Svör sem þú hefur skrifað
-
HöfundurSvör
-
Páll SveinssonParticipant
Ég og Otto fórum norðurvegginn á Skessuhorni í Skarðsheið sunnudaginn 5 apríl. Fórum ómerkta leið hægra megin við ryfið og vistramegin við orginalinn. Ágætur ís upp að síðustu spönn upp ryfið. þar var mikið af frauð snjó og erfitt að tryggja. Það er mikið harfenni alstaðar og frekar hægt að kalla það ísaðan snjó. Reykna með að skarðseheiðin verið í aðstæðum næsta hálfa mánuðin.
Attachments:
Páll SveinssonParticipantMatteo/Stigárdalur
I did not go this far. I guess 2/3 of what you did.
kv.PPáll SveinssonParticipantÉg og Baldur fórum í Múlafjall. Fórum Rísanda í skemtilegum aðstæðum.
Annað í Múlafjalli er ekki í góðum aðstæðum. Efst í öllum leiðum eru stórar „regnhlífar“ af ís og lítið sem ekkert neðar í leiðunum.
Orion er að detta í aðstæður.
Eilífdalur er pakkaður af ís og enginn snjór.
Því þarf trúlega að klifra slatta af ís til að komast að leiðunum. Veðja á tvær til þrjár klyfurspannir til að komast að fyrstu spönn í þilinu.kv.P
Páll SveinssonParticipantJá Jonni. Línurnar á móti Gravarfoss hafa verið klifraðar nokkuð oft. Í gamladaga kom nefnilega oft svona frostakaflar.
En annað.
Ég tók saman smá myndband frá Paradísarheimt í Eyjafjöllum.kv.P
Páll SveinssonParticipantÉg og Otto fórum orginalinn í Paradísarheimt í Eyjafjöllum. Að vanda mjög blautur og mjúkur. Úr fjarlægð leit út fyrir að vera þunnur sem hann var ekki. En annað í fjöllunum er ekki í góðum aðstæðum enþá.
kv.P
Páll SveinssonParticipantTók saman smá víedó úr Orion fyrir þá sem hafa gaman af.
kv. P
Páll SveinssonParticipantHelgi Egilsson Grjóthart
Páll Sveinsson Enda heitir hún „Heiladauður“.
Sigurður Tómas Þórisson Og fóruð þið þetta í rauðpunkti?
Var þetta ekki skráð óendurtekið í mínum bókum? Eða er það eitthvað úrelt úr gömlum annál?
Rafn Emilsson Vel gert og flott leið. Nokkuð viss um að ég hafi fengið að elta Ívar upp þess leið í kringum 99´. Getur það ekki passað Ivar Finnbogason?
Ivar Finnbogason veit ekkert hvar þetta er, en man eftir einhverju svona kerti sem ég fór upp þegar ég kom úr spánarför okkar Stebba ´98. Getur alveg passað við þetta. Maður var nú ekki mikið að spá í nöfnum og gráðum í Múlafjalli þá, gerði bara ráð fyrir að Palli og G.H. væru búnir að massa þetta allt, gráða WI3 og ef eitthvað hefði verið skilið eftir hefðu Dagur og Viddi tekið það á leið heim úr Glymsgili og kannski sett WI4 á það.
Skarphéðinn Halldórsson Ég hef farið þessa vinstra megin nokkrum sinnum m. a. með Róbert Halldórsson, og ég held þessa líka, reyndar í töluvert meiri ís.
Ottó Ingi Þórisson Þetta var skráð í leiðarvísinn og heimasíðuna sem óendurtekin leið. En það getur vel verið að fleiri séu búnir að klifra þessa leið.
Sigurður þeir hörðustu í klifurbransanum myndu líklegast ekki telja þessa ferð með. Ég datt nefninlega á rassinn í fyrstu tilraun og byrjaði seinna go ca. þar sem ég stend á þessari mynd.
Páll Sveinsson Gaman af þessu. Svolítið í anda Múlafjalls.- This reply was modified 7 years síðan by Páll Sveinsson.
Attachments:
Páll SveinssonParticipantÉg og Matteo fórum Grafarfoss. Hann er í eins góðum aðstæðum og hann getur orðið.
