinu góða ef menn „synca“ sig saman hvað þetta varðar öðru hverju og taki smá umræðu um þessi mál. Eins og margoft hefur komið fram og er öllum augjóst þá breytast tímarnir og eðlilegt að samræðan haldi áfram.

    Mér finnst eiginlega besti punkturinn í þessu öllu saman vera að gráður séu hugsaðar til að gefa mönnum nokkra hugmynd um hvað þeir eiga í vændum og að þær geti ekki verið teknar svo bókstaflega að menn fárist yfir van- eða ofgráðun um plús eða svo. Enda aðstæður misjafnar.

    in reply to: Skilgreining á P gráðu #53995

    Fínt að fá þessa skilgreiningu á P-gráðum. Mjög töff að hafa eitthvað svona séríslensk kerfi. Þar sem ég fór Ýring núna á sunnudaginn þá er gaman að meta þá leið skv. þessu kerfi. Andri nefndi að Ýringur væri líklega P IV+ en ég held svei mér að Ýringur sé ekki nema P IV.

    P-kerfið er augljóslega kerfi sem er að meta alvarleika og lengd inn í heildargráðuna en ekki bara segja til um erfiðustu hreyfingar líkt og tíðkast með klettagráðum. Ég verð að segja fyrir mig að ég hef tilhneigingu til að hugsa um ísgráður líkt og í klettaklifri og því eru WI gráður að passa betur.

    En það er vissulega mun eðlilegra og meira lýsandi að meta fleiri þætti inn sem segja til um heildarpakkann. Spurning um að nota bara WI og P saman.

    in reply to: Helgarspreijið #53974

    Ekki mikið af myndum teknar þessa helgi. Maður er latur við það í skítviðri. En ég setti inn eitthvað smá úr kjósinni (http://retro.smugmug.com/gallery/7616559), aðallega af Hrönn að spóla upp spora.

    Svo er ég búinn að setja inn myndir frá ísklifur road-trippinu ógurlega (http://retro.smugmug.com/gallery/7608899_ecHZJ#491988276_CjDA8) en þar má meðal annars finna einhverjar myndir af nýjum leiðum sem voru farnar.

    in reply to: Ný leið í Eilífsdal, Ópið #53893

    Hahaha… „Róbert, sem þekktur er fyrir að hafa enga skynjan á virði lífs síns og lima spreytti sig svo…“ Robbi kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum, það er ljóst. En þið eru allir snillingar, vel af sér vikið. Gaman að fá svona harðkjarnaleið í flóruna.

    Þumlar upp!!

    in reply to: Aðstæður #53874

    Hvar varstu á Snæfellsnesi Freysi? Varstu bara að góna eða klifraðir þú eitthvað? Var að frétta frá amatör að það væri mikið af ís en væri fínt að fá það staðfest.

    in reply to: Kaldakinn expedition 2009 #53853

    Fyrsti dagurinn byrjaði með bílaveseni en við létum það ekki koma í veg fyrir klifur. Kíktu á leiðirnar í sjávarhömrunum. Gærdagurinn fór að mestu í að redda bílnum en náðum þó að klifra eitthvað í klettunum nálægt bænum. Allt annað var frekar skuggalegt enda gekk á með norðvestanátt seinnihluta dags með tilheyrandi snjófoki niður hlíðarnar ofna við leiðirnar sem gjörsamlega hurfu í kófið. Annað eins höfum við ekki séð.

    Það er enginn lygi að Hlöðver á Björgum er alger snillingur og hún Konný kona hans ekki síðri. Í morgun kíktum við til þeirra í kaffi (ekki í fyrsta skipti), ræddum heima og geima og ekki síst var skeggrætt um hina gríðarlegu snjóflóðahættu sem nú er í Kinninni eftir gærdaginn.

    Augljóslega varð ekkert úr klifri í Kinninni í dag og við héldum áfram austur og erum núna staddir á Seyðisfirði. Tókum nett útkíkk en okkur virðist sem fátt sé um fína drætti. Skygnið er reyndar mjög lítið.

    En við sársvangir enduðum inná Bistro Skaftfelli þar sem fæst massagóður matur. Líklega krössum við hér í nótt og svo áfram suður á við í fyrrmálið. Stöðvarfjröður er málið höldum við. Sjáum hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

    The world is a ghetto: http://www.flickr.com/photos/scweppes/3322622898/

    Písát….

25 umræða - 126 til 150 (af 227)