AB

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 101 til 125 (af 190)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Búahamrar #52248
    AB
    Participant

    Palli,

    Leiðin sem þeir fóru var bara 30-40m austan við 55.gr.

    Ég hef reyndar ekki klifrað Nálaraugað en ég veit að sú leið er ekki þarna.

    Kveðja,

    AB

    in reply to: Laumuklifrarar ? #52230
    AB
    Participant

    Mikið rétt, Stebbi.

    AB

    in reply to: Laumuklifrarar ? #52223
    AB
    Participant

    Atli,

    Við Eyþór hittum Leif með tvo kúnna, þeir voru í Kórnum líkt og við. Rauðjeppalingarnir voru einhverjir aðrir. Annars fer þetta nú að virðast vera mér meira kappsmál en það er. Það er bara skemmtilegra þegar menn segja frá. A.m.k. hef ég ekki klifrað þar sem umrætt þriggja manna teymi var að brölta.

    AB

    in reply to: Laumuklifrarar ? #52222
    AB
    Participant

    Tja, hvað er hrútsjárn?

    Stórt er spurt. Frekar myndi ég setja mig í Nietzche-ískar stellingar og spyrja; er hrútsjárn? Ef svo er, hvar er hrútsjárn og hvers vegna? Ekki hef ég séð hrútsjárn, hvorki brotið né óbrotið, frá þessum degi. En svo mikið er víst að brotið hrútsjárn getur skapað stórt vandamál, sérstaklega langt frá mannabyggðum. Hrútsjárnið brotna hafði þó ekki nema óbein áhrif á klifurframgang þessa dags.

    Kveðja,

    AB

    in reply to: Laumuklifrarar ? #52218
    AB
    Participant

    Sko, nú vellur þetta upp úr mönnum!

    Nú vantar bara að rauðjeppagæjarnir varpi fram spennandi sögu úr Kjósinni.

    Gott að heyra af einhverjum að vesenast í Botnsúlum. Fáfarið svæði. Ég kannast ekki við að leiðin á myndinni sé skráð klifurleið.

    Hvað segja heldri mennirnir um það?

    Man að ég horfði á þessa línu fyrir nokkrum árum þegar ég, ásamt Haraldi Bretlandseyjajarli og Þorvaldi AK fórum nokkra metra áleiðis upp gil í norðurveggnum, eilítið austar. Áhyggjur af brotnu hrútsjárni (ekki spyrja) stöðvuðu för okkar það skiptið.

    Halli, þú setur myndahlekk inn ef þér sýnist sem svo.

    AB

    in reply to: Laumuklifrarar ? #52214
    AB
    Participant

    Svo væri gaman að heyra hverjir voru á ferð í Kjósinni síðasta laugardag. Við Eyþór, á heimleið eftir klifur í Spora, sáum þrjá kappa á uppgöngu í átt að klettabelti með nokkrum ísbunkum. Þeir voru á rauðum jeppa.

    Hverjir voru þar á ferð?

    AB

    in reply to: Aðstæður á Vesturlandi #52187
    AB
    Participant

    Við Eyþór fórum Spora í Kjósinni. Minni ís en við bjuggumst við en leiðin er vel fær og ísinn frábær að gæðum.

    Við litum inn í Elífsdal og þar er allt í aðstæðum en Tjaldið nær ekki saman (Stefán Hús sýndi reyndar að það skiptir víst litlu).

    Lítill ís í Búahömrum.

    Svo sáum við þrjá kappa á leið upp brekku í Kjósinni. Þeir voru á rauðleitum jeppa. Hverjir voru það og hvað voru þeir að gera?

    Kveðja,

    AB

    in reply to: Fyrir helgina #52183
    AB
    Participant

    Við Eyþór klifruðum Spora í dag. Minna var af ís en við bjuggumst við, en fossinn er þó vel fær og ísinn afbragðsgóður til klifurs. Leiðin er vafalítið brattari núna en í venjulegum „feitum“ aðstæðum.

    Kveðja,

    AB

    in reply to: Helgin #52159
    AB
    Participant

    Við Eyþór fórum NA-hrygginn á Skessuhorni í frábærum aðstæðum en skyggnislausu veðri. Skemmtilegt brölt.

    AB

    in reply to: Grafarfoss #52146
    AB
    Participant

    Flestir eiga sínar Grafarfosssögur. Hér er ein.

