0311783479

Svör sem þú hefur skrifað

25 umræða - 1 til 25 (af 270)
  • Höfundur
    Svör
  • in reply to: Nýstofnað Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi #58137
    0311783479
    Meðlimur

    Til hamingju með félagið fjallaleiðsögumenn góðir!

    Ein spurning, svona fyrir forvitnissakir:

    Hvað er starfsréttindakerfi og hvernig er það hugsað?

    kveðja
    Halli

    in reply to: Hálkubroddar á fjöllum #58095
    0311783479
    Meðlimur

    „FÍ er ekki ferðamennskufyritæki Sissi, ekki frekar en Ísalp“

    Ég held að FÍ sé nánast á mörkunum að vera meira fyrirtæki en samtök áhugamanna.

    kv.
    HG

    in reply to: Snjóflóð í Glerárdal #58094
    0311783479
    Meðlimur

    Margur hefur fengið ofan í gjöf frá Kalla og flestir risið upp á ný – jafnvel sterkari fyrir vikið.
    Vefskjall alpaklúbbsins hefur ekki oft á tíðum verið vettvangur „faglegrar“ umræðu, þar sem fæst erum við nú fagmenn. Meira hefur verið um að fróðleik sé miðlað með góðlátlegu grín-ívafi

    Boðskapurinn er nú nokkuð mikilvægur:
    i)velta fyrir sér aðstæðum áður en hleypt er á skeið
    ii)Bera sig eftir þekkingu, til eru namskeið, bækur osfv.
    iii)Nýta þekkingu og rökhugsun til að geta með upplýstum hætti ákveðið að fara „út að leika“
    iv) Vera rétt útbúinn með „trínitatus“ (skófla, ýli og stöng) meðferðis
    v)“Hægt af stað farið, hratt í hlað komið“ hefur virkað fyrir mig og fleiri geri ég ráð fyrir.

    Hins vegar er það nú þannig að vera á ferli í snæviþökktum fjallasal er ekki áhættulaust, hver og einn verður að gera upp við sig hvar „risk / reward“ hlutfallið liggur. Því það er eins misjafnt og við erum mörg.

    „Með kaldhæðni skal þorrann þreygja“

    Gleðilegt nýtt ár!
    HG

    ps. Hér í ofuríhaldsömu mið-evrópu þá eru menn jafnvel farnir að útvíkka „trínitatus“ yfir í „trínitatus +1“, þá með ABS sprengi-loftbelg meðferðis. Þó er páfinn enn á móti smokkum…

    in reply to: Nýjar Ísleiðir 2012-2013 #58028
    0311783479
    Meðlimur

    Það er eitthvað svo jólalegt við að fá Hardcore aftur til leiks.

    Vertu velkominn og komdu sem oftast!

    kveðja úr þýzkumælandi púðri
    HG

    in reply to: Ísaðstæður 2012-2013 #57954
    0311783479
    Meðlimur

    Hey Robbi,

    Ég og Þorvaldur Gröndal klifruðum vinstra afbrigðið ca. 2002. Töpuðum skrúfu sem fannst svo niður við veg seinna um vorið!

    Eðal leið, stöllótt og ekki of brött höftin.

    Einhver (Palli/Olli?) sagði okkur að líklega hefði Jón Geirs et al. klifrað þetta fyrir 1990.

    Btw. snilldar blogg póstur hjá þér með æfingar fyrir vetrarklifur! Ég farinn að munstra mig við „kuðunginn“ – með misjöfnum árangri og undarlegum augngotum frá nærstöddum ;o)

    kveðja
    Halli

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57746
    0311783479
    Meðlimur

    Halló,

    Sjálfur var Hardcore (a.k.a. Ívar) í björgunarsveit(um) á sínum yngri árum og nam þar fræðin og beitti all oft á æfingum og leitum. Þannig að hann hefur líklega verið að skírskota til þess hversu almenn eðlis kennsla í fjallamennsku sé í björgunarsveitum, sem er vel enda er ekki nema lítill partur af björgunarsveitamönnum sem nokkru sinni ætla í brattgenga fjallamennskuiðkun. Að sama skapi er skyndihjálpar kennslan ekki ætluð til að mennta bráðatækna. En nóg af slíku.

    Öllum verður okkur á í messunni og þá er frábært að eiga hauka í ýmsum hornum þegar kemur að öflugum björgunasveitum, mörg okkar höfum bakgrunn í þeim þar með talinn ég.

