1704704009

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 126 til 150 (af 154)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Svar: Forsíðumyndir #49399
    1704704009
    Meðlimur

    Friðjón, ég hef líka áhuga á þessu. Fórstu semsagt upp Hörnli leiðina? Hvenær var þetta? Vesen að rata? Þurfirðu að tryggja mikið? Mikið um að fólk sé að skíta þarna í klettunum? Klósettpappír fjúkandi? Var skrölt að fara niður líka? Eitthvað sigið? Myndi leiðsöugumaður gera gagn? Er hægt að taka einn á leigu t.d. eingöngu á summitdag, eða hafa hann í 3 daga eins og margir gera kröfu um gagnvart kúnnum sínum?

    Geturðu líkt uppgöngunni við eitthvað hér heima? Þumall, Hraundranginn, Úlfarsfell….Öskjuhlíð….

    in reply to: 55° #49327
    1704704009
    Meðlimur

    Tókstu myndir Robbi?

    in reply to: Haukadalur… #49288
    1704704009
    Meðlimur

    Ég held nú að það sé ekki myndatakan sjálf sem er vandinn, heldur kannski þröskuldar á leiðinni að koma þeim á vefinn. Þetta er nokkuð sem stjórn klúbbsins þarf að hjálpa upp á með.

    in reply to: Haukadalur… #49285
    1704704009
    Meðlimur

    Er virkilega ekki nema einn einasti félagi sem hefur sett myndir frá helginni inn á á Síður félaga eftir þessa frábæru helgi?

    Einn einasti.

    Það hlýtur að vera eðlileg skýring á þessu því ekki eru menn að skilja myndavélarnar eftir heima. Líklegra þykir mér að það sé einhver leiðinda flöskuháls á leiðinni úr myndasafninu og inn á Síður félaga. Það er vonandi að unnt verði að halda námskeið í Skútuvoginum þannig að menn læri þetta á einni kvöldstund (þótt ekki sé það svo flókið – en eitthvað er það) og geri vefinn að sínum miðli sínum. Það er í raun ótrúlegt hvað fáir eru á Síðum félaga.

    in reply to: Haukadalur ? #49270
    1704704009
    Meðlimur

    Til sölu ísskrúfur og karabínur, ísöxi með löngu skafti og einnig stuttu. Íshamar og ískalt pepsi á sama stað. Einnig fást Blizzard skíði með bindingum og DC-1 Casio hljómborð. Einnig fjögur heilsársdekk á Subaru Justy 1987 og hátalarar. Þarfnast lagfæringar en allt í nokkuð góðu standi.

    Er þetta ekki sölusíðan annars?
    -Nei
    -Já
    -Nei

    in reply to: Grafarfoss… #49242
    1704704009
    Meðlimur

    Vanilluís?

    in reply to: Ísklifur um síðustu helgi #49229
    1704704009
    Meðlimur

    Já, ég skal bara byrja. Á laugardag fórum við Rúnar Pálmason í Grannann og skemmtum okkur mætavel. Reyndar lítill ís ofarlega í fossinum en alveg klifurhæfur.
    Strax daginn eftir fór ég ásamt Haraldi Erni og Ingvari Þóris í Grafarfossinn og var það nú stuð í lagi. Nægur ís þar og allt í fína. Hressandi veður, skaf og fjúk – öll föt frusu stíf og línurnar urðu sömuleiðis beinstífar.

    in reply to: ,,Risavaxin grýlukerti utan á hamravegg“ #49225
    1704704009
    Meðlimur

    Söguhornið svona til gamans: Grafarfossinn á afmæli í dag, 24 ára kallinn. Fyrst farinn 20. des. 1980. Björn Vilhj. og Einar Steingrímss. Kallinn er vel á sig kominn en ekki var nú biðröð í hann um helgina. Eitthvað hefur greinilega breyst frá því á 9. áratugnum. En alltaf glæsileg og sígild ísleið.

    in reply to: Múlafjall #49190
    1704704009
    Meðlimur

    Rúnar Pálmason fjallgöngublaðamaður tók myndina í blaðinu í gær. Hann var í liði með Ingvari Þórissyni og undirrituðum í stórskemmtilegri ísleið ca 3. gr. 25 m mjög vestarlega í Múlafj. hlíðinni.

