Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
0801667969Meðlimur
Haldið þið að þið hafið átt þátt í koma þessu af stað? Hvernig voru snjóalög og göngufæri? Framan af laugardegi þá var rigning á láglendi þarna, létti svo til seinni partinn.
Þetta virðist myndarlegasta snjóflóð. Samt lítið miðað við þau ógnarflóð sem verða norðan til í Ýmu. Það eru stærstu flóð sem ég hef séð.
Kv. Árni Alf.
0801667969Meðlimur17 nóvember 2010
Hér í Fjöllunum er dýrðardagur, sól, léttskýjað, nánast logn og frost 2 gráður. Mikið bætt í snjó opg færið er flott. Kóngsgilið orðið breitt og fínt. Fínt færi utan brauta.
Maður sér þokuna lóna yfir höfuðborginni eins og teppi. Hvet menn til að skríða úr þunglyndisþokunni og skella sér á skíði.Kv. Árni
0801667969MeðlimurFinnst nú alltaf áhugavert þegar upp kemur nýr þráður. Eitthvað líflegra en þegar gamall þráður er að dúkka upp endalaust. Minnir á 4×4 spjallið.
Sammála því að geta tengt sumt af þessu en er ekki hægt að gera það með valdi, þ.e.a.s. einhverri ritstýrðri tölvutækni?
Annars ótrúlegt líf hérna. Skíða- og snjóþotumarkaður og fréttir af gömlum beilurum. Allt að gerast.
Kv. Árni
0801667969MeðlimurÞað er gamall og góður siður að banka uppá hjá bændum. Var og er sjálfsögð kurteisi. Rifjast þá upp fyrir mér að hafa bankað uppá á bæ fyrir tæpum þrjátíu árum.
Klukkan var fimm að morgni og bóndi dálítið „úldinn“. Vorum á leið upp í Skarðsheiði í leit að týndri flugvél. Gerðist hann fljótlega hinn hressasti. Fór að tala um draumfarir frúarinnar sem pössuðu við týnda flugvél í fjallinu fyrir ofan. Vildi ólmur skutla okkur á dráttarvél einhvern snarbrattan svellaðan slóða ofan við bæinn. Komumst lifandi frá þessu.
Að banka uppá á næsta bæ þegar farið er um er fróðleikur fyrir báða aðila og oftast hin besta skemmtun.
Kv. Árni Alf.
PS Ef mönnum er ekki vel tekið er um þá er um efnaðan aumingja af mölinni að ræða. Bærinn er þá venjulega brynvarinn.
0801667969MeðlimurVið „heimamenn“ tölum um Norðurleiðina sem sumir nefna Öxlina. Þetta er þriðji veturinn í röð sem Norðuleiðin kemur inn á undan Kóngsgilinu. Þetta er algjör viðsnúningur frá fyrri árum þegar Kóngsgilið kom alltaf inn fyrr og var oft eina opna skíðaleiðin.
Þessar breytingar má rekja til snjógirðinganna í Norðurleiðinni. Það væri engin að hugleiða opnun í Bláfjöllum nema fyrir þessar nokkru spýtur.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurÞetta fór eins og ég sagði, það lenti réttu megin við núllið og heldur betur bætti í. Allt kjaftfullt af snjó. Nú er unnið við ýtingar. Líklegt er að allar helstu skíðaleiðir sem skarta snjógirðingum verði komnar inn annað kvöld.
Talsverð vinna er samt eftir svo hægt sé að opna. Þó ekki verði lyftur í gangi þá geta menn bara skinnað og notað troðnar brautir.Stefnt er á almenna opnun um helgina.Kv. Árni Alf.
P.S. Nú eru komin spiltroðari í Bláfjöll. Hann er með vír sem er 1,5km að lengd. Tæki sem er allgjör snilld. Það er lífshættulegt að vera í sömu brekku og viðkomandi troðari. Góð regla. Skíðið aldrei í brekku sem troðari er að vinna í.
0801667969MeðlimurGaman að sjá hvað fólk er fljótt að taka við sér. Lífið er nefnilega allt of stutt til þess að vera alltaf að bíða eftir betri eða „réttu“ aðstæðunum. Er meðan er.
