Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
1012803659Participant
2001 (að vetri til) Guðjón Örn, Einar Ísfeld og Matti Zig.
Gubbaðist líka niður Hörgárdalinn af Hraundranganum veturinn 2000 í veglegu snjóflóði. En það er önnur saga.
1012803659ParticipantÉg endurnýjaði pakkann síðasta vetur, og þetta getur verið algjör frumskógur.
Ég endaði á Black diamond skíðum (drift)
http://www.blackdiamondequipment.com/en-us/shop/ski/skis/drift-skiBindingar, Fritschi Diamir
http://fjallakofinn.is/?webID=1&p=113&sp=115&item=832Ég er mjög ánægður með þessi kaup.
Sammála um 100mm í mittið sé heppileg breidd fyrir utanbrautarskíðun.
Því miður eru verðin hér heima langt frá því að vera samkeppnishæf við verðin sem við fengum úti.
Ég á annað sett af skíðum (Völkl snow-wolf) sem eru lítil, mjó og létt ef ég sé fram á eitthvað ógeðisfæri.
1012803659ParticipantHér er linkur á video úr túrnum upp í Bláfjöll.
Ég reyndi að fikta með birtu og skugga til að flóðið sæist almennilega. Flóðið er eftir ca 1 mín í videoinu
1012803659ParticipantVeit ekki hvort Eyjafjallajökull flokkast sem nágreni höfuðborgarinnar. En allavega fórum við nokkrir á skíði þar á sunnudag.
Frábært færi, tonn af snjó. Fáar sprungur. Mæli hiklaust með þessum túr.
https://picasaweb.google.com/gudjonbj/Eyjafjallajokull_Public#
1012803659ParticipantSetti inn nokkrar myndir frá Öræfajökli sem voru teknar um helgina (Skíðaleið niður svínafellsjökulinn og fleira):
https://picasaweb.google.com/gudjonbj/HnukurIISvinafellsjokull#Myndirnar eru ekki í sama klassa og hjá Gumma (maður hálf skammast sín að pósta myndum á eftir þeim). En myndirnar ættu að gera ágæta hugmynd um aðstæður á jöklinum.
Myndirnar eru samansafn frá Ívari, Sigga Skarp, Gísla Símonar og mér.
1012803659ParticipantGarmin Basecamp er forrit sem er vert að kíkja á einfaldara en Mapsource sem þýðir að þú ert fljótari að læra á það en það ræður ekki yfir eins mörgum fídusum.
Svo er síðan http://connect.garmin.com/ nokkuð góð ef þú ert bara að skoða afrek ferðarinnar… vegalengd, hæðarmetra, tíma og fleira í þeim dúr.
1012803659ParticipantVið fórum nokkur á Móskarðshnjúkana í gær.
Það er töluvert af snjó þarna uppfrá, og alveg hægt að þræða gil og skorninga, en það vantar base.
Sárt að skíða niður úr lausasnjónum niður í grjótið.
Vonum að hláka næstu daga búi til fínan base!1012803659ParticipantHvort tveggja er selt, þakka góð viðbrögð.
En mig vantar enn eina staka Simond Naja.
1012803659ParticipantSkruppum þrjú í Búhamrana í dag (29.12) klifruðum leiðina 55°N í glymrandi aðstæðum.
1012803659ParticipantVið skruppum tveir í Spora í morgun, aðstæður fínar, hellingur af ís.
Vorum snemma á ferðinni og sluppum við alla bleytu í fossinum.
Lögðum af stað úr bænum kl 8:00 og vorum mættir í Skötuboð kl 13:00Mér fannst Spori vera í erfiðari aðstæðum en í þau skipti sem ég hef farið hann. Enginn snjór gerir klifrið lengra og brattara, en engu að síður mjög skemmtilegt.
Mæli með Spora um jólin!
1012803659ParticipantÉg á líka Ortovox F1, hann svínvirkar enn eftir áratuga notkun.
Algjörlega málið að kunna á tækin sín í stað þess að vera með flottustu/nýjustu græjurnar á markaðnum og kunna ekkert á þær. Ég vill meina að ég sé ekki mikið lengur að leita með mínum ýli en einhver með nýjustu græjuna… (að því gefnu að ég sé að leita að einum ýli)
Þegar ég tek hann úr notkun fer hann á góðan stað upp á vegg hjá mér. Löngu búinn að sanna gildi sitt.
Fékk einu sinni vænt spark í bringuna frá manni í mannbroddum, og eins og í kúrekamyndunum þegar stjarnan bjargar fógetanum frá byssukúlu í hjartað… þá bjargaði ýlirinn mér frá vænni stungu í brjóstið.
Tók líka einu sinni væna byltu niður Hraundrangann í snjóflóði, einn af hópnum grófst undir og hann fannst strax með Ortovox F1 (hann var sjálfur með sömu gerð af ýli).
