Siggi Tommi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 176 til 200 (af 438)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Bíldudals-grænar baunir #53798
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, þokkalega.
    Þakka kærlega fyrir mig. Súpan snilld, aðstæðan betri og ísklifrið frábært.
    Verðum að sampla þetta svæði aftur síðar í vetur eða alla vega á næsta ári…

    Við Robbi ætlum að reyna að berja saman leiðarvísi að þessu. Erum með myndir af slatta af svæðum og leiðum og R tók textalýsingar af flestum hópum um helgina. Sendum á ykkur markpóst við tækifæri ef vantar myndir eða info.

    in reply to: Verkalýðsfélagið og fleira í Tvíburagili #53796
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, prýðilegt var þetta þó tíminn væri knappur.
    Fór Himin og haf nú ekki í annarri, þar sem ég datt ítrekað í fyrstu löngu teygjunni en þegar ég loksins náði henni fór ég alla leið upp. Ætli föllin hafi ekki verið ca. 4.
    Síams og Himinn/haf báðar sérdeilis fínar leiðir. Þarf að prófa Verkalýðsfélagið í næstu ferð.

    in reply to: Meira mix – meira stuð. #53714
    Siggi Tommi
    Participant

    Áhugavert. Það er ekkert smá sem leiðin breytist á nokkrum vikum. Greinilegt að maður verður að prófa ísvariantinn af þessu líka.
    Mig langar til að klifra svona dangling dagger eins og hinir… :)

    Legg til að leiðin verði endurskírð „Miklabraut“ í ljósi mikillar umferðar síðustu vikur.

    in reply to: Meira mix – meira stuð. #53708
    Siggi Tommi
    Participant

    Gott mál. Það er allt að verða löðrandi í leiðum þarna uppfrá.
    En… það er víðar hægt að príla en í Esjuhlíðum…

    Datt í hug að minnast á að ábúendur að Björgum í Kaldakinn halda úti vefsíðunni http://www.bjorgum.is þar sem finna má myndir og sitthvað fleira um ísklifur á svæðinu auk gistimöguleika og fleira.

    Þar vakti helst athygli mína sérdeilis prýðilegur fítus sem sýnir vikulega myndir af ísaðstæðum í Ógöngufjalli. Sé ekki betur en flestar leiðir séu að detta í aðstæður og því tilvalið að drífa sig norður við tækifæri.
    Slóðin á aðstæðusíðuna er:
    http://www.bjorgum.is/icebjorg—iceclimbing-area/the-ice/

    in reply to: Ísklifurleiðarvísar á netinu #53696
    Siggi Tommi
    Participant

    Drög að sjálfsmorði var klárlega erfiðari (miklu lengri, meira pumpandi og alla vega jafn teknísk) en Ólympíska sem aftur er eitthvað erfiðari en Krókódílamaðurinn, sem við settum á M6. Það hafa núna fjölmargir punkast í Ólympíska en ekki haft árangur sem erfiði svo hún hlýtur að vera eitthvað meira en M5 eða M6.

    Robbi fór Sjálfsmorðið í annarri og ég í fjórðu og ekki er ég neitt mixtröll svo mér fannst M8 alltént of hátt á hana á sínum tíma (þó ég viti ekkert hversu erfitt M8 ætti að vera…). Ólympíska fór ég í þriðju, hefði farið í annarri hefði öxi ekki poppað af kanti. Enginn hefur onsightað hana svo ég viti.
    Ég ætla því að leyfa mér að halda því fram að Sjálfsmorðið sé erfið M7 og Ólympíska létt M7.

    Verst að það vantar ítarlegri greiningu á þessum <M8 leiðum hjá Gadd. Annars fínt yfirlit en frekar spasstískt að bera svona saman við klettaklifur. Ég klifra létt 5.10 í grjóti en þarf að hafa mikið fyrir M7. En ef ég klifraði jafn mikið mix og ég búldera og sportklifra, þá þætti mér eflaust meira að marka þessa töflu hjá kallinum.

