Páll Sveinsson

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 201 til 225 (af 317)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Lagabreytingar og stefnumótun #52412
    Páll Sveinsson
    Participant

    Þetta eru frekar viðamikklar breytingar á lögunum.

    Eina breytingin sem ég er sammála er meðferð atkvæða þeirra sem komast ekki á fundin enda hefur verið óskað eftir þeim breytingum lengi.

    Það er jafn klaufalega staðið að þessu eins og með sölu á skálanum.

    Málið kynnt allt of seint og ílla. Bara það að vera ósammála einn af mörgum breytingum gerir það að verkum að ég mun hafna þessu.

    Nær hefði verið að bera þetta fram í nokkrum liðum með skýringum af hverju var þörf á þessum breytingum.

    Allan þann tíma sem ég sat í stjórn var lögunum breytt tvisvar. Í fyrra skiptið var það vegna þessa að formenn og stjórnarmenn þótt þaulsetnir og í seinna skiptið að því að breytingin var ílla hugsuð og þurfti því að breyta sömu greinini aftur.

    Ef lögin eru grant skoðuð þá þurfa þessar breytingar að hafa borist stjórn fyrir 10 jan. Ég er nokkuð viss um að þetta var ekki komið á vefin í gær þó dagsetning segi það.

    Fúll á móti.
    Palli

    in reply to: Sunnudagsmontið #52394
    Páll Sveinsson
    Participant

    Nokkrar staðreindir um Eyjafjöllin.

    1. Þar er alltaf íshrun. Stundum mikið og stundum lítið.
    2. Þar eru allar leiðir blautar. Versta sem ég hef lent í er að þurfa að líta niður til að anda.
    3. Alltaf sól og fallegt veður. (Ef þau eru í aðstæðum)
    4. Það eru allir í vandræðum með að lýsa því hversu frábært er að klifra þarna.

    kv.
    Palli

    in reply to: Sunnudagsmontið #52393
    Páll Sveinsson
    Participant

    Til hamingju félagar.

    P gráða er gríngráða sem festist á mig þar sem ég gráðaði aldrei hærra er 5. Bjarata hliðin er WI6 en ég hún fékk P til að halda gríninu á lífi.

    Neðri hluti leiðarinnar leit út fyrir að vera svipaður og þegar ég fór hana en efrihlutinn leit út fyrir að vera mun erfiðari en um árið.

    Þetta gerist nú ekki mikið erfiðar ef þetta á að kallast ísklifur á annað borð.

    kv.
    Palli

    in reply to: Helgin #52352
    Páll Sveinsson
    Participant

    Cool.

    Fóstbræður eru algjörir net aular.

    kv.
    Palli

    in reply to: Grafarfoss 31 jan- 1feb #52339
    Páll Sveinsson
    Participant

    Menn að mínu skapi.

    Næst er bara að leggja kapal og setja upp ljósastaur.

    Gáfulegra en turnin í Gufunesi sem aldrei er neitt gagn af.

    kv.
    Palli

    in reply to: Netverslanir á Ítalíu eða í evrópu #52315
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég er nú ekki mikið að versla á netinu.

    Prófaði samt um daginn.
    Vantaði eitt smá dót sem ég fann ekki í bænum.
    Keipti tvö stikki á 10 pund út úr búð í UK önnur 3 í sendingarkostnað. Tollurinn var svo 10%. síðan 450 í pappírsgjald og svo vaskur ofan á allt saman.
    Samtals var þetta 4000 kall sem var svo sama verð og í Útilíf þegar ég átti leið þar um daginn.

    Með mín 10% ísalp afslátt hefði ég sparað 400 á að versla í Útilíf.

    kv.
    Palli

    in reply to: Klifur dagsins #52307
    Páll Sveinsson
    Participant

    Flottar myndir úr Frosta.
    https://www.isalp.is/art.php?p=248#g1

    kv.
    Ps

    in reply to: Klifur dagsins #52304
    Páll Sveinsson
    Participant

    Frosti er lengst til hægri. Að mestu horfin sýnist mér. Allt svæðið kallaði ég „Leikfangaland“. Engin nöfn eru á hinum leiðunum. Engin veit með vissu hver fór þær fyrst. Ég er búinn að fara allar augljósu ísleiðirnar nokkrum sinnum í mismunandi aðstæðum. Aðalega þrjár með mismunandi útgáfum. Fyrir neðan þessar leiðir myndast oftast stutt kerti sem gaman er að fara.