    Félagar! Ef þið eigið myndir, ekki hika við að hafa samband við Moggann. Fjallgöngumyndir hafa svo áratugum skiptir verið velkomið efni í blaðinu. Svona enga feimni, látið þetta bara koma!

    Upp með efnið.

    P.S Setjið líka myndir inn á síður félaga. Páll Sveinsson og Friðjón eru með nýjar myndir á sínum síðum. Góðir!

    in reply to: Botnssúlum frestað #49163
    1704704009
    Meðlimur

    Það er reynandi við þetta á morgun sunnudag. Þrír eru skráðir. Vissara að vera mjög vel útbúinn.

    Hittingur á Select.: 10 í fyrramál. Hringja og tilkynna sig í kvöld í 8214481. Ö.

    in reply to: Útgerð á kostnað áhugamanna #49121
    1704704009
    Meðlimur

    „stolnar fjaðrir..“
    „byggð á baki fórnfúsra manna“
    „striti og púl áhugamanna“

    Þetta hljómar nú ekki eins og menn hafi verið að stunda áhugamálið sitt. Fyrir utan velgjuna sem maður fær af því að lesa þessi sjálfsupphöfnu bréf er hægt að skilja að menn eru móðgaðir af því að Mountainguides hringdu ekki. Kannski þeir vilji vera „í leynum“ eins og sumir eru að vonast til að Hnappavellir verði. Svo tala menn líka um „klifursamfélagið“. Hvernig á að vera hægt að byggja upp svoleiðis samfélag þegar menn vilja pukrast með klifursvæðin (sín)? Er ekki annars fínt að sjá túrisma eflast? Fáum bara sem flesta í klifur, túrista, kalla og kellingar. Það hlýtur að vera hægt að borga nokkra bolta. Og hvað, eru landeigendur brothættar kristalsskálar? Og Hvernig hafa þeir brugðist við umgengninni hingað til?

    in reply to: Myndirnar frá Þórisjökli #49096
    1704704009
    Meðlimur

    Sammál Robbi en því miður er maður orðinn vondaufur um að við fáum að sjá myndir. Einn tók vídeó og annar á digital myndavél sem fraus. Það er ekki hægt að birta vídeó á Ísalpvefnum enn sem komið er. Kannað var hvort fleiri hefðu tekið myndir en það virðist ekki hafa borið árangur. Því er auglýst aftur eftir myndum hér og nú.

    in reply to: Leitað langt yfir skammt!! #49038
    1704704009
    Meðlimur

    Það sem ég vildi segja er að smáglettni er bara skemmtileg og við tökum þessu létt. Þórisjökull gaf mönnum góðan dag og bossinn á liðinu er ekki svo slitinn að hann þoli ekki smábíltúr. En Jóni Hauki er þökkuð upplýsingagjöfin úr Múlafjallinu og myndirnar eru stórgóðar.

    in reply to: Ísklifur í Þórisjökli,breyting á tíma #49026
    1704704009
    Meðlimur

    Maður er að springa úr spenningi svei manni. Frábæru veðri spáð og ís kominn hér og þar. Þetta bara stefnir í að verða hin gæjalegasta ferð en…

    …ÆTLAR ENGIN KONA MEÐ?

    in reply to: Hvað er eiginlega með myndirnar? #49019
    1704704009
    Meðlimur

    Vonandi verður þessi umræða bara til þess að menn og konur fari að setja inn myndir á síður félaga í stórum stíl. Það yrði þó fyrsta skrefið. Það er beinlínis hlægilegt og raunar ótrúlegt að menn séu fúlir yfir því að nefndir þetta og nefndir hitt hafi ekki haft samband. Held að þessi Hrappur hafi hitt naglann á höfuðið með orðum sínum „Vefurinn það erum við“. Þetta var dálítið gott hjá honum.