    Áhugaverðir punktar hafa komið fram í þessum þræði:
    1) mikilvægi þess að vita hvenær við ofurefli er að etja
    2) Vera staðkunnugur og rétt útbúinn
    3) Allir sem ferðast í sama hópnum séu upplýstir um ákvarðanatöku og séu meðvitaðir um hvað sé í gangi
    4) Það er eitt að leiða hóp vina og kunningja upp um fjöll og firnindi af einskærri ánægju, allt annað er að þiggja greiðslu fyrir viðvikið. Að selja sig út sem fjallaleiðsögumann krefst talsvert meira en að kunna handtök til fjalla.
    5) Smiður er ekki smiður nema að sveinsbréf hangi upp á vegg.

    Ferðaþjónustan er líklega eini alvöru vaxtarbroddurinn í íslenska efnahagskerfinu, þannig að það er gefið að það verði aukin samkeppni í fjallaleiðsögn og því er þeim sem nú eru komnir til starfa annt um orðspor sitt og vilja vernda það. Það er líklega hvatinn á bak við upphaflega póst Hardcores. Mér þætti persónulega leiðinlegt ef upp kæmi sú krafa að gera fjallaleiðsögn að „lögvernduðu“ starfsheiti því ég held að við þurfum ekki á slíkum afskiptum af framtakssömum aðilum með góðar hugmyndir.

    Rétt að þakka Alta formanni fyrir að benda á mikilvægi þess að vera málefnalegur og að hafa skal gát í nærveru sálar.

    Jæja nóg af röfli frá mér…

    kveðja
    Halli

    in reply to: allir á Hnúkinn! #57720
    0311783479
    Meðlimur

    Fleiri en Sissi iða í skinninu við að fá öll smáatriði í þessu máli á hreint. Láttu nú allt gossa Ívar minn og ekki beisla Hardcore inn – hann þarf nefnilega að fá að blása gufu af og til!

    Um leið og menn rukka fyrir vinnuframlag þá er eðlileg krafa viðskiptarvinarins að vilja fagmennsku og vel rúmt „margin of error“

    kveðja
    Halli

    in reply to: Vorskíðun #57703
    0311783479
    Meðlimur

    Episkt eftirmiddegi i Skalafelli, edal adstaedur og brekkan ad nordan skidud nidur i mosa og lyng. Upp a ny og nidur sudur vangann. Heimsoekilegar umraedur hja okkur Helga Hall. Liklega haegt ad skida um tho nokkurn tima enn.

    Half surrealiskt ad heyra ylfur og spangolandi sledahunda tharna hlekkjada vid staur…

    H

    in reply to: Ísfestivalsflopp #57532
    0311783479
    Meðlimur

    Björk hittir naglan á höfuðið, annað hvort vera flex með dagsetningu eða „show must go on“.

    Fólk hefur vissulega mismunandi forsendur og sumir klifra í öllum aðstæðum, aðrir bara í sól. Festivalið hefur um herrans háu tíð verið hápunktur vetrarins, þar koma menn saman, oft á ókönnuðum slóðum, borða kjötsúpu, segja sögur og oft kynnast nýju fólki. Ekki láta forna hefð niður falla þó það séu ekki einmuna aðstæður. Í kílómetrum talið er jú lengra á Ísafjörð en t.d. Haukadalinn, en flestir eru nú ekki að hengja sig í klifraðirMetrar:keyrðirMetrar hlutfallið þegar kemur að ævintýradegi á fjöllum og etv. frumferð.

    Festivalið 2004 á Ísafirði var hin besta skemmtun, þó að það hafi fallið snjóflóð og fyrir Guðs mildi fór ekki illa, þá skiptu menn um gír og fóru á svæði þar sem hættan var minni. Sunnudagur undir Óshlíðinni í ródsæd aksjóni með búmboxið í trukknum hans SIssa á góðu blasti gulltryggði góðar minningar. Ekki síðri voru sögurnar hans Olla yfir pítsu á laugardagskvöldinu!

    Ég hef oft sagt við þá sem nenna að hlusta að Íslendingar eru einstaklega góðu vanir þegar kemur að vetrarklifri. Þegar ég fluttist til Skotlands, þá víkkaði sjóndeildarhringur minn varðandi hvað teljast „klifranlegar aðstæður“ bæði með tilliti til veðurs og ís/snjós. Freysi, Andri og Stebbi upplifðu þessa víkkun þegar þeir syntu upp Vanishing Gully á Ben Nevis í fyrra.

    leiter
    Halli
    [attachment=405]IMG_1181.jpg[/attachment]

    [attachment=405]IMG_1181.jpg[/attachment]

    in reply to: 2F broddar til sölu – etv. bestu borddar í heimi? #57372
    0311783479
    Meðlimur

    Kemur ekki á óvart enda mjög líklega beztu broddar í heimi :o)

    in reply to: Professionals at work #57371
    0311783479
    Meðlimur

    Góðan daginn félagar

    Þetta myndband var hin besta skemmtun og gaman til þess að vita að uppátækjasamir ungir menn finnst enn á þessum tímum. Frábært væri fyrir klúbbinn að fá svona hresst ungt fólk innan sinna vébanda.

    Óþarfi er að hneykslast um of á framtæki þeirra, rétt er að benda á leiðir til að njóta fjallasalanna með fyllsta öryggi en síðan er það undir hverjum einum komið hvort hann kýs „fyllsta“ öryggis upplifun eða eitthvað annað. Frelsið er nefnilega svo frábært og eigum að nýta það í botn. Nú á tímum fyrirhyggju frá Bankstræti „0“ þá er mikilvægt að við sem trúum á frelsið (t.d. ferðafrelsi, frelsi til athafna, …) megum ekki varpa okkar hugmyndum yfir á fjölmennið.

    Við höfum öll gerst sek um heimskupör, sum tekin upp á video önnur ekki. Ég myndi persónulega ekki leika þetta eftir, en svo eru kannski einhverjir sem leika ekki mína vitleysu eftir t.d. hnýta sig úr línu þrjár spannir upp 4.gráðu í Kinninni…

    „Sá yðar sem syndlaus er kastið fyrsta steininum…“

    Njótum fjölbreytileikans, annars væri lífið ekki svona skemmtilegt!

    Klifrið heil!
    Halli

    in reply to: 2F broddar til sölu – etv. bestu borddar í heimi? #57322
    0311783479
    Meðlimur

    Broddarnir eru seldir og gleður það mitt hjarta að þeir munu fá að litast aftur um í íslenskum fjallasal!

    kveðja
    Halli

    in reply to: Glymur – Jan 2012 #57319
    0311783479
    Meðlimur

    Frábært vídeo Palli!

    Hvílík leið og frábær leiksigur hjá Robba. Maður fyllist mikilli heimþrá við að horfa á þetta – Ísland bezt í heimi!

    kveðja
    Halli

    in reply to: skemmtilegt myndband til að minna mann á hætturnar #57237
    0311783479
    Meðlimur

    Úr sömu knérun (svona næstum því, en þetta er Snowdonia í Wales):

    http://www.bbc.co.uk/news/uk-wales-north-west-wales-16235480

    in reply to: Umhverfis og aðgengismál #56923
    0311783479
    Meðlimur

    Saelir felagar

    Thetta er liklega eitt mikilvaegasta hagsmunamal isalpara og thvi aetti ad skipta alla miklu ad manna vel okkar saeti a thessum vettvangi.

    Kvedja
    Halli

    in reply to: Ísalparar í skottúr til Grænlands #56863
    0311783479
    Meðlimur

    Klarlega mognud steggjaferd!

    in reply to: Slys í Valshamri #56734
    0311783479
    Meðlimur

    Ég tek undir med oðrum ad thad er mildi ad ekki for verr. Ennfremur tha er Thordur madur meiri fyrir ad hafa tekid saman pistil um atvikid sem getur verid okkur hinum lexia. Takk fyrir thad Thordur.

    Eg hef sjalfur gerst sekur um heimskupor a fjollum sem eg hef deilt med odrum a thessum vettvangi, odrum viti til vardnadar.

    Lifir sem laerir

    Kvedja
    Halli

    in reply to: London Baby! #56508
    0311783479
    Meðlimur

    Saell Bragi,

    Ellis Brigham og Snow+Rock eru i Covent Garden og eru finar budir. Urval er gott af klifurbunadi, fatnadi og eiginlega ollu nema gonguskidadoti. I raun og veru er litid af gonguskidum faanlegt nema i litlum utivistarbudum stadsettum i skosku halondunum, Aviemore, Glen Schee og Fort William.

    Covent Garden getur verid ohugnarlega busy og thvi er fint ad fara a Kensington High Street thar sem somu budir eru.