    Grafarfossinn var fyrsta erfiða ísleiðin sem ég leiddi. Þetta var í febrúar 2002 og ég klifraði með Maggý. Veðrið var andstyggilegt; einhvers konar frost-slydda sem myndaði klakaskúlptúra í andliti manns, væri maður ekki duglegur að þurrka hana burt. Við klifruðum upp miðjan fossinn, upp í lítinn íshelli sem myndast þar gjarnan. Þaðan leiddi ég upp til hægri, fyrst upp ansi bratt ísþil. Ég lenti í miklum vandræðum vegna þess að augnlokin frusu saman milli högga og mér gekk erfiðlega að halda augunum opnum. Ég komst þó upp mesta brattann en áttaði mig á því að ég átti bara tvær ísskrúfur eftir fyrir síðustu 20 metrana og megintryggingu. Ég klifraði ca. 10m í viðbót setti inn skrúfu og kláraði svo fossinn. Þegar ég var alveg við það að ná upp að stórum steini ofan við fossinn, kláraðist línan. Þá var það eina í stöðunni að skrúfa inn þessa einu ísskrúfu sem eftir var og gera megintryggingu í ísbrekkunni fyrir ofan fossinn. En það var sama hvað ég reyndi, skrúfan vildi ekki ganga inn í ísinn því einn af göddunum fremst var innboginn. Ég vissi ekki þá að hægt er að berja aðeins ofan á ísskrúfur til að koma þeim inn í ísinn. Það var mjög kalt og hvasst þarna uppi á brúninni og ég vissi ekki hvað í fjandanum ég ætti til bragðs að taka. Ég endaði þó á því að höggva út íspolla og tryggði Maggý upp á honum. Allt tók þetta óratíma og hún var orðin frekar áhyggjufull í stansinum, enda vissu hún ekkert af mínum vandræðum, 40 m ofar. Þegar hún kom loks upp á brún var ég orðinn svo kaldur að ég gat tæpast hreyft mig. Það var svo hvasst að ég hafði ekki treyst mér til að ná í dúnúlpuna í bakpokanum. Maggý hálf dró mig til hliðar, út í móa, hjálpaði mér í dúnúlpuna mína og tróð í mig Snickers og þá kom ég til lífsins á ný. Takk, Maggý:)!

    Við komumst svo loks niður. Ég uppskar mjög vægt kal í andlitið en Maggý fékk stærðarinnar kalsár á mjóbakið/síðuna þar sem úlpan hafði lyfst upp og bert bakið komist í snertingu við hina hressandi frost-slyddu.

    Þetta þótti mér vera frábært ævintýri – þó sérstaklega þegar frá leið.

    Kveðja,

    AB

    in reply to: Fréttir af Ísalp-klifri? #52113
    AB
    Participant

    Flottar myndir, strákar.

    Kveðja,

    AB

    in reply to: Fréttir af Ísalp-klifri? #52108
    AB
    Participant

    Þið talið í gátum.

    Leysið nú frá skjóðunni! Hver datt? Og hvað með kúluna, Gulli?

    Kveðja,

    AB

    in reply to: Fjölspannaleiðir fyrir byrjendur #52072
    AB
    Participant

    Ég tek undir með Ívari að Einfari í Elífsdal býður upp á frábært ævintýraklifur. Vissulega er hún ekki algjör byrjendaleið en fyrir þá sem hafa smá reynslu af ísklifri og grunnþekkingu á vetrarfjallamennsku (snjóflóðaþekkingu m.a.) þá er leiðin algjör nauðsyn. Ég klifraði fyrst Einfara með Steppo fyrir rúmum 5 árum (fooookkk hvað tíminn líður). Það var í nóvember og það var full heitt í veðri. Neðsta spönnin var frábært WI3 klifur en restin var ís- og snjólaus að mestu. Við klifruðum þá kletta, skriðum út syllu og mixuðum okkur upp með hugmyndaflugi og reddingum. Frábær dagur og þarna safnaðist drjúgt í reynslubankann, að mér fannst.

    Sömuleiðis er leiðin Kleifarfoss í Þyrli mjög þægileg ísleið. Leiðin liggur mjög austarlega í fjallinu. Fyrsta spönn liggur upp stutt ca. 70° haft sem leiðir mann í ca 50m ísbrekku. Seinni spönnin er klassísk 3. gráða. Svo er gengið niður til austurs.

    Góða skemmtun.

    Kveðja,
    AB

    in reply to: Aðstæður? #52044
    AB
    Participant

    Úff, flottar myndir Gulli.

    Ætli maður verði ekki að endurtaka leikinn við tækifæri, svona til að strika yfir happadaginn þarna um árið.

    Ívar, ertu laus?:)

    AB

    in reply to: Hverjir þekkja til ISM? #52004
    AB
    Participant

    Himmi, það var einmitt ,,…eitthvað annað sem greip þar inní.“ Mr. T er á fullu við að þjálfa sig og aðra eins og fylgjast má með á síðunni gymjones.com.

    Hann þjálfaði meðal annars leikarana fyrir Hollywoodmyndina 300.

    Svo er kallinn farinn að keppa í hjólreiðum enda vitað mál að það er skemmtilegra að hjóla en klifra. Nei, vúps.

