Ísinn við turninn hefur þykknað nú undanfarna daga en er ekki nægjanlega mikill þannig hægt sé að príla með góðu móti. Hann er mjög holur þ.e. ekki mikil tenging við turninn þannig við gefum honum lengri tíma enda á frostið að vera fram yfir helgi.
Hugmyndin er að setja upp band sem þrætt verður í toppakkerið þannig menn geti dregið línurnar sína í gegn og klifrað.
Þegar band hangir niður úr akkerinu þá er opið og verður því einnig póstað hér á netið.
Kveðja Nils..