Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipant
Við fórum þrír Garðbæingar í Flugugil í dag. Klifruðum 3 leiðir sem voru í fínum aðstæðum. Myndir koma hugsanlega einhvern tímann.
kv. Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantFlott myndband Palli. Virkilega skemmtilegt.
kv. Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantAlltaf gaman að svona myndböndum. Endilega komdu með fleiri.
kv. Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantFlott hjá strákunum. Tóku þeir ekki myndir?
kv. Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÞessi mynd með Joe Simpson var bara nokkuð góð. Í gær var einhver heimildarþáttur sem hét Beyond Human Limits sem fjallaði um hvernig líkaminn bregst við kulda. Í næstu viku verður áhrif súrefnisskorts tekinn fyrir.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantUm páskana fór ég í gönguskíðaferð um Kjöl og notaði þá margumtalaðan skíðasleða sem ég fékk að láni hjá Halldóri Kvaran. Hún er hrein snilld. Nóg pláss fyrir duffel, bakpoka, tvö einnota grill og örbylgjuofn. Snjóleysi gerði erfitt fyrir að bera saman púlkur vs. sleðan en í þungu færi er það ekki spurning um hvort er betri að draga. Kjálkasystemið virkar fínt og hún lætur vel að stjórn í bratta.
kv. Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantFlott myndband hjá þér.
kv. Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantDuc-tape og fatalím. Skellir fatalími (eða enn betra vöðlulím) í kringum gatið að innanverðu og skellir svo teipinu á.
Þá verður þetta skothelt.kv. Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantHérna er mynd af þessum öxum. Lýta bara nokkuð vel út.
kv. Ágúst
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantFór í Svarta turninn í dag með Gunna Magg. Virkilega skemmtileg leið, vel boltuð og frábært framtak. Unginn við fyrsta stans var bara spakur og ældi ekkert. Í klettunum vestan við niðurgöngugilið tók ég eftir bolta með frönskum lás í miðjum vegg og kopperhead í áberandi sprungu neðan við boltann. Virtist þetta vera komið nokkuð til ára sinna. Er þetta eitthvað project sem menn gáfust upp með? Sá veggur bíður upp á nokkrar leiðir.
Kv. Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantVel gert piltar.
kv. ÁgiÁgúst Þór GunnlaugssonParticipantDökkteip virkar fínt. Ef maður setur nóg af lími undir kanntana í teipinu og þá verður þetta allt í lagi.
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÁgúst Þór GunnlaugssonParticipantEr þessir Brunnár-sleðar eitthvað í líkingu við þá sleiða sem Ingvar, Halldór og Helgi Borg drógu yfir Vatnajökul fyrir nokkrum árum og mynd var gerð um?
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantFlott að hafa nafnið á hreinu. Eins og ég sagði þá er merkilegt að leiðin sé ekki klassík.
Flott leið. Hún verður kláruð að fullnustu næst.
Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantMyndit á http://agust.smugmug.com/
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantSkrapp í Gilligil(Gilið ofan við bæin Gil á Kjalarnesi) með einn nýgræðing í sportinu. 35 m/s í hviðum á Kjalarnesi bauð ekki upp á nein afrek i Búhömrum. Ágætis aðstæður í gilinu. Keyrði svo Kjósarskarðið og þar vantaði ekki ísinn.
Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÉg á eina nr. 46 Gummi ef það hjálpar:)
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantGóður punktur hjá Skabba um rötunartíma mynda á vefinn. Gaman að benda á það ég hef tekið skref aftur til framtíðar og notaði filmuvél mest um helgina. Ég hef nefnilega trú á að tískan fari í hringi:)
Filman er málið.
Einnig skora ég á menn að skrá leiðirnar sínar undir Nýjar ísklifurleiðir.
Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantSetti inn myndir á http://agust.smugmug.com/
Pís át
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÞetta var frábært festival. Aðstaðan góð og ísinn betri. Virkilega góð stemmning.
Myndir eru á leiðinni.
Takk kærlega fyrir mig.
Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantAndri og Kalli vaða mikinn því ef þeirra aðferðum slær saman verður úr samloka með karamellu og tungli en jörðin er að sjálfsögðu svissneskur ostur. Að því viðbættu passar skórinn á hnéð eða var það olboginn ruglast alltaf á vinstri og hægri.
Rúnar Óli þetta getur ekki klikkað núna, en hringdu annars í Valgeir Ægir, 545-4050, því hann á splitt og donk, vonandi í réttri stærð.
Gangi þér vel,
Kv.,
StebbiÁgúst Þór GunnlaugssonParticipantGóður dagur í gilinu. HFF er ágætis leið.
Ági
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantTöff töff töff
Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantHæ
Góður listi Skabbi. Ég er með smá viðbætur og hugleiðingar.
Ég hef eina Grivel 360 í rakknum sem er fín til að skrúfa inn þar sem lítið pláss er fyrir handfangið.
Er með 7-8 skrúfur. 4x BD, 1 Grivel 360, 2x Petzl og 1x löng Simond skran fyrir V-þræðingar.
Hef þá reglu að hafa jafn marga tvista og skrúfur með mér. Er búin að koma mér upp nógu mörgum lengjanlegum og hef alltaf 2 screamera.
Ég er alltaf með 2x5m af 5mm prussik, með þeim er hægt að gera allan fjandan t.d. félagabjörgun eða þegar að mann vantar prússik til að setja utan um stein þegar
maður er að síga niður eitthvað skítagil með hjartað í buxunum.Daisy eða prúsilla(sem margir hjálparsveitar-hönkar kannast við). Mjög þægilegt til að klippa sig í akkeri. Annars er hestahnútur á línu allt eins góður.
Eins og Andri sagði að ofan þá er gott að hafa nokkra fleyga með í rakknum.
Góðar pælingar.
Jæja aftur að læra.
Kv. Ági
-
HöfundurSvör