Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Björgvin HilmarssonParticipant
Hann virtist heldur ekki mikið lokaður hérna um árið, nema þá að allra fyrsti parturinn var eiginlega ekki til staðar. Spurning hvort hann hafi verið fjarlægður. En það gerir þetta bara meira spennandi.
Björgvin HilmarssonParticipantVona að þú finnir það sem þú leitar að. Það hlýtur einhver að luma á þessu.
En ég segi bara velkomin í Íslenska alpaklúbbinn. Alltaf gaman þegar nýir félagar bætast í hópinn. Þú vilt kannski kynna þig aðeins fyrir okkur hinum og segja frá því hvar þitt áhugasvið er innan fjallamennskunnar.
Björgvin HilmarssonParticipantMér þótti gaman af kallinum, flottar myndir. Hefur greinilega verið mjög sterkur á sínum tíma og er eflaust enn. Vonandi að þetta sé aðeins byrjunin og að við fáum í framtíðinni stóra kalla og jafnvel kellingar til að tala hér á landi.
Líka gaman af Tómasi í byrjun. Fullt af plöggi fyrir ykkur Gummi og co
Björgvin HilmarssonParticipantMinni á fyrirlesturinn hans Habeler í kvöld. Verður án efa flottur og þar ættir þú að hitta á slatta af fjallafólki.
Ísalp komið á Facebook já en það breytir engu að það að umræður skulu fara fram hér en ekki þar. Þessi síða á FB er bara auglýsing og ekki ætluð fyrir umræður. Og hananú
Sjáumst í kvöld… nema Helga.
Björgvin HilmarssonParticipantÉg fékk skemmtilegan póst frá ágætum manni og ég bað um að fá að birta hann. Þegar svarið barst, sem var jákvætt, þá fylgdi enn frekari fróðleikur. Hér að neðan má sjá báða póstana:
__________________
# 1
Sæll Björgvin
Sé að þið í Íslenska Alpaklúbbnum eruð að ræða um bjargsig og þann búnað sem notast er við.
Þessi mynd sem þú vísar í er af Haraldi Geir og er hann að síga eftir eggjum í Bjarnarey í sömu eyju og þýska kvikmyndin er tekin.
Myndin af Haraldi er tekin efst í svokölluðu Hrútaskorusigi árið 2008.Í Bjarnarey er fríður og hraustur 7-10 manna flokkur bjargsigsmanna sem stundar þar bjargsig á eggjatímanum frá ca 15-25 maí ár hvert.
Tilgangurinn er að halda í gamlar hefðir og gera þetta eins líkt og gert var í gamla daga. Að vísu hefur öryggi verið aukið og við bætt við talstöðvum og betri bönd og sterkari notuð enda er sigið á einu sigbandi í stað tveggja. ( Bundið á báðum hét það). Einnig er notast við sigbelti til þæginda í löngum sigum sem eru ca 120 metra löng frá bjargbrún og niður í sjó. Fyllsta öryggis er gætt og farið er yfir bönd og sigbúnað fyrir hvert vor.Við höfum gert ýmsar tilraunir með að nútímavæða sigið og notað ýmiss bönd og kaðla en höfum alltaf farið til baka í þessi sveru bönd sem eru miklu þægilegri í lófanum þegar við þurfum að koma okkur inn á syllur og klifra og mikil handavinna í gangi. Krampi kemur strax ef bandið er grant.
Einnig er ekki gott að hafa mikla teygju í kaðlinum. Það helgast af því að þegar taka þarf stór rið í berginu þá er erfitt að reikna út lendingarstað vegna teygjunar sem einnig eykst þegar sigmaður er kominn með fullt af eggjum inn á barminn.
Þá er mjög óþægilegt að þegar sigmaður kemst inn á syllu eftir stórt rið að þá er hætta á að kaðallinn kippi sigmanni upp og út af syllunni þegar teygjan er mikil.Kíktu á þessa slóð og láttu þig dreyma ..
http://www.bjarnarey.is/index.php?option=com_rsgallery2&Itemid=92&page=inline&catid=12&id=1357&limit=1&limitstart=70Ljúft við lifum og klifurkveðjur ..
Kveðja
Hlöðver Guðnason
__________________
# 2
Sæll Björgvin
Þér er velkomið að birta þetta á þræðinum hjá ykkur svona til fróðleiks.
Eins og áður hefur komið fram að þá erum við alltaf að hugsa um öryggi og tryggja það að menn fari sér ekki að “voða”.Farið er yfir bönd og sigbúnað á hverju vori. Sum sigbeltin eru orðin tuga + ára gömul og ófúin en upplituð. Við höfum verið með nælonbönd og völdum þau í samráði við netagerðarmeistara. Áður fyrr voru notuð netabönd / tó úr netadræsum og voru þau ágæt en bara alltof stutt þegar komið er í langt sig. Einnig var oft sandur inni í þeim sem var ekki gott, þar sem sandurinn sker bandið smátt og smátt að innan.