    En þar sem reynslan af mixi erlendis frá er afar takmörkuð hjá núverandi kynslóð, þá verða þetta alltaf eitthvað heimatilbúnar gráður en vonandi ekki alveg út úr korti. Held að þetta sé í ágætis farvegi.

    Gamanaðessu.

    in reply to: Ísfestivalið #53675
    Siggi Tommi
    Participant

    Var þarna á ferð um sumar 2006 og sá einmitt mikla möguleika í skálunum inni í Ketildölunum.
    Hvestudalur (næsti dalur utan við Bíldudal) var þar með áberandi stóra skál sem minnti mjög á Naustahvilft og var slatta bleyta þar og því líklega kjörlendi. Svona skálar voru svo víðar en ekki eins greinilegt potential.
    Svo eru hlíðarnar sem vísa út í Arnarfjörðinn á milli dalanna líklega með efni í leiðir í áttina að því sem má finna í Óshlíð og Berufirði. Vona að myndirnar sem stjórnin ætlaði að deila með okkur sýni þetta eitthvað.

    in reply to: Ísfestivalið #53668
    Siggi Tommi
    Participant

    Spurning hvort njósnarar klúbbsins hafi nokkuð komið auga á glerharða grjótveggi með haug af lafandi ísspenum einhvers staðar kringu Bíldó.
    Það hljóta að vera einhver gil þarna en væri voða gott að geta gengið að því svo ekki þurfi að leita þegar á hólminn er komið…

    in reply to: Klippa annarri eða báðum? #53659
    Siggi Tommi
    Participant

    Einhvern tímann þóttu rök gegn því að klippa báðum í sama akkerið að þær gætu nuddast saman og því þyrfti að klippa þeim í sitt hvora bínuna ef þeir fara í sömu tryggingu.
    Veit ekki hvað þetta er mikill faktor en vert að hafa í huga.

    in reply to: Upphitum fyrir ísfestivalið #53643
    Siggi Tommi
    Participant

    Töff stöff. Snældan er greinilega miðill ársins 2009 í klifrinu

    in reply to: Helgarspeijið! #53630
    Siggi Tommi
    Participant

    Gat ekki beðið með að græja myndirnar.
    Maður getur sofið í ellinni. :)
    Setti slatta inn á:
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/Austurardalur#

    in reply to: Helgarspeijið! #53629
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, Austurárdalur var tóm hamingja eftir nokkur vonbrigði með að fá ekki að prófa Mýrarhyrnuna eftir alla þessa keyrslu.
    Bláa leiðin og Túristaleiðin voru í fínum aðstæðum, sú bláa kannski heldur í þynnra lagi, greinilega búin að bráðna nokkuð í sundur.
    Ísinn var þéttur og góður og bara smá fjúk úr fossunum til hliðar annað slagið, annars þurrt.

    Styttist mjög í að megaflottu leiðirnar ofan við sylluna (WI5 – WI6 kerti, 20-30m) detti í aðstæður sem dauðlegir menn eiga séns í.

    Myndir koma á næstu dögum.

    in reply to: Ólympíska félagið- Tvíburagili #53608
    Siggi Tommi
    Participant

    Góðir.
    Enginn er verri þótt hann sé perri, já og vökni líka.

    in reply to: var að berast frá Kanada #53586
    Siggi Tommi
    Participant

    Sendi kauða stutt skeyti með smá upplýsingum.
    Hvatti hann til að koma á festival og fleira.

    in reply to: Sósíalstemning í Tvíburagili #53566
    Siggi Tommi
    Participant

    Algjörlega sammála síðasta ræðumanni.
    Bolta þetta allt saman til að fá fleira gott stöff í safnið, því annars fer enginn þessa leið (eða afar fáir alla vega).

    in reply to: Sósíalstemning í Tvíburagili #53563
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, það er engin lygi að veður var með versta móti. Skíta fjúk og misvindasamt þannig að bunurnar úr kertunum fuku um allt og varla þurran blett að finna undir klettunum né á spjörunum.
    En Ólympíska félagið fékk alltént sína aðra rauðpunktun og er það vel. Byssurnar á ungstirninu þoldu ekki sýruna sem Fjelagið bauð upp á svo hann laut í gras en hyggur á hefndir hið fyrsta.
    Tek undir með Andra og co. að leiðin er virkilega skemmtileg. Klassaklifur upp slúttið og kertið uppi skemmtilegt. Eina sem skyggir á er mega hvíldarsyllan eftir slúttið en það var svosem kærkomið að fá hana eftir pumpuna. Gráðan var aðeins rædd þarna og voru menn á þessu erfið M6 alla vega og jafnvel M7 þó við höfum afar lítið til að byggja á eins og komið hefur fram.
    Þó nokkur föll voru tekin, eitt sem endaði á hvolfi og annað næstum með grándi í fyrsta bolta – gaman að því. Það verður að lifa á brúninni til að njóta lífsins… :)

    Andri og Freysi muldu úr einhverju framtíðarprójekti sem vonandi klárast í vetur. Tvíburagilið ætti að geta boðið upp á 5-10 leiðir. Kannski ekki allar einhverjar gersemar en ábyggilega vel brúklegar sem æfingaleiðir enda það sem sárlega vantar hér kringum Gómorru.

    Þökkum piltunum fyrir boltavinnuna, öllum sem eru limir í boltasjóðnum fyrir framlögin og skorum á alla sem telja sig mixtröll að reyna sig við hressleikann.

    in reply to: Búahamrar í dag #53577
    Siggi Tommi
    Participant

    Hresst. Andri póstaði sitt um leið og ég var að skrifa mitt. Vefstjóri má alveg eyða mínum þræði.

    in reply to: Vinnu- og skemmtiferð í Tvíburagil #53550
    Siggi Tommi
    Participant

    Hljómar eins og plan nema það væri áhugavert að heyra hvaða bull Andri ætlar að framkvæma á þessum óræðu 15 mín í lokin. :)

    Þetta er bara snilld. Glæsilegt framtak.

    Maður verður að reyna að smella sér í nokkra tíma þarna um helgina og kannski bolta eina nýja ef færi gefst.

    in reply to: Vinnu- og skemmtiferð í Tvíburagil #53546
    Siggi Tommi
    Participant

    Það er ekkert til sem heitir „óþarfa ís“… :)

    in reply to: Þilið í dag 13 jan #53545
    Siggi Tommi
    Participant

    Þið eruð svo miklir gloryhunterar!! ;)

    in reply to: Þilið í dag 13 jan #53541
    Siggi Tommi
    Participant

    Góðir.
    Gott að vita að þetta var ekki bara litla hjartað í mér sem hikaði þarna á síðustu metrunum… :)

    in reply to: Eilífsdalur í dag #53532
    Siggi Tommi
    Participant
    in reply to: Eilífsdalur í dag #53530
    Siggi Tommi
    Participant

    Bull og bitleysa.
    Það er alltaf tími fyrir softshell. Bara gott að hafa texið með í pokanum þegar sturtan kemur. :)
    Annars er von á fleiri myndum í kvöld.

    in reply to: Nýrr ársrit ÍSALP #53522
    Siggi Tommi
    Participant

    Vísa þessu til stjórnar.
    Ritnefnd skilaði þessu af sér í kassavís eftir prentun og stjórn sá um að senda þetta á félagsmenn. Þekki ekki ferlið ef menn voru ekki búnir að greiða fyrir gjalddaga.

    in reply to: Nýrr ársrit ÍSALP #53520
    Siggi Tommi
    Participant

    Ánægjulegt að póstferlið taki ekki nema 3-4 mánuði þarna til Lúx… :)
    Þetta kom nefnilega úr prentun um miðjan september og sent til félaga fljótlega þar eftir.

    En fyrir hönd ritnefndar þakka ég hrósið og auglýsi eftir efni í nýtt blað sem kemur væntanlega með haustinu.

    in reply to: www.bergmenn.com #53516
    Siggi Tommi
    Participant

    Já frábært. Glæsilegt stykki.
    Gangi þér vel með biznizzinn!

25 umræða - 176 til 200 (af 438)