Skabbi

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 151 til 175 (af 386)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Kanadagellurnar…fyrir sófaskíðarana #55263
    Skabbi
    Participant

    Glæsilegur dagur á fjöllum!

    Þú ert orðinn svo gæjalegur með þetta rauð skegg Robbi, hvernig væri að skella in prófíl mynd? Ég segi þetta nú bara vegna þess að ég sakna þín svo mikið að ég vill fá myndir af þér plasteraðar útum allt spjallborð.

    Skála líka fyrir þér í pottinum um helgina!

    Skabbi

    in reply to: Hverjum vantar og hver á – far austur?.. #55260
    Skabbi
    Participant

    Ef einhvern vantar far austur eftir vinnu á morgun (föstudag) þá er laust sæti með okkur Gulla og Hrönn í Kótelettunni.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Ísklifur II #55256
    Skabbi
    Participant

    Súrt að námskeiðið skuli lenda á þessum óheppilega tíma.

    Ég fór ísrúnt inn í Hvalfjörð í gær. Grafarfossinn leit ágætlega út úr fjarlægð. Lítill ís í Búahömrum, nema einna helst í Tvíburagili. Eilífsdalur mjög þurr, Einfarinn örugglega inni, kannski Tjaldsúlur en Þilið átti langt í land. Oríon var heillegur að sjá, allavega frá veginum. Múlafjall mjög þurrt, Stígandi þunnir að sjá og neðsta haftið í Rísanda íslaust með öllu. Hugsanlega heillegar línur í Leikfangalandi. Sáralítið heillegt af öðrum leiðum, líklega sökum þurrka og snjóleysis.

    Enduðum í Brynjudal, n.t.t. í Þverá fyrir ofan bæinn Þrándarstaði. Neðarlega frýs áin á nokkrum stöðum, bauð upp á skemmtilegar 20-30 metra spannir, WI 3-4. Enn ofar í gilinu eru fleiri stuttar og þægilegar spannir. Giska á að þetta sé það sem þú ert að leita að? Fórum ekkert inn í Kjós, Spori hefur örugglega verið góður í gær an hefur eflaust safnað miklum snjó í dag og nótt.

    Eníhú, góða skemmtun um helgina, ég skal skála fyrir þér í pottinum…

    Skabbi

    in reply to: Ástæðan fyrir því að hættulegt er að klifra kerti. #55255
    Skabbi
    Participant
    Quote:
    …we realised that the only tribute we’d paid to the risk was the loss of a complete set of camming devices, some nuts, a thermos of ginseng tea which, buried beneath three or four meters of ice, we’ll only be able to drink in late spring. Who knows whether it’ll still be hot?!

    Snilld!

    Já, kertin geta verið varasöm. Fyrr í vetur hrundi risadrjólinn „The Fang“ í Colorado með farþega. Sá var ekki eins heppinn og klifrarinn í sögunni að ofan en lifði þó. Sjá hér.

    Sjáumst á festivalinu!

    Skabbi

    in reply to: Ísklifur um helgina í stað festivals #55219
    Skabbi
    Participant

    Siggi

    Getur verið að netfangið (sigurdurvj08@u.is) þitt sé vitlaust skráð hérna? Reyndi að senda þér póst en fékk hann í hausinn aftur.

    Skabbi

    in reply to: Ice climbing partners? #55218
    Skabbi
    Participant

    Ég bauð Jeremy með okkur Hrönn í Haukdalinn um síðustu helgi. Hann er sterkur klifrari með mikla reynslu og öll öryggismál á tæru. Prýðilegur félagsskapur í þokkabót. Ég ætla að skjótast með hann upp í hvalfjörð á morgun ef e-r hafa áhuga. Hann fer af landi brott á föstudaginn en vill gjarnan komast í meira klifur á fimmtudaginn ef hægt er. Ef e-n vantar klifurfélaga í blíðunni næstu daga er um að gera að skjóta pósti á kallinn.