Ég er sammála þér Sveinborg að það sé kominn tími til að skipta honum út. Við gætum hugsanlega skoðað tveir fyrir einn díl? Hvort einhver vilji taka tvo F1-ýla upp í tvo nýja?
1012803659ParticipantVið skelltum okkur tveir (Gaui og Atli) í þessa snilldar leið fyrripartinn í dag.
Spenningurinn og gleðin var svo mikil að ég spændi fram hjá fyrstu megintryggingunni og endaði með massa „rope-drag“ og tvistalaus í „annari“ spönninni.
Mér fannst gráðurnar vera við hæfi miðað við aðrar leiðir á íslandi. Leiðin er vel boltuð!
Snilldar framtak, takk fyrir okkur
1012803659ParticipantÁgúst:
Ég tók ekki mikið af myndum, en það eru einhverjar hér:
http://picasaweb.google.com/gudjonbj/Moskardshnjukar#Var með einn á bretti með mér, þannig að við reyndum að sneiða framhjá snjónum á leiðinni upp. Á leiðinni niður eltum við gilið sem er vestan meginn við svarta-hnjúkinn (veit ekki hvað hann heitir) töluvert langt niður.
Týpískt vorfæri. Snjórinn er á hröðu undanhaldi en ég held að það ætti að vera hægt að skíða út Apríl.
Svo má ekki gleyma öllum norðurhlíðunum, það er t.d. snjór miklu lengur í Eilífsdal/Flekkudal/Eyjadal.
Go for it!
1012803659ParticipantÞó að aðstæður séu ekki eins góðar hér fyrir sunnan, er vel hægt að skíða hér ef viljinn er fyrir hendi.
Í stað þess að fara í ræktina á föstudaginn, fór ég á móskarðshnjúkana, það er hægt að skíða langleiðina niður á bílastæði.
Það er snjór á Eyjafjallajökli niður í ca 600m hæð.
1012803659ParticipantFórum tveir í grafarfossinn á sunnudaginn, fossinn var í engum aðstæðum. Morkinn snís og algjört frauð…
Bail-uðum eftir ca 20m og brunuðum í móskarðshnjúkana á skíði. Fundum þar þessa fínu bláu skóflu.
Ef einhver saknar hennar er hægt að nálgast hana hjá mér (S: 864-7734)1012803659ParticipantSammála, væri skynsamlegra að hafa opið frá 15-21 ef þetta er vegna sparnaðar.
Flestir fara á skíði beint eftir vinnu á virkum dögum, þessi auka klukkutími skiptir miklu máli. Tala nú ekki um þegar daginn fer að lengja!
1012803659ParticipantFórá Siglufjörð um daginn, fínt skíðasvæði. Mæli hiklaust með því.
Gistiheimilið Hvanneyri á Sigló bíður upp á ódýra gistingu.
http://www.hvanneyri.com/tilbod.htm1012803659ParticipantErum 9 stykki á leiðinni norður á Sigló um helgina, væri gaman að vita ef fleiri verða á svæðinu…
1012803659ParticipantHvernig voru aðstæður í Tindfjöllum?
Er kominn einhver snjór að ráði?
1012803659ParticipantSkrapp í Búhamrana eins og Freysi segir, ég fór létt bröllt í tvíburagilinu.
Það var fínt fyrri part dags en þegar sólin náði inn í gilið varð allt rennandi blautt. Heldur þunnt, en allt á réttri leið.
Myndir af aðstæðum:
http://picasaweb.google.com/gudjonbj/TvBuragili30NV#1012803659ParticipantJá sammála! Gott framtak!
Fjölmargir sem hafa áhuga á þessu en allt of fáir sem stunda þetta…
Rúmlega helmingur þeirra sem eru að óska eftir búnaði hér á síðunni eru að leita eftir fjallaskíða-græjum. Það er dauðasynd að liggja á þessum græjum ef maður er ekki að nota þær.
Mætum sem flest þann 5. nóv á prepp-kvöldið og setjum saman skemmtilega dagskrá/plan fyrir veturinn!
1012803659ParticipantÚps, var bara að sjá þetta frá þér núna Sveinborg, hefðum kippt þér með ef við hefðum séð þetta fyrr.
Við fórum þrír á fjallaskíðum upp á Hekluna síðastliðinn laugardag, flottur túr. Mæli hiklaust með þessu fyrir þá sem hafa ekki mikinn tíma til að fara út að leika um páskana.
1012803659ParticipantSófaklifrarar eða laumuklifrarar, hvort er verra…
Við fórum fjórir í Eilífsdalinn síðastliðna helgi, fínar aðstæður, fullt af ís.
http://picasaweb.google.com/gudjonbj/EinfarinnEilFsdal/photo#5155012476056505314
Við klifruðum Einfarann, hann var í sæmilegum aðstæðum, þó var ágætis hengja að myndast, sennilega orðin vígaleg í dag.
-
HöfundurSvör