Vordagskrá ÍSALP komin

Home Umræður Umræður Almennt Vordagskrá ÍSALP komin

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45058
    0902703629
    Meðlimur

    Hrútmánuður rennur sitt skeið, þorri gengur í garð og ég get tekið gleði mína á ný. Sé ekki einungis fram á velútilátnar lystugar vambir og úldinn mat sem ég skola niður með görugu sulli, heldur hef ég líka tilefni og ástæðu til hafast við úti undir beru lofti. Sé það í ævintýralegum hyllingum að hokra í tjaldi bakvið háan klett í norðan skafrenningi, þjösnast upp á tindinn með vindinn í rassgatinu eða skáskera mér niður eitthvert klettahaftið skjálfandi og hálf slefandi úr hræðslu. Margur telur mann geggjaðan, – já bara best geymdan á hæli. Ég læt sem ég heyri ekki athugasemdirnar og fagna, já hreinlega fagna nýútkominni dagskrá Ísalp fyrir vorið, bretti upp ermar og geri mér far um að mæta í alla dagskrárliði.

    Jú, jú á dagskránni er ferð hér og ferð þar, námskeið….jú, jú…..hmm….en sjáum nú til Telemarkhelgina vantar á dagskránna. – Hva….eru menn farnir að gleyma sér í hálffreðnum ísdraumum og heillandi dótaauglýsingum? Tek málið í mínar hendur og minni á Telemarkhelgina á Akureyri 11. – 13. mars 2005.

    Held áfram að skoða dagskránna og rekst þá á fyrirhugaðan fyrirlestur Simon Yates og kvikmyndasýningu kennda við Banff, velti því fyrir mér hvenær þessir dagskrárliðir er ráðgerðir. Við sveitamennirnir verðum nefnilega að skipuleggja allt fyrirfram.

    Maður fer nú ekki í kaupstað á hverjum degi!

    #49325
    Anonymous
    Inactive

    Á síðasta fundi stjórnar Ísalp var Telemerkurfestivalið rætt og ég veit ekki af hverju það rataði ekki inn á dagskránna.

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
  • You must be logged in to reply to this topic.