Skv. veðurþáttaspá Veðurstofunnar þá bætir frekar í snjó núna um helgina frekar en það taki upp. Eftir helgi spáir kulda. Er búin að rýna í þessar spár í mörg ár. Vonandi lendir þetta réttu megin við núllið um helgina en spá er spá.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurEftir innlegg Ívars þá gæti beltið nú selst þrátt fyrir allt, kannski hækkað í verði. Þetta fer að líkjast gömlu góðu loftbóluárunum þegar hlutabréf voru töluð upp og niður, þó aðallega upp. Án gríns mjög gagnleg umræða.
Það er staðreynd að margir hafa aldrei komist á fjöll vegna þess að þeir áttu ekki nýjasta eða „rétta“ búnaðinn. Þessum hugsunarhætti þarf að eyða.
Nú ef í hart fer mætti eflaust spinna línur úr ull. Ætti að vera góð teygja í þeim. Reipi úr hrosshárum liggja nú víða. Vegna eðlis háranna þá er þetta ofursterkt en lítil teygja. Kæmi þá meir í stað static lína.
Kv. Árni Alf.
PS. Gúmmígallar hafa mismunandi teygju og mislangan líftíma.
0801667969MeðlimurSvona Sissa til fróðleiks þá var ég í gúmmígalla allan tímann í síðasta Suðurjöklahring 2004. Stígvélin hefðu komið sér vel í aurbleytunni og krapanum milli jökla þessa páska.
Annars var ég að smala um daginn og hef aldrei verið jafn vel búinn. Föðurland, lopapeysa og ekkert minna en sjógalli (þykkasta útgáfa gúmmígalla) utan yfir. Ekki veitti af enda Eyfellskt slagveður eins og það gerist best. Á floti í Fljótinu á eftir óþægum vatnarollum sýndi þessi búnaður yfirburði sína. Rollurnar voru eins klæddar, reyndar án sjógallans og engum varð kalt.
Án gríns þá er gúmmígalli og ull eini vitræni búnaðurinn á þessum slóðum hvort sem er upp á Jökli eða út í Fljóti, vetur sumar vor og haust. (Kalli getur kannski staðfest þetta
Kv. Árni Alf.
PS Var í gönguskóm í smalamennskunni. Auk þess má geta að alla þessa helgi var hið algenga SA slagveður (oftast kallað austan slagviðri) sem ku vera sjaldgæft á sandrifinu niðrá Bakka.
0801667969MeðlimurMér hlýnaði um hjartaræturnar þegar börn og fullorðnir tóku að streyma á skíði í kjölfar kreppunnar og það margir á 20 ára gömlum búnaði. Þetta er kannski ekki heppileg þróun en engu að síður raunveruleiki kreppunnar.
Það er ekki langt síðan að Helgi Ben. benti á það í fjölmiðlum að sumt plast, t.d. skíðaskór, verði stökkt og hættulegt með árunum. Einu sinni hafa gamlir skór sprungið fyrir framan nefið á mér. Ég hélt fyrst að maðurinn hefði misst fótinn en átti erfitt með að skilja hvers vegna. Þetta er sem betur fer sjaldgæft.
Ekki langt síðan ég hitti fyrrverandi Everestfara á Eyjafjallajökli. Ég var nú bara á sömu skíðum, skóm og fötum og þegar við löbbuðum þvert yfir landið tæpum 20 árum fyrr. Hann sagði mig vera til skammar fyrir fjallamenn. Átti vonandi við útlitslega. Þetta var á því herrans ári 2007 minnir mig.
Nú er 2007 liðið og kemur vonandi aldrei til baka. Nú er um að gera að nýta hlutina en þó ekki á kostnað öryggis.
Kv. Árni Alf.
P.S.
Er ekki búin að henda Fjólubláu Scarpa skónum(1989) með nýju (2007) grænu reimunum. Í snjó fer ég hins vegar æ meira um á sjö ára gömlum harðbotna frystihússtígvélum . Sennilega það sem koma skal.
0801667969MeðlimurGet ekki séð að þetta gæti verið sjálfbært nema allir ísklifrarar vinni hjá einhverri skilanefndinni. Menn hafa verið duglegir að reikna út að hitt og þetta geti gengið sjálfbært, staðið undir sér. Raunin er að oft hefur þetta að lokum lent að mestu á herðum ríkis og bæjar. Óháð sjálfbærni þá hefur áætlanagerð á Íslandi nánast verið marklaus hingað til.