    in reply to: HELGRINDUR í uppnámi #49001
    1704704009
    Meðlimur

    Get lánað þér ef þig vantar.

    in reply to: Hnjúkurinn 2:53:36 #48979
    1704704009
    Meðlimur

    Þetta er akkúrat málið; að Ísalp standi fyrir keppni á Hnúkinn. Stjórnin ræði nánar og riggi þessu upp.

    in reply to: Hnjúkurinn 2:53:36 #48970
    1704704009
    Meðlimur

    Það er þjónar engum tilgangi að bera sig saman við fyrri met sem voru sett þegar jökullinn var 2119 m.

    in reply to: Niðurstöður af fundi? #48957
    1704704009
    Meðlimur

    Því miður var mæting svo dræm að ekki var fundafært. Þrír stjórnarlimir komu og var það öll samkoman. Ræðum þessi mál á næsta félagsfundi.

    in reply to: tindurinn Einbúi #48781
    1704704009
    Meðlimur

    Ætli Einbúa-nafnið sé ekki bara komið rækilega á kortið í bókstaflegum og mórölskum skilningi að lokinni þessari hressilegu umferð? Ég efast um að ég muni nokkurn tíma líta (T)indinn sömu augum eftir þetta.

    in reply to: tindurinn Einbúi #48773
    1704704009
    Meðlimur

    Það er eins og mig minni að ég hafi séð Einbúanafnið koma fyrir í ritgerð Guðmundar í árbók FÍ 1960. Eða dreymdi mig það kannski?
    Annars er það nú ekki óalgengt að staðir eigi sér nokkur heiti en af einhverjum ástæðum hafi eitt þeirra orðið ofan á í daglegu tali. Ég tek undir með Árna um að skylt sé að hafa það heldur, er sannara reynist.

    in reply to: Expedition Hvannadalshnjúkur 2004 #48734
    1704704009
    Meðlimur

    Mér finnst þetta vel af sér vikið hjá þeim Flugbjörgunarstrákum og finnst alltaf gaman af að lesa fréttir um fjallgöngur, stórar sem smáar. Vonandi láta Hnúksfararnir nú ekki þrasið í þessum Hrappi pirra sig. Mér finnst hann vera hálfgerður fýlupoki blessaður maðurinn.

    in reply to: Expedition Hvannadalshnjúkur 2004 #48730
    1704704009
    Meðlimur

    Það er bara um að gera að fjalla um Hnúkinn sem allra oftast. Það eflir líka vonandi náttúruvitund hjá okkur að sjá fjallatoppa reglulega í fréttunum þegar fólk hefur fyrir því að nota tvo jafnfljóta upp brekkurnar. Ég óska líka strákunum til hamingju með áfangann. Þetta var vel af sér vikið hjá þeim.

    in reply to: Banff #48619
    1704704009
    Meðlimur

    Ekki fannst mér skíðagöngumyndin léleg. Hún hafði í raun allt sem góð saga þarf að hafa. Upphaf, ris og endi. Hún var líka fyndin á köflum auk þess með nokkrum óvæntum atriðum og smáspennu í bland. Gönguskíði þykja hins vegar ekki eins aggressív eð sexí og bretti eða svigskíði og kannski líður þessi mynd fyrir það. Hefði amk. ekki viljað sleppa henni.
    Er orðinn æði spenntur fyrir Eiger á eftir. Harrer fór ekki á broddum upp fjallið. Ætli einhver verði ekki að leika það eftir líka? Annað væri nú svindl.

    in reply to: Hrútfellstindar #48617
    1704704009
    Meðlimur

    Hrútsfjallstindar í Öræfajökli. Hrútfell á Kili. Hrútaborg í Hnappadal. Hrúturinn 21. mars – 19. apríl.

    Tími Hrútsins er runninn upp.

25 umræða - 126 til 150 (af 154)