Kv.PPáll SveinssonParticipantFrá vinstri er það „Ugla“, „Stúlkan í turninum“ svo gamli góði „Svarti turninn“ lengst til hægri.
Ugla og stúlkan eru alveg góðir 25m svo það fullorðna línu til að toppa þær.
Það er líka lítið mál að klifra upp úr þeim og bröllta niður. Eiginlega bara labb.
Það má þá líka bröllta upp gilið vistra megin og leggja ofan vað. (meira segja eitt auka topp akkeri í leið sem er ekki komin.)Þessar gráður eru bara tillaga mín og bara betra ef við gætum fundið „rétta“ gráðu. Öll umræða vel þeginn.
kv.P
Attachments:
Páll SveinssonParticipantSvona til gamans þá googlaði ég hvað er við hliðina á Svarta turninum og fékk þetta.
http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=stulkan-i-turninumkv.P
Páll SveinssonParticipantÞað er nú alveg hálfur mánuður síðan við Otto fórum Dreira en ég hef ekki trú á að aðstæður hafi neitt versna. Trúlega batnað.
Páll SveinssonParticipantÉg og Matteo fórum norðurveggin á Skessunorni í Skarðsheiði. Frá því að ég fór þennan vegg 1984 fyrst þá man ég varla eftir að ísinn hafi verið mikið betri en hann var núna. En myndband segir meira en mörg orð.
kv.P
Páll SveinssonParticipantPáll SveinssonParticipantÉg, Baldur og Otto fórum Þilið í Eylífsdal Esju. Mjög mikið af ís. Snjórinn harð pakkaður. Ísinn form lítill, sléttur og brattur. Otto bjargaði okkur upp eftir að ég hafði ekki úthald í að klára. Hann lét ekki tvær flugferðir úr hengjuni stoppa sig.
kv.P
Páll SveinssonParticipantÉg, Baldur, Robbi og Kartrín gerðum góða ferð í Eyjafjöllin sunnudaginn 6 des. 2015. Fórum „Skoruna“ í fínum aðstæðum. Smá tvist með hola snjóskel í hluta fyrstu spannar og extra mjúkum mosa í restina. Annars bara sól, logn, blautur ís og frábær félagsskapur.
kv.PPáll SveinssonParticipantPrófaðu að nota korta sjá ja.is og slá inn Grafardalur.
http://ja.is/kort/?type=map&q=grafardalur&x=374526&y=415053&z=7
Svo eru tvö myndbönd hjá mér sem þú getur skoðað til að átta þig betur á þessu.Magnað hvað þessi tækni er sniðug.
kv.P
Páll SveinssonParticipantSkúli og Tómas tóku forskot á skemtunina um síðustu helgi. Gæti bara vel verið að Tómas mæti þetta árið á báðum löppum.
http://www.youtube.com/watch?v=lMI7MyEdoN0
kv. P
Páll SveinssonParticipantÉg veit ekki hvort þið trúið því en tugi ára þrauta göngu minni er lokið.
Ég fann loksins skó sem passa og ótrúlegt en satt þá virka þeir líka.
http://www.youtube.com/watch?v=Zhq-i_ARKCckv.
P. dottin í nútíman.Páll SveinssonParticipantSmá video frá mér og mínum.
http://www.youtube.com/watch?v=zuSHtdD6Ms8
kv.PPáll SveinssonParticipantBjöggi. Skemtilegt að þú mynnist á það hvar forsýning á að vera.
Ég set í dag öll mín myndbönd fyrst á túbuna. (elstu böndin eru á wimeo)
Ég er að safna áhagendum þar svo allir sem vilja vera fyrstir ættu að gerast áskrifendur af mínum þræði á túbuni.Einnig er ég mjög forvitin að vita og fylgist með hversu vinsæl vídóinn eru og hvaða hluti þeirra grípur áhorfandan.
Allar tillögur og athugsemdir um hvernig ég get aukið áhorfið veru vel þegnar.
kv.P
PS. Ég sé að það er tengill í myndbönd á ÍSALP síðunu. Ég mundi vera mjög glaður ef hægt væri að tengja öll mín (fjalla) bönd inn á hann.
Það má nú alveg nýta alla möguleika á þessari síðu fyrst þeir eru til staðar.