    Thu gaetir reynt ad panta dot og senda a hotelid thitt, t.d. Needle Sport (besta utivistarbud i Bretlandi og thott vidar vaeri leitad). Ef hotelid thitt er til i thetta tha aetti google ad finna gonguskidabudir fyrir thig.

    kvedja
    Halli

    in reply to: Ísklifurfestival #56351
    0311783479
    Meðlimur

    Þetta litur ut eins og „godur skoskur dagur a fjollum“. Flottar myndir, enda myndar menn!

    Kvedja
    Halli

    in reply to: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar #56227
    0311783479
    Meðlimur

    Þetta snyst nu bara um hvada mat menn leggja i lifslikur nylons fra framleidendum. Ad theirra mati myndi klifrarinn Bonus Pater losa sig vid nylon thegar thad er ordid akvedid gamalt ohad notkun, hann hefur nu oft rett fyrir ser hann Bonus P blessadur.Mer finnst thad nu ekkert vera nein serstok dygd ad na sem flestum arum ut ur nyloninu. Aflitadir slingar, tvistar og trosnadar linur er einfaldlegt ekki eitthvad sem kveikir losta i minum huga.
    Sagan segir ad Glysgjarni Halendingurinn se nu svagur fyrir pilsum ( ath! ekki mini pylsum, thvi pylsa er bara fjorir bitar eins og allir vita) og sparar ekki vid sig glingrid ef thad thyda fleiri pils. Hann verdur tho ekki sakadur um ad nota ekki glingrid sitt Halendingurinn tarna!

    Annars eru svona mal natturulega best settlud i saunum.

    in reply to: Mega töff video #56199
    0311783479
    Meðlimur

    Gjörsamlega óásættanleg framkoma í viðkvæmri náttúru Íslands. Tek undir med Bjogga thetta er skammarlegt.

    in reply to: Klifur í Tvíburagili, alltaf eitthvað í deiglunni #56159
    0311783479
    Meðlimur

    Himmi, það eru náttla margar flottustu alpaleiðir í norður ameríku eru á Denali, Slóvaska beina leiðin, Tékkneska beina leiðin, Cassini hryggurinn, Haston-Scott leiðin osfv. þannig að ég myndi ekki segja að Denali sé ofklifrað ;o)

    Rock steady!
    H

    in reply to: Umgengni við ísfossa #56151
    0311783479
    Meðlimur

    Thetta er natturulega med olikindum ad folk skuli skilja svona eftir sig!

    in reply to: Charlet moser Pulsar Klifur axir #55977
    0311783479
    Meðlimur

    Það er klárlega rétt hjá þér Atli að þetta var óþarft komment, eins og það var orðað hjá mér líklega kom það hrokafullt fram þó það hafi ekki verið tilætlunin. Hins vegar átti inntakið efni við þá sem veltu fyrir sér að kaupa axirnar.

    Þú bendir réttilega á að grunnhugmyndafræði frjáls markaðar byggist á því að þar finnist óbundnir og frjálsir kaupendur og seljendur sem síðan ákvarða það verð sem fæst fyrir vöruna. Það verð ákvarðast síðan af mörgum utanað komandi þáttum og ekki síst þekkingu beggja aðila á vörunni og markaðinum. Mér fannst persónulega full mikið að biðja um 20þúsund fyrir par af pulsar og vildi hafa áhrif á verðmyndunina til hagsbóta fyrir kaupanda, sem mjög líklega væri að stíga sín fyrstu spor inni í snæviþakkta fjallasalina. Svo virðist af skeytinu hjá þér að pulsaranir hafi farið fyrir talsvert minna en 20þúsund sölutilboðið, þannig að þá má álykta að markmiði skeytis míns hafi verið náð að hafa áhrif á verðið í átt að því þar sem fullkomlega upplýstir kaupendur/seljendur (þeir sem hafa allar upplýsingar um vöru og markaðinn) hefðu mæst og átt viðskipti.

    Það sem er mikilvægast er að báðir aðilar hafi gengið sáttir frá viðskiptunum, sem af skeyti þínu má dæma að hafi náðst.

    kveðja
    Halli

    in reply to: Scarpa Legend stærð 26,0 – alveg ónotaðir #55975
    0311783479
    Meðlimur

    Það gæti verið sniðugt að setja myndina í dropbox (dropbox.com) og pósta svo linknum á hana, fyrst það eru einhver vandræði að birta myndir á isalp.is

    Kveðja
    Halli

25 umræða - 1 til 25 (af 270)