    Skabbi

    in reply to: Ísklifur um helgina í stað festivals #55215
    Skabbi
    Participant

    Var í Haukadalnum um helgina í öldungis frábæru veðri og skyggni. Ísmagn var þokkalegt, þó var sýnilega minnst í Skálagili. Töluverður ís var sjáanlegur í Stekkjargili og Bæjargili. Freyr, voruð þið í Stekkjargilinu? Við fórum línur utan þessara hefðbundnu gilja fyrir ofna Hamra og eyðibýlið Jörfa. Vel tekið á móti okkur í Stóra Vatnshorni eins og alltaf.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Ísklifurfestivalið 2010! #55200
    Skabbi
    Participant

    Er ekki „Undir brúnni“ austasta leiðin? Held að það séu engar leiðir þarna austan megin. Ef það er rennsli í klettunum þarna eru litlar líkur á því að þeir séu fýsilegir til klettaklifurs. Eins ímynda ég mér að klettarnir á móti klifursvæðinu séu fínir í mix, eru þeir ekki alltaf blautir líka?

    Það náttúrulega vítaverður fávitaskapur að drytoola í klettaklifurleiðum, hvort heldur sem er norðan eða sunnan heiða.

    Flottar myndir btw gummi, gaman í road trippi. Á ekkert að kíkja í Berufjörðinn?

    Skabbi

    in reply to: Klifuraxir til sölu #55185
    Skabbi
    Participant

    A eiga nýjust græjurnar er stöðugt kapp við tímann

    Nýji Quarkinn og Nomicinn, frá og með haustinu.

    photo2b.jpg

    Petzl sækir líka inn á sérhæfða drytool markaðinn með endurhönnun á gamla Quark ergo. Þeir ætla ekki að láta BD komast upp með að baða sig í sviðsljósinu með nýju fusion öxina lengi.

    photo1a.jpg

    Töff

    Stöff

    Allez!

    Skabbi – fastur í gamla tímanum

    in reply to: Dynjandi klifraður í fyrsta skiptið #55161
    Skabbi
    Participant

    Vá, brútalt!

    Á ísfestivalinu á Bíldudal í fyrra sögðu heimamenn okkur að Dynjandi væru verðugasta verkefnið í firðinum, enda hár og svínbrattur. Vel gert herrar, og góð redding þarna í lokin!

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: X-games meistari #55112
    Skabbi
    Participant

    Glæsilegt hjá stráksa! Þeir bræður eru orðnir ansi stór nöfn í geiranum sem er æðislegt.

    Áður en menn hópast með kyndla og kvíslar upp í Efstaleiti bendi ég á að Dóri fékk álíka langa umfjöllun og nýkrýndir Evrópumeistarar Frakka í kvöldfréttunum RÚV í gær. Einnig var tekið viðtal við hann áður en hann fór út.

    allez

    Skabbi

    in reply to: Polar Cicus #55090
    Skabbi
    Participant

    Velkomin heim á hið ísilagða Ísland!

    Glæsileg leið hjá ykkur, hlakka til að sjá myndir. Tek að ofan fyrir Berglindi að hafa tosað kallinn upp bröttustu höftin.

    Skabbi

    in reply to: Hörzl #55075
    Skabbi
    Participant

    Ég sendi þetta á Sigga Tópó um daginn. Sjáum hvað kemur út úr því…

    Skabbi

    in reply to: Worldcup climbing in Europe #55070
    Skabbi
    Participant

    Hey Marianne!

    you must be gaining loads of experience from all this. Good for you and good luck in Rabenstein!

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Snjóflóðafyrirlestur part 2 #55054
    Skabbi
    Participant

    Og svona rétt til að koma fólki í stemminguna fyrir kvöldið:

    http://vimeo.com/6581009

    …heppinn…

    Skabbi

    in reply to: Snjóflóðafyrirlestur part 2 #55053
    Skabbi
    Participant

    Það er ánægjulegt að sjá hvernig þessi fyrirtæki eru tilbúin að koma til móts við félagsmenn Ísalp þegar kemur að grundvallar öryggisbúnaði. Ég tek að ofan fyrir þessum ágætu fyrirtækjum og vonast til að sjá sem flesta á fundinum á morgun.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Snjóflóðafyrirlestur á miðvikudaginn #55036
    Skabbi
    Participant

    Um að gera að minna á þennan merkilega viðburð. Hvet fólk til að mæta tímanlega, salurinn er ekki stór.

    Skabbi

    in reply to: Tilboð á snjóflóðabúnaði #55035
    Skabbi
    Participant

    Þú færð svarið örugglega á fyrirlestrinum í kvöld, eða á næsta fyrirlestri sem fjallar sérstaklega um snjóflóðaýla.