Páll SveinssonParticipantÉg fór ásamt tveimur byrjendum upp í Bröttubrekku á Sunnudag. Þar voru virkilega fínar aðstæður og við skemtum okkur mjög vel. Ég hélt að ég væri að fara „Single malt og appelsín – WI4-5“ en þetta var víst.
Single malt on the rocks
04.12.2010
FF. Bergur Einarsson og Jósef Sigurðsson
Lýsing leiðar:
1. spönn – 3. spönn: WI3, 100m.
4. spönn: WI4 – 20m.
5. spönn: WI4 – 15m.
6. spönn: WI4+ – 25m.
7. spönn: WI3 – 10-12m.
8. og 9. spönn WI3 80m.
Fann gamlar myndir frá Sissa sem verða að duga þangað til myndbandið verður klárt.
https://plus.google.com/photos/104240981616495770314/albums/5544738248043733505?banner=pwa&authkey=CIjF0Pq2ws3Z4wE[attachment=478]palli.jpg[/attachment]
Lauma samt einni mont mynd af mér með.
kv. PPáll SveinssonParticipantMér dettur einna helst í hug Skarðsheiði.
Ég hef klifrað í þeim nokkuð stórum þar.
En þeir lifa ekki nema nokkra mánuði.https://picasaweb.google.com/104332610131448970886/Skessuhorn#5178858356023815762
kv. PPáll SveinssonParticipantÍ ársriti ísalp 1986 er sagt frá ferð 7 ísalp félaga á Þorgeirsfell.
Helgina 17 og 18 ágúst. 1985
„Fyrri daginn var farið í skoðunarferð og bergið í Miðhyrnu kannað. Þarna er djúpberg eins og finnst í Eystra og Vestrahorni. Það reyndis mjög vel. Farið var upp á Hyrnuna og skoðað. Á sunnudeginum var lagt upp í góðu veðri og ætluðu sjömenningarnir að klífa hrygg sem gengur úr Miðhyrnuni, tveir þeirra komust alla leið upp, hinir fóru langleiðina. Legið var í tjaldi undir Hyrnuni. Þáttakandur voru 12 talsins. Fararstjóri var Kristinn Rúnarsson. Leiðin var gráðuð III-IV.“ Það voru Snævar Guðmundsson og Kristinn Rúnarsson sem kláruðu leiðina.Oktober 2012 fetuðu Páll Sveinsson og Baldur Þór Davíðsson í fótsbor þessara kappa.
Ég mældi nú ekki hvað þetta var langt klifur. Við byrjuðum alveg neðst á hryggnum en það er hægt að byrja mun ofar og stitta leiðina sem því nemur. Ég áætla að þetta hafi verið um 500 lengdarmetrar af línu sem við drógum út. Mestur hluti klifurssins er létt bröllt en inn á milli koma krefjandi hreifingar allt upp í 5.8. Alvöru klifur er ca. 70 m af þessu öllu og þar af 40 metrar af 5.6 í endann á leiðinni. Auðveld ganga er niður af Hyrnuni en vandrötuð í myrkri.http://www.youtube.com/watch?v=wIHmvYZqkOI
kv. P
Páll SveinssonParticipantÞetta er magnað.
Þú ert þriðji aðilinn sem ég heiri að hefur bakkað út úr leiðinni síðustu árinn.
Ég sem hélt að enginn hefði kíkt á þessa leið.
Það þarf greinileg harða nagla til að klára hanaÞað er nú svo langt síðan ég fór síðast að það er aðeins farið að fenna yfir mynningarnar. Mér telst þó til að hafa sennilega farið fjórum sinnum að þessari upferð meðtalinni. Flr. eitt afbrygði. Í minninguni var mesta hættan á fílsælum í miklu magni en það var ekki vandamálið í þessari ferð. Ég mundi ekki vilja fara hana í kulda og trekki svo sólskinsdagar að hausti er besti tíminn.
Ekki hafa áhyggjur. Það er mynband í vinnslu. Tekur bara smá tíma.
kv.P
Páll SveinssonParticipantVona að þessar myndir hjálpi eitthvað.
Þetta er nú ekki mjög nákvæmt en ætti að gefa hugmynd um leiðina.
[attachment=467]IMG_0082-Copy.JPG[/attachment][attachment=470]IMG_0087.JPG[/attachment]
kv. P
-
HöfundurSvör