Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Vinnsla á gönguskíðum
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
30. janúar, 2011 at 18:31 #475751506774169Meðlimur
Er einhver hér sem þekkir vel til gönguskíða og hvernig á að vinna þau undir? Ég var að skoða myndband á netinu þar sem er notað nokkