Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
1704704009Meðlimur
Bara jeppafært.
„Var ekið sem leið liggur í Suðursveit að Kálfafellsdal, tekin vinstri beygja af þjóðvegi 1 eftir um hálftíma akstur [frá Hnappavöllum] og þaðan ekið í um 2 klst. inn í dalsbotn og er hægt að lofa fólki sem þetta hyggst reyna leiðinlegri ökuferð.“
Kolbeinn Árnason heimild.-Þetta er svona dálítið skak eftir grýttum eyrum. Minnir að minnsti jeppinn þessari ferð hafi verið á í kringum 30 tommurnar og hefði ekki mátt vera minna.
Verið endilega með hjálm á hausnum ef þið ætlið á Þverártindsegg. Allra fyrsti kaflinn er dálítið hrekkjóttur hvað grjóthrun varðar.
1704704009MeðlimurHvaða „töflur“ varstu eiginlega að gleypa Sissi?
1704704009MeðlimurEf það ætti að setja á tilkynningaskyldu, mætti velta fyrir sér hvort sú skylda væri bundin við fjöll eða fjallaFÓLK hvar sem það væri á statt. Það er skiljanlegt að menn vilji gera eitthvað til að auka öryggi til fjalla, en tilkynningaskylduna yrði þá varla hægt að binda við Hnúkinn einan og sér og afgreiða hann eins og karamellu yfir búðarborð. Það þyrfti þá að samræma þessa skyldu yfir allt landið og/eða allt fjallgöngufólk í stað þess að pikka eitt og eitt fjall út. (Væri þá ekki ástæða til að setja skyldu á Esjuna, fjölfarnasta fjall landsins?)
Og hvernig myndi tilkynningaskyldan virka í raun – Hvernig ætti að fá fólk til að hlýða henni. Með viðurlögum? Og hver yrðu viðurlögin við að brjóta þessa skyldu? Sektir, farbann í tiltekinn tíma eða fangelsi? Væri slíkt í samræmi við náttúrverndarlög þar sem fjallað er um umferðarrétt gangandi manna? Eða brot á stjórnarskránni? Yrðu sett lög eða reglugerðir um tilkynningaskylduna? Yrði til ný stofnun til að halda utan þetta allt saman?
Þyrfti e.t.v. að setja öll fjöll ofar en 650 m undir tilkynningaskylduna, hvar ætti að draga mörkin? Ættu fjallgöngumenn að vera dregnir sérstaklega út í þessu samhengi? (það eru fleiri sem stunda fjallaferðir, vélsleðafólk, jeppadótið og sfvr.)
Ættu þjóðgarðsverðir að halda utan um tilkynningaskylduna og fá með lögum auknar fjárveitingar til starfans?
Hvernig ætti að framkvæma tilkynningaskylduna? Láta alla fjallamenn bera VHF talstöðvar sem þeir fá úthlutað við upphaf ferðar? Skylda þá til að kaupa talstöðvar? Eða láta þá skrá sig inn og út af svæðinu? Hver á að vera í hliðinu?
Mér finnst öryggi í því að tilkynna ferðir mínar í héraði þótt ég hafi ekki gert það í öll skiptin. Auðvitað gegnir maður alltaf ákveðnum skyldum sem fjallamaður, bæði gagnvart samferðafólki sínu og þeim sem gætu þurft að eyða tíma og fyrirhöfn í að ná í mann ef illa fer. Og það hefur gerst, takk fyrir það Kári í Öræfum. Velti því samt fyrir mér hvort raunhæft sé að tala um tilkynningaskyldu fjallgöngufólks frekar er siðferðisskyldu fjallgöngufólks og vonandi var þetta nú svolítið málefnalegt fjandinn hafi það.
1704704009MeðlimurLoggaði mig inn undir röngu en fallegu nafni hér að ofan. Fyrirgefðu Villý mín.
1704704009MeðlimurSissi, bíttu frekar í hann (bananann þ.e.).
1704704009MeðlimurGóð áminnig. Minni einnig á að happdrættið verður á sínum stað.
1704704009MeðlimurOlli sagðist ætla að hýsa samkvæmið. Þetta er allt að smella saman.
Ef stjórnin samþykkir væri hægt að þjóðnýta afgangsbjór sem keyptur var fyrir jólaglögg 2004 og athuga hvort einhver reisi ágreining ef hlandinu verði sturtað niður um vélindað á hlutaðeigandi.
1704704009MeðlimurHringdi í Aðalstein í Eilífsdal, Gísla á Meðalfelli og Heimi í stjórn sumarbústaðafélagsins. Aðalsteinn vísaði á Gísla sem bauðst til að koma og hitta okkur við bæinn Eilífsdal á laugardagsmorgun og sýna okkur stystu ökuleiðina inn dalinn. Hann sagði nýja brú vera komna upp og keðjudraslið á ekki að hindra för. Auk þess bauðst hann til að benda á auðveldasta aðgengið að Valshamri í leiðinni.
Þá er það bara hittingur við Select kl. 7:55 á laugardag. Geri það hér með að tillögu minni.
1704704009Meðlimur„Ekki er um að ræða fjallgöngu..“
Hvaða andskotans vitleysa er þetta..
Rétt setning er:
„UM er um að ræða fjallgöngu (8 klst fram og tilbaka) en ekki sérhæft klifur. Takið samt brodda og ísöxi með.“
1704704009MeðlimurÞað má í þessu samhengi benda á að félögum hefur fjölgað um 23 síðastliðna sex mánuði og eru nú að nálgast 400 manns eins og Stefán bendir á.
1704704009MeðlimurHvað á það að þýða að falla frá langt fyrir aldur fram, aðeins 93 ára?
1704704009MeðlimurLeiðin á NA-hrygginn er komin á sextugsaldur og er enn að fá heimsóknir ár eftir ár, og það margar þegar best lætur. Þetta kallar maður klassík. Gaman að þessu.
1704704009MeðlimurByrjum á Ljósmyndavörum: Ég talaði persónulega við þá og fékk þennan afslátt með glöðu geði þeirra. Skil hreinlega ekki þennan viðsnúning.
Everest: Sama þar.
Útilíf: Talaði við Gerði framkvæmdastjóra og ekki var nú tregðunni fyrir að fara hjá henni, frekar en öðrum þegar falast var eftir afslætti.
Þessar frásagnir koma því vægast sagt á óvart. Auk þess sem ég hef notað mitt kort án vandræða. Heilræði: Sýnið kortin og fáið ykkar afslátt eins og um var samið og hananú.
1704704009MeðlimurÞað er ekki gott að svara því þar sem enginn er skráður. Hins vegar velja ýmsir að tilkynna þátttöku sína óbeint hér á þessum umræðuþræði sem er ágætt. Undirritaður er frá vegna meiðsla og verið er að leita að öðrum umsjónarmanni. Þetta er því í nokkru uppnámi. Lokasvar á morgun kl. 18.
1704704009MeðlimurAusturríkiskona nokkur hugðist ennfremur fara. Held að veðrið ætti ekki að spilla fyrir þótt það sé einhver bleyta í spánni.
1704704009MeðlimurAthyglisvert að þú skulir líta á þig sem móður allra fjallamanna. Þú ert svaka kerling!
1704704009MeðlimurÞað er bara askan eftir af þessu báli. Það er hægt að fara í eina Ísalpferð í rigningunni á laugardaginn á meðan liðið er að upphugsa næstu skandala. Starfsmannafélag Landspítalans hefur þegið boð Ísalp um að koma með í túrinn þannig að þetta gæti orðið ágætis hópur.
1704704009MeðlimurÍ þessari umræðu allri viðhafði ég ódrengilegt orðalag gagnvart Hjalta. Mér varð það á nota lýsingarorðið litli sem ég biðst afsökunar á.
1704704009MeðlimurHrappur. Nú skal ég hjálpa þér að losa þig út úr þessari þvælu þinni. Hjalta var ekki hótað neinu. Þú hefur sýnilega ekki vald á því sem þú ert að rausa um. Hann viðraði heldur engar skoðanir heldur spurði spurningar og notaði þar samlíkingu. Lærðu muninn á spurningum og skoðunum. Reyndar setti hann fram ágæta skoðun í seinna bréfinu.
Vertu betur undirbúinn næst þegar þú hyggst skylmast við þá stóru – nema þú viljir sitja áfram fastur í hlutverki trúðsins.
1704704009MeðlimurHjalti litli. Nú ætla ég að gefa þér heilræði.
Þú dregur hvorki konur né kvenfélög inn í umræðuna á þessum vef eins og þú gerðir hér. Skilurðu það?
1704704009MeðlimurHættu þessu dútli og verðu þig almennilega. Fáðu lánsverjur ef þú átt aungvar sjálfur.
1704704009MeðlimurBerserkir voru plataðir ofan í heita pottinn í Heiðarvígasögu og soðnir lifandi, allsberir og lítt vörpulegir þá greyin.
Berserkir voru líka plataðir í Grettissögu og strádrepnir aumingja greyin, vopnlausir og blindfullir í partýi.
Og Ljótur hinn bleiki var svo upptekinn af eigin berserksgangi að hann tók ekki einu sinni eftir því þegar skildinum hans var sparkað upp í hann og eftir lá hann í grasinu neðri kjálkanum fátækari.
Búlder er fyrir berserki. Ekki leiðum að líkjast.
1704704009MeðlimurÉg ætlaði að ræða um Cocopuffs fyrr í dag en vinnan var eitthvað að trufla mig. Nú gríp ég tækifærið.
Þannig er að Cocopuffs kynslóðin er ekki alveg fædd í gær. Ég man til dæmis þá daga í kringum 1980 er ég var 10 vetra gamall að þá borðaði ég morgunmatinn heima hjá Sigga vini mínum annan hvern sunnudag. Varla þarf að taka fram að það var Cocopuffs á diskunum okkar. Ég þekkti engan í bekknum sem fékk Cocopuffs á hverjum degi. En eittvað mun hafa verið um að börn fengju Cheerios eða Lucky Charms oftar. Á flestum heimilum var þó borðað Cornflakes eða OTA haframjöl. Ég minnist þess einstaka sinnum að hið marglita morgunkorn Trix hafi rekið á fjörur mínar í æsku. Þetta voru eins og bragðgóðir demantar. En hvar er Trix í dag?
1704704009MeðlimurAldeilis hitamálið. Fyrst voru tveir á móti tröppum en nú eru búið að snúa þeim báðum og það tók ekki nema hálfan sólarhring. Viljiði skipta um mark og byrja aftur?
1704704009MeðlimurVar þetta nú nauðsynlegt? Húsmæður eru þjóðfélagshópur sem hefur ekkert unnið til þess að vera dreginn á háðslegum nótum inn í umræðu okkar hér á umræðusíðum Ísalp. Skyldu konur hugsa sig tvisvar um að ganga til liðs við sportið ef þær mæta neikvæðum kynjaviðhorfum?
-
HöfundurSvör