    Ég er á því að við ættum að búa til nöfn og gráður á þessar leiðir.

    kv.
    Páll Sveinsson

    in reply to: Leiðavísir af Mýrarhyrnu #52276
    Páll Sveinsson
    Participant

    Shitt… Ég var búinn að gleima hvað þetta eru flottar leiðir.

    Frábært framtak.

    kv.
    Palli

    in reply to: Búahamrar #52246
    Páll Sveinsson
    Participant

    Skoran heitir sennilega „Nálaraugað“.
    Sammála að þetta sé snildar leið.

    kv.
    Palli

    in reply to: Helgin #52169
    Páll Sveinsson
    Participant

    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/SklifurMLafjall2Des2007/photo#5139739285060258290

    Góðar myndir hjá Sigga og dæmi um hvað hefur verið gert í Múlafjalli.

    kv
    Palli

    in reply to: Helgin #52168
    Páll Sveinsson
    Participant

    Sko þetta er ekki einfalt mál.

    Á sínum tíma var búinn til leiðarvísir um hvalfjörð. Mikið af leiðum voru skráðar í hann og líka vantar nokkrar sem var búið að fara. Eftir að ég fór að klifra í múlafjallinu töldum við að það væri búið að klifra allar leiðirnar og því voru þær aldrei nefndar. Síðan hefur þetta haldið svona áfram. Fullt af flottum leiðum sem engin veit hver fór fyrstur og hvað heita og hvar eru.

    Ég nefndi Íste en er ekki viss um að hafa verið fyrstur. Pabbaleiðina á ég og Olli. (hún var ekki boltuð um helgina. Hún er hægramegin við íste og vinstramegin við þá sem var boltuð um helgina.) Leikfangaland er líka nafn eftir mig og það er rétt að Frosti er línan lengst til hægri. Það hafa verið farnar 5 til 6 flottar línur upp leikfangaland.

    Það er búið að fara ótrúlegan fjölda leiða í múlafjalli og sumarhverjar algör gullkorn.
    Það er löngu þarf verk að tína þetta saman og teikna á blað.
    Myndirnar um helgina eru samt ónothæfar vegna þessa að þar sem ísinn er venjulega er hann allur horfin.

    kv.
    Palli

    in reply to: Klifurjól – fínn mix-klettur neðst í Múlanum #52129
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það eru nokkrar myndir frá múlafjalli hérna.

    https://www.isalp.is/art.php?p=430#g1

    kv.
    Palli

    in reply to: Grafarfoss #52147
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég hef farið Grafarfossin svo oft að það þarf eitthvað eftirmynnilegt að gerast til muna eftir ferðini.
    Hann er t.d. fyrsti og eini ísfossin sem ég hef einfarið.

    Ég man líka eftir þeim tíma þegar það var í tísku að klifra hann að næturlægi og er ein af forsíðum ÍSALP dæmi um það og við fengum meira að segja HSSR til að kaupa létta rafstöð og kastara til að halda gott nætur gigg sem aldrei varð af.
    Mætti kanski endurvekja þá hugmynd.

    Einu sinni náði ég líka að bjarga fræknum klifrara úr sjálfheldu í fossinum. Svona gæti ég haldið endalaust áfram.

    kv.
    Palli

    in reply to: Klifurjól – fínn mix-klettur neðst í Múlanum #52127
    Páll Sveinsson
    Participant

    Grafarfoss var í frábærum aðstæðum í gær laugardag.
    Ég og Guðjón tókum smá skrens og ég náði meira að segja einu jólaboða á eftir.