Menn fundu það t.d. út með einbeittum vilja að hafnargerð á Bakka væri alveg stórsnjöll hugmynd. Menn eru nú þegar komnir á annan milljarð fram úr áætlun og ekkert lát á rugli í rekstri hafnarinnar. Rekstur hins algeðveika tónlistarhúss getur t.d. ekki hafist nema fram komi tæpur milljarður aukalega frá skattborgurum. Það var fundið út að yfirbyggt skíðahús í Úlfarsfelli væri fýsilegur kostur. Veit lítið meira.
Raunhæfar áætlanir er eitthvað sem virkileg þörf er á í samfélaginu. Ég er því ekki að gera lítið úr þessu tiltekna verkefni en vona að það verði vel unnið. Nýjar hugmyndir eru alltaf nauðsynlegar og ýmislegt svo sem gengið upp sem engin hafði trú á.
Á reyndar leið í frystihús Hvals í Hafnarfirði næstu daga. Hafa menn eitthvað velt fyrir sér að koma upp aðstöðu á slíkum stöðum? Veit annars lítið um frystigeymslur nema að það er frost þar inni allan ársins hring.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurSvo þetta sé rétt þá fór ég með Kalla Ingólfs og Hilmari Má frá Snæfelli vestur í Húsafell 1990. Fórum 1.apríl og vorum samtals 13 daga.
Ætluðum eða ætlum að fara sömu leið til baka seinna.
Það er kannski spurning hvort það sé almennt gáfulegt að fara frá vestri til austurs? Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að SA og austan áttir séu algengari. Þær eru a.m.k. miklu verri og vont að fá þær í fangið.
Hins vegar tókst Siglingastofnun og hönnuðum hinnar hörmulegu hafnar á Bakkafjöru að finna það út að SV áttir væru ríkjandi þarna á svæðinu og SA og austan áttir væru sjaldgæfar. Ef menn hafa eitthvað fylgst með veðri undanfarið sjá menn að það er búin að vera stöðug SA og austan átt í langan tíma og spáir áfram. Alls ekki óalgengt fyrirbæri.
Það vildi hins vegar svo vel til að á meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð þá var norðan átt algeng og svo hrein vestan átt sem er mjög sjaldgæft fyrirbrigði.
Kv. Austan Árni
0801667969MeðlimurHvaða Geiri er þetta? Væri hægt að fá nafn og kannski mynd? Fjórar lappir og tálkn gætu kannski skýrt málið.
Kv. Árni sem segir dojjojojojó
0801667969MeðlimurVarla fær maðurinn borguð full laun! Rétt nær dagvinnutíma í þessum ferðum. Sleppa kúnnarnir billegar úr svona ferð? Man bara að ferð á Hnjúkinn tók minnst 14 tíma oftar 16. Kannski fékk ég bara feitustu og fúnustu kúnnana. Eða var ég dragbíturinn? Bara svona vangaveltur hér í Hvalfirðinum.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurVeit nú ekkert hvaða Geiri þetta er. Rámar í einhvern Hvell-Geira. Var það ekki einhver teiknimyndafígura?
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurOftast betra að fara alveg upp við Lón þegar frystir duglega.
Annars var auglýst í gær að vegurinn væri ekki fær nema breyttum bílum. Þetta bull kom frá Almannavarnadeild RLS, og lögreglu fyrir austan og Landsbjörgu sem klikktu úr með að þetta væri aðeins fyrir 38“ jeppa og stærri. Mikið hefur akstursgetu þessara höfðingja farið aftur.
Á veginum (sem hefur verið lagaður mikið frá því í síðustu viku) er nefnilega yfir engin vatnsföll að fara að vetri til. Hvanná er eina undantekningin en talsvert rauk úr henni í morgun. Kannski var það fyrirboði hinnar nýju sprungu sem myndaðist nú í kvöld.
Er búin að vera þarna á minni óbreyttu Zúkku undanfarið og gengið vel. Móðgaðist stórlega við þessa tilkynningar. Í dag var tilkynningunni breytt og sagt aðeins fyrir vana ökumenn. Mun sáttari.
Var staddur við Heljakamb milli tvö og þrjú í nótt þegar skyndilega kom breið hrauntunga ofan af Hálsi og myndaði tignarlegan eldfoss niður í Hrunagilið. Lítið var búið að vera í gangi og hraunið vart sýnilegt áður en þetta gerðist. Það er auðvitað dálítil tilviljun hvað menn sjá. Hins vegar var svo mikill brunagaddur þarna í logninu að maður hafðist varla við nema á hlaupum um Morinsheiðina.