Sverleikinn og lítil teygja á böndunum er líka svolítið atriði þegar kemur að hífingu, að þá er gott fyrir brúnamennina að geta náð góðu taki á sigbandinu. Við erum að vísu með sigspil til að létta okkur vinnuna en treystum ekki alfarið á það.Nokkur slys hafa verið við bjargsig í Eyjum og nokkur dauðaslys í Bjarnarey. Þau hafa alltaf gerst þegar menn hafa verið óbundnir við klifur og eggjatöku.
Þess vegna hefur það verið regla hjá okkur að sigmaður losar sig aldrei úr bandi. Treysta bandinu og vera alltaf bundinn sögðu gömlu karlarnir.Annars er alltaf gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og endurnýja búnað reglulega.
Það er ekkert gaman að vera í klifri eða sigi ef maður treysir ekki búnaði eða félögunum, þetta eru líflínurnar.Annar visa ég í http://www.bjarnarey.is/ . Þar eru flottar myndir af bjargsigi /eggjatöku í myndalbúmi merkt eggjataka 2005 og 2007 og fleiri albúmum.
http://www.bjarnarey.is/index.php?option=com_rsgallery2&Itemid=92Það sést líka að félagsskapurinn er fjallmyndarlegur og kann að skemmta sér.
Það er flott grein og myndir frá RAX í Mogganum sunnudaginn 24. maí, 2009 ef þið hafið aðgang að Mogganum.
Ljúft við lifum og Bjarnaeyjakveðjur til ykkar allra.
Björgvin HilmarssonParticipantJá þetta fer á netið bara í dag eða á morgun vonandi. Mun láta vita.
Björgvin HilmarssonParticipantÞað er mikið rætt um bjargsig þessa dagana:
„Kveikjan að því að kvikmyndin komst í umferð var ljósmynd af eggjatökumanni í Vestmannaeyjum í Morgunblaðinu i gær og vakti hún umræðu á spjallvef Íslenska alpaklúbbsins. Þótti fjallaklifrurum búnaður Eyjamannsins nokkuð fornfálegur. Þá setti einn tengil á kvikmyndina og benti á að minni þróun hafi orði í búnaði eggjatökumanna frá 1937 en búnaði sportklifrara.“
Björgvin HilmarssonParticipantMan það ekki og er ekki með neinn tópó við hendina akkúrat núna.
Ég klifraði hann með Skabba (og kannski fleirum) fyrir nokkrum árum. Þetta er án efa vel skráður og nokk fjölfarinn foss þó hann hafi ekki verið farinn oft hin síðari ár. Flottur er hann.
Björgvin HilmarssonParticipantVissulega flott vídeó. Engu að síður sorglegt að sjá fólk sem hefur gaman af því að stunda sport úti í náttúrunni en ber svo ekki meiri virðingu fyrir henni en þetta. Skömm af þessu!
Björgvin HilmarssonParticipantYeah! About fu**ing time!
Velkominn í klúbbinn James
Björgvin HilmarssonParticipantÞað hefur greinilega verið góður stemmari hjá ykkur. Ljóst að maður þarf að fara kíkja til Rjukan.
Takk fyrir að pósta myndum.
Björgvin HilmarssonParticipantSé þarna að Gummi Stóri er að taka myndir hangandi af Marianne í mega-axsjóni. Gummi, einhverjar myndir komnar online af þessu?
Björgvin HilmarssonParticipantUssssss, ljótt að sjá. Trúi ekki að náttúruunnendur sem klifrarar eru skuli stunda svona lagað.
Björgvin HilmarssonParticipantÉg er ánægður að sjá hvað þessi þráður hefur fengið mikla athygli og hversu margir eru að tjá sig sem ekki gera það alla jafna. Held að nú þegar hafi með þessum þræði orðið ákveðin vakning sem er strax farin að skila sér í meiri umræðu, í því að fleiri pósta myndum, uppástungur um umbætur og svo mætti lengi telja.
Margar af þessum uppástungum eru góðar og áhugaverðar. Við í stjórn munum að sjálfsögðu nýta okkur það sem hér hefur komið fram (og á eftir að koma fram) til þess að átta okkur á stöðunni og gera betrumbætur.
Andri er ekki sá eini sem talar um að við megum ekki afskrifa fésbókina heldur nýta hana, þ.e. þá kosti sem hún hefur. Þrátt fyrir að vera annálaður skeptíkus gagnvart fésbókinni þá er ég ekki það mikill þverhaus að afskrifa hana alveg án þess að skoða málið. En er ekki gott að hafa efasemdamenn nálægt til að hægja á óðagoti og flumbrugangi Ekki viljum breyta um kúrs og fara einhverja leið sem við sjáum svo eftir síðar.
En sem sagt, umræðan heldur vonandi áfram og það sem hér kemur fram mun klárlega nýtast. Fljótlega mun stjórn klúbbsins hittast og ég get lofað ykkur að þessi mál munu verða rædd þar.