    Setti smá inn á mínar síður.

    kv.
    Palli

    in reply to: Aðstæður? #52052
    Páll Sveinsson
    Participant

    Hrikalega er ég ánægður með ykkur strákar. Þetta er snildar leið og hún virðist ekkert minka með árunum.

    Ég hef ekki tölu á hvað ég er búinn að fara Þylið oft en það er alltaf jafn gaman í hvert sinn. Alltaf nýtt ævintýri í hvert sinn.

    Aðstæður eru alltaf erfiðar. Ef efsta spönnin er öll í þökum og regnhlífum þá má reikna með að það sé engin hengja fyrir ofan leiðina. Það er því aldrei hægt að sleppa létt upp þylið.

    Erfiðast hlutinn er að hafa allan þennan ís hangandi yfir sér allan tíman og sjá ekki almennilega hvernig á að klifra hann.

    kv.
    Palli

    in reply to: viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina? #52064
    Páll Sveinsson
    Participant

    Svona á þetta vera.
    Svona var þetta alltaf.
    Skálinn hefur fylgt okkur alla tíð og mun vonandi gera það áfram.

    Flott vinna strákar.

    kv.
    Palli

    in reply to: Vegna fundar næstkomandi miðvikudag #52015
    Páll Sveinsson
    Participant

    Kemst ekki fyrr en 8:30

    kv.
    Palli

    in reply to: Tindfjallaskálinn – aftur #51967
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég er á móti söluni eins og staðið er að henni í dag. Ef skálinn verður seldur þá þarf að standa rétt af því. Orð eins vega ekki meira en annars og allir hafa rök á móti og á með þessum gjörningi.

    T.d. hvað gerist ef tillaga stjórnar um að skálin verði seldur verður feld 5 des?

    Nei og aftur nei.
    Það þarf að liggja ýtarleg greinargerð um málið og helst að samþykkja söluna á tveimur aðalfundum.

    Engin fordæmi eru fyrir að svona ákvörðun sé samþykkt á félagsfundi boðuðum með þessum hætti.

    kv.
    Palli

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51942
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það er merkilegt hvað margir hafa komið í heimsókn í Tindfjallaskála undanfarið þótt annálar og kannanir segi annað.

    Annað mál.
    Ég hef komið í all marga FÍ skála og ekki eru sumir þeirra neinar hallir og umgengni og viðhald svona upp og niður. Það er enginn vissa fyrir því að Tindfjallaskáli verði reistur til fyrri vegs og virðinga að færa hann í eignarhald FÍ.

    kv.
    Palli á móti sölu.

    in reply to: Leggum ÍSALP niður #51955
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég er á móti söluni:

    1. Forsendur ekki á hreinu. Hversvegna?
    2. Skil ekki verðlagninguna.
    3. Ákvörðun er einstrengisleg og spurning hvort hún standist.
    4. Hugmyndin ekki kynnt nægjanlega.
    5. Tíminn stuttur og elur á tortryggni.
    6. Afhverju ferðafélagið og ekkert val.

    Það hefur slitnað upp úr stjórnarsamstarfi fyrir mynni mál en þetta.

    kv.
    Palli

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51918
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ef ég bíð nú 510Þ í skálan, á sömu kjörum, er hann falur?
    Er ekki eðlilegast að setja hann á sölu og kanna hvaða verð fæst fyrir hann ef á að selja hann yfir höfuð.

    kv.
    Palli

    in reply to: Tindfjallaskálinn #51916
    Páll Sveinsson
    Participant

    Er hægt að taka svona ákvörðun á einum fundi boðaðan með tölvupósti og smá auglýsingu á vefsíðu. Er þetta ekki málefni aðalfundar.

    kv.
    Palli

    in reply to: Amadablam #51807
    Páll Sveinsson
    Participant

    Snillingur.

    kv.
    Palli

    in reply to: Axarblöð – piranha #51769
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég fann tvö gömul notuð blöð sem þú getur fengið ef þú nennir að sækja þau.

    kv.
    Palli

25 umræða - 201 til 225 (af 317)