15 stiga frost var þegar við komum niður í Bása í morgun.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurMenn skyldu nú ekki gera sér miklar vonir um að komast inn á Þórsmerkursvæðið miðað við gæsluna sem nú er komin í gang. Það er nú bara heilbrigð skynsemi að leyfa ekki umferð þarna um þetta tiltekna svæði í bili.
Kv. Árni Óðalsbóndi
0801667969MeðlimurFarið á mbl.is. Þar er eitthvað af myndunum frá Björk. Skoðið sérstaklega mynd af gígnum. Þar má sjá mig sem hálfgerðan maur neðst á myndinni.
Kv. Árni Eldhugi.
0801667969MeðlimurLeiðin sem Jón fór er líklega gamla rekstarleiðin upp Hrútfellsheiðina, yfir Fimmvörðuháls og niður á Goðaland. Þarna var farið með lömb yfir Hálsinn og þau látin fitna á Goðalandi yfir sumarið og rekin til baka sömu leið um haustið. Þetta var gert allt til ársins 1917.
Á þessari leið þarf ekki að fara yfir Skógána eða nein gil. Líklega einhver gild ástæða fyrir því að hún var notuð.
Sjálfur hef ég ekki farið þessa leið en vonandi staðfestir Jón ágæti leiðarinnar.Slapp við að fara upp að sunnan en fór þess í stað upp úr Básum á miðvikudagskvöldið. Var að líta eftir útigöngufé en það þarf svo sannarlega að huga vel að skepnum þegar hætt er á öskufalli og eimyrkju.
Í stuttu máli þá var aðkoman að gosinu úr þessari átt vægast sagt stórbrotin. Annars ætti frænka mín, Björk Hauksdóttir, sem er ættuð frá Stóru-Mörk og fór með mér í ferðina að geta gefið link á myndir.
Kv. Árni Alf. Óðalsbóndi yfir Þórsmörk
P.S. Verið í myrkri við eldstöðvarnar. Annað er sóun.
0801667969MeðlimurFriðjón, hvaða stress ertu að tala um?
Kv. Árni Alf.
P.S. Stefnir í að allt verði komið á kaf hérna eftir páska skv. spánni.
0801667969MeðlimurVel mælt hjá Kalla. Sammála honum í einu og öllu. Óþarfa viðkvæmni kemur litlu til leiðar. Hef oft bent á slysahættuna kringum Goðastein á Eyjafjallajökli á 4×4 vefnum. Hef alltaf talið stórslys í aðsigi á þeim slóðum miðað við hegðan manna. Nú þarf maður reyndar að vera félagsmaður til að leggja orð í belg á spjallinu hjá klúbbnum. Það er alveg ljóst, af spjallinu að dæma, að þekking jeppamanna á jöklum almennt er merkilega lítil.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurÁ Bláfjallasvæðinu þá er varla hægt að finna skafl fyrir gönguskíði, hvað þá skafl til að renna sér í. Dagurinn í dag var mjög fallegur, snjóhvítur snjór í fjöllum og bleikir akrar þar undir. Þessi fallegi snjór er þó hálfgerð blekking. Ekki brúklegur. Minnir helst á fyrstu haustsnjóa. Kannski það sé bara farið að hausta seint. Vonandi vorar ekki snemma.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurTil hamingju drengir. Alltaf gaman að einhverju nýju. Gott að allt gekk vel. Þegar ég heyri fjallið nefnt þá rifjast upp frásagnir nýsjálenskra leiðsögumanna í Skaftafelli af hrakförum manna á fjalli þessu hinum megin á Kringlunni.
Kv. Árni Alf.
0801667969MeðlimurÞakka nafna fyrir fróðlegan fyrirlestur. Gott framtak hjá stjórn að taka rispu í svona fræðslumálum. Skemmtilegt að sjá svona þétt setið. Minnir á ÍSALP kvöldin fyrir þrjátíu árum þegar ég var að byrja. Minni á að ÍSALP kvöld hafa alltaf verið á miðvikudagskvöldum a.m.k. síðan ég byrjaði. Þá var klúbburinn örfárra ára gamall.
Kv. Árni Íhaldsami
0801667969MeðlimurEkkert heldur borist til mín. Borgaði reyndar árgjaldið ekki fyrr en 1. des. Kannski fer maður bara í Jólaköttinn!
Kv. Árni Alf.
-
HöfundurSvör