Takk fyrir viðbrögðin.
Lifi Ísalp
p.s. Vil svo benda á þetta frá Skabba. Kvetjum sem flesta til að koma sínum myndasíðum á framfæri á þann hátt sem hann bendir á í þessum þræði.
Björgvin HilmarssonParticipantFlohottt! Vildi að ég væri í þessum sporum í dag. En nei… ekki hægt að fá neina brodda á helv. hækjurnar.
Djöfull er Berglind flottur klifrari, öryggið uppmálað.
Annars… Gleðilegt nýtt ár kæru Ísalparar og takk fyrir það sem er að líða
Björgvin HilmarssonParticipantKlikkað! Virkilega vel unnið. Verðið að halda þessu áfram.
Björgvin HilmarssonParticipantMjög góður punktur Skabbi, hafði ekki pælt í þessu sjálfur. Vissi að það væri hægt að gefa upp síðu í prófíl en ekki þannig að þetta kæmi alltaf fram í þráðum.
Með þessu er maður minntur á þær fjölmörgu síður sem maður man aldrei slóðina á. Vona að sem flestir geri þetta og setji bara inn linka á sem flest… myndir, vídjó og hvaðeina.
Björgvin HilmarssonParticipantHeld það sé búið að ræða þetta nokkuð oft hér og ég man ekki betur en að tölfræðin hafi sýnt að önnur helgin sé það sem kalla mætti hefðbundinn tíma. Sé enga ástæðu til að hverfa aftur til einhverrar gamallar hefðar (hafi hún verið til staðar) núna þegar önnur helgin hefur klárlega fest sig í sessi.
Björgvin HilmarssonParticipantFleiri myndir úr ferðnni? Flott að sjá svæðið svona snjólaust.
Björgvin HilmarssonParticipantJæja, þá er maður loksins kominn heim eftir samantjasl á spítalanum og sýklalyf í æð í nokkra daga.
Palli lýsir þessu nú ágætlega, um það bil eins og þetta gerðist. Segir manni bara að þegar maður er kominn úr sínu elementi (lóðrétt) þá þýðir ekki slaka á. Var greinilega kominn í of lítinn bratta : /
Sem sagt ekkert graceful við þetta slys, hreinlega hrasaði í fjallgöngu, rann til og lenti á oddhvössum stein með legginn þvert á hann. Sennilega hefur svo líkaminn komið af fullum þunga ofan á til að tryggja að leggurinn færi alveg í mask. Þríbrotinn takk fyrir og opið í þokkabót.
Það er búið að negla þetta allt saman og skrúfa svo brotin ættu að haldast á sínum stað. En ég er ansi hræddur að annað sísonið í röð sé farið í ruslið. Ferðin var þó góð fram að þessu og ég er sáttur við leiðsluna og leiðin með þeim allra flottustu sem ég hef farið.
Það er seint ofmetið að ferðast með góðu fólki og ég þakka Ívari og Áka fyrir aðhlynninguna og hina frábæru spelku sem vakti ómælda athygli þeirra sem sáu og er komin inn í a.m.k. tvö myndsjóv til sýningar. Björgunarsveitirnar þarna í Dölunum voru líka til fyrirmyndar og fljótar á staðinn, takk allir.
Kv. Bjöggi Brotni
Björgvin HilmarssonParticipantFínt að nota þessa skó, öxina og broddana þótt aldrað sé. Segi ekki að þetta verði eitthvað betra með aldrinum eins og rauðvín, en ætti þó að vera í fínu lagi ef þetta lítur vel út.
En mér liði ekki vel með að selja einhverjum tíu ára gamalt belti. Það er tvöfaldur hámarksendingartími hjá þeim ströngustu. Sumir myndu nota það en þeir eru ekki margir.
Flestir myndu líklega bara klippa það í búta og henda eða nota fyrir hundinn. En Árni Alf er reyndar ekki sammála eins og sést á þræðinum sem þegar hefur verið bent á.
Björgvin HilmarssonParticipantÉg hefði nú klárlega farið beint í Ópið. Allt of mikill ís í Þilinu til að þetta sé eitthvað gaman. Bara klaufaskapur að brjóta þessa rock-solid regnhlíf Palli, rétt skagaði út. Held svei mér að þú sért bara að verða of gamall í þetta. Vantar allan kjark í þig
… sjæse!!
Björgvin HilmarssonParticipantHelv. ves… ligg heima í flensu, í tómu rugli og missi af þessu í kvöld. Segi bara góða skemmtun og voandi mæta sem flestir. Respect Palli!
Björgvin HilmarssonParticipantErgo sem sagt. Samt gay litur… en ég pant prófa
Björgvin HilmarssonParticipantEr myndavélin eitthvað furðuleg eða er nýji Nomic-inn að koma í svona gay lit?
-
HöfundurSvör