Vísan um Hjálmar

Home Umræður Umræður Almennt Vísan um Hjálmar

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #44766
    0703784699
    Meðlimur

    Langaði að minna á notkun hjálma þegar klifrað er og stundaðar aðrar íþróttir (sjaldan er góð vísa of oft kveðin var það ekki?).

    Hef nú ekki verið talsmaður þess við almennt klettaklifur (sportklifur) og hvað þá innanhússklifur. En í gær var stefnan sett á Bláfjöll (Blue Mountains) en sökum rigninga og kulda (snjóaði víst þar uppfrá sem telst til tíðinda á þessum tíma, ekki alltaf tekið út með sældinni að búa á heitari slóðum, ég sem hélt að maður gæti stólað á veðrið hérna) þá var hvikað frá því snögglega og haldið til klifurs innandyra.

    Þegar framhandleggirnir voru búnir að fá nóg að þá var komið að heimför. Ég gríp þá einkasoninn, og er að fara að tíja mig af stað þegar ég sé festu (klifurfesti/höldu) skella á hauskúpunni á manninum sem stóð við hliðiná mér og sýndis hún tvístrast á honum. Þetta gerðist bara hálfan metra frá mér og syni mínum og mér var mikið hugsað til þess á leiðinni heim hvað við vorum heppinn að ekki lenti þetta á 3 ára veikbyggðri hauskúpu. En af manninum að þá stóð hann þetta af sér. Félagar hans og ég hofðum á hann haldandi um höfuð sér og spyrja hvort er í lagi, hann var nú ekki viss, en kvartaði ekki mikið né skríkti. Þegar hann tekur lófann af höfðinu að þá sést talsvert blóð sem síðan fór að spýtast fram. Þar sem nægur var skarinn til að huga að honum og ég með fangið fullt að þá lét ég mig hverfa. Svo þegar frúin og klifurfélgarnir komu í lobby-ið að þá sögðu þau hann vera að blæða töluvert, og það að spýtast út um allt og þau í smá sjokki eftir þetta. Sjúkrabíll kom (um3-5 mín seinna) þegar við vorum að henda inn dótinum í bílinn og síðan veit ég ekki meir. Held nú að þetta hafi reddast allt, allaveganna ekkert í fréttum ennþá, bara saumað fyrir. En þvílíkt magn af blóði. Sýndist þetta vera frekar lítil festa, ekki þessar stóru, heldur frekar svona fótfesta af miðstærð og gæti verið að hún hafi verið brotin þegar hún lenti á honum en ekki brotnað á honum. En hæðin þarna er um 10-12 metrar allaveganna. Ekki hvarflaði að mér að nota hjálm innandyra fyrir þetta (taldi það öruggasta form klifurs hingað til), og efast um að ég taki það upp núna en fær mann til að hugsa.

    Hef rennt mér á skíðum/bretti með hjálm síðan ´98, eftir að hafa endastungist við að hitta á lítið grjót í grunnu púðurrennsli, og þau ófáu skipti sem ég hef EKKI notað hann síðan líður mér alltaf jafn illa (finn fyrir miklu óöruggi) og notast við hann hvort heldur sem er innan sem utanbrautar. En aðalega er ég með hann þó útaf öllum hinum vitleysingunum sem gætu skíðað á mann?

    Held að þörfin á hjálm við íssklifur sé öllum kunn og þurfi ekki frekari tiltals.

    Hr. Mortens stimplaði það svo sannarlega inní landsmenn ásamt henni Möller að við þurfum öll hjálm þegar við hjólum í eftirminnilegri auglýsingaherferð.

    Straumkayak, kite, fis eða hvað það er sem maður tekur sér fyrir hendur….

    Reynslusaga til að hafa í huga, og skemmtilega vísa,

    kveðja úr vor rigningunni,

    Himmi

    PS: svo eru flestir hjálmar orðnir flottir í dag, þannig að maður lítur nú ekki einsog Ingemar Stenmark þegar maður rennir sér á bretti, eða með smiðshjálm að klifra og þó ég sé mikill talsmaður þess að líta vel út á vellinum að þá get ég kannski tekið ofan f. því að öruggi ofar öllu,

1 umræða (af 1)
  • You must be logged in to reply to this topic.