    AB

    in reply to: Hvað er harðkjarna (e. Hard Core)? #51884
    AB
    Participant

    Ferskjur eru harðkjarna. Eða voru það plómur?

    AB

    in reply to: Amadablam #51799
    AB
    Participant

    Glæsilegt.

    AB

    in reply to: Olli búinn með 100 tindana. #51747
    AB
    Participant

    Vel af sér vikið. Einstakt afrek. Nú geturðu slakað á í viku eða svo þar til þú hleypur af stað í næsta verkefni.

    Kveðja,

    AB

    in reply to: Nýr leiðarvísir fyrir Stardal #51398
    AB
    Participant

    Góður Óli:)

    Nei, ég hef ekki fjarlægt fleiri ryðgaðar tryggingar úr Stardal.

    Hnetan úr Óperu er enn heima, ásamt gamalli skrúfu sem við Steppo fundum í NV-vegg Skessuhorns. Já, kannski að þetta sé vísir að klifurminjasafni, Óli þú mátt vera aðstoðarsafnvörður!

    Það væri vel þegið ef einhver nennti að sækja vininn sem Stefán Hús gleymdi í Tjaldinu í Eilífsdal, sá gripur myndi sóma sér vel í safninu. Ég sé fyrir mér enskan texta við gripinn: ,,This spring loaded camming device has been to the top of Nanga Parbat and also helped Steve House to make an astonishing ascent of the much coveted route „The Tent“ in Eilífdalur, Iceland.

    Vinsamlega snertið ekki sýningargripina.

    Ég fjarlægði hnetuna úr Óperu einfaldlega vegna þess að hún var ónýt og ég þurfti að nota plássið fyrir tryggingu. Ég frétti svo síðar að einhverjir kappar hefðu fengið fortíðarljóma-kast og fundist ég vera að skemma eitthvað. Æ æ.

    AB

    in reply to: Nýr leiðarvísir fyrir Stardal #51391
    AB
    Participant

    Vel að verki staðið.

    Glæsó.

    AB

    in reply to: Helgarmontið #51214
    AB
    Participant

    Íbbi, ég held meira að segja að enginn hafi klifrað alla leiðina eftir daginn okkar frábæra um árið, fyrr en nú.

    Glæsilegt hjá ykkur strákar og fínar myndir.

    AB

    in reply to: Gullna reglan #50995
    AB
    Participant

    Vel mælt Skabbi. Það er einfaldlega ekki töff að detta í ísklifri. Reglan er í fullu gildi, sá sem leiðir í ís má ekki detta. Þegar það gerist þá er það heppni ef menn meiðast ekki.

    Þegar ég byrjaði að klifra var mér sagt að Guðmundur Helgi (Christiansen) hefði aldrei (eða var það eitt skipti?) dottið í leiðslu í ísklifri. Ísklifurkappar á borð við Palla, Ívar o.fl. hafa mér vitandi ekki dottið nema örsjaldan á löngum ferli.

    Ívari tókst reyndar að slasa sig við fall þó hann væri í ofanvað en óhætt er að segja að það hafi ekki verið honum að kenna:)

    AB

    in reply to: Hakkarar hrella #50942
    AB
    Participant

    Mundu bara að boltar, bæði sem milli- , megin- og sigtryggingar eiga ekki heima á öllum stöðum. Yfirleitt er ekkert mál að síga úr leiðum án bolta og það er nauðsynlegt að kunna og geta ,,beilað“ án þess að treysta á borvél í bakpokanum.

    Keyptu þér frekar fleiri skrúfur, hnetur, vini o.s.frv.!

    Kveðja,
    AB

    in reply to: Telemark skíðum stolið #50946
    AB
    Participant

    ,,Plís maður, ég verð að fá þetta stöff. Ég skal láta þig fá TUA Nitrogen telemarkskíði og stillanlega stafi fyrir nokkur grömm!! Plíííísss!!!!“

    M.ö.o.: Ég sé ekki fyrir mér að telemarkgræjur séu hentugur gjaldmiðill í undirheimum RVK.

    Ömurlegt að verða fyrir þessu.

    AB

    in reply to: Ísklifrið á sunnudag #50891
    AB
    Participant

    Ég held að Einar Ísfeld og Gummi Spánverji geti staðfest að Villingadalur sé varasamur í snjóflóðaaðstæðum. Einar sagði mér frá því að fyrir allmörgum árum hafi þeir kumpánar staðið í dalsmynninu og íhugað hvort gönguleiðin að fossunum væri örugg. Þeir létu slag standa og þegar þeir höfðu gengið inn dalinn (og hafið klifrið? Man þetta ekki alveg) hreinsaði hlíðin sig.

    Var sagan ekki u.þ.b. svona?

    Kveðja,
    AB

25 umræða - 101 til 125 (af 190)