    Skabbi

    in reply to: Bloggsíðan hjá Ameríkuförunum #55026
    Skabbi
    Participant

    Ásbjörn Hagalín Pétursson wrote:

    Quote:
    Ice Community
    Aðal síðan í dag. Hendum inn fyrsta video á næstu dögum.

    KLikkí…

    in reply to: Ísfestival – tímasetning #54996
    Skabbi
    Participant

    Páll Sveinsson skrifar:

    Quote:
    Ísfestvalið er viðburður sem enginn má missa af.
    Nú er það viku seinna enn í fyrra og hitti skemtilega á sama tíma og vetrarfrí skóla á höfuðborgarsvæðinu.

    Því miður fyrir mig verður enn meiri vinna að prúta um frítma þessa daga.

    kv.
    Palli

    Það er hárrétt hjá Palla, ísfestivalið er atburður sem enginn má missa af.

    Þegar stjórnin settist niður í haust og lagði drög að vetrardagskránni var miðað við svipaðan tíma og síðustu ár, uppúr miðjum febrúar. Sem eini meðlimur stjórnar með barn á grunnskólaaldri veit ég uppá mig skömmina, ég er einfaldlega fullkominn rati þegar kemur að svona skipulagningu.

    Ef tímasetningin á festivalinu hentar klúbbfélögum almennt mjög illa er sjálfsagt að taka það til skoðunar. Það verður hinsvegar erfitt að finna tímasetningu sem hentar öllum fullkomnlega.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: klifur í dag #54984
    Skabbi
    Participant

    Freyr Ingi Björnsson skrifaði:

    Quote:
    Hafa menn ekki verið að brölta upp á höftin á leiðinni upp að Spora sjálfum?

    Ég held að sá neðsti (og stærsti) beri hið ómþýða nafn Mígandi. Einn af mörgum á landinu reyndar sem ber þróaðri kímnigáfu íslenskra ísklifrara fagurt vitni.

    Ég hef farið upp eftir læknum nokkrum sinnum, tekið öll höftin á leiðinni. Það er þrælgaman. Fyrst þegar við Sissi og Bjöggi „fundum“ Spora komum við einmitt upp eftir læknum. Spori kom ekki í ljós fyrr en við stóðum næstum undir honum.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: klifur í dag #54971
    Skabbi
    Participant

    Við Gulli granít og frýr renndum inní Kjós í blíðviðrinu í morgun. Klifruðum Spora, sem er svosem ekki frásögum færandi nema hvað hann er tekinn að veðrast af gengdarlausri umferð undanfarnar vikur. Það er orðið hægt að klifra nánast allan fossinn án þess að höggva nokkurntíman, bara húkka í götin. Ekkert að því náttúrulega.
    Gegnt Spora, hinummegin í dalnum hefur myndast ansi myndarlegur foss, á að giska tvær spannir. Þegar við ókum á brott sáum við tvo menn (eða konur, eða sitthvort) klifra þennan ónefnda foss. Væri fróðlegt að heyra hvernig sú vegferð fór.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: klifur í dag #54969
    Skabbi
    Participant

    Arnar Halldórsson skrifaði:

    Quote:
    Skabbi (þar sem þú varst þarna fyrir stuttu), hvernig myndir þú gráða neðri fossinn? en þann efri?

    Ertu ekki að tala um efra og neðra haftið í neðsta fossinum? Það neðra var örugglega 3.gráða þar sem við fórum um daginn, og efra haftið 4. þar sem það var brattast. Annars eru þessi höft ansi breið og fjölbreytt, hægt að þræða erfiðari afbrigði eftir hentugleika.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Ísklifurvettlingar. #54968
    Skabbi
    Participant

    Tegera vettlingarnir fást orðið ansi víða, m.a. í Húsasmiðjunni. Ég held að þeir séu ódýrastir í Fossberg í Dugguvoginum, þar hef ég alltaf keypt þá.

    Núorðið er ég alltaf með þrjú pör af vettlingum; Punisher par, eitt par af Tegera og belgmikla ullarvettlinga. Ullina til að tryggja og síga, Punisher í klifrið og Tegera sem vara, og í erfiða leiðslu.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Meira af flottum ís. Allt að gerast. #54957
    Skabbi
    Participant

    Bíddu bíddu! Kallinn kominn með nýjar axir!? Og nýjan hjálm!? kreppa hvað?

    Skabbi

25 umræða - 151 til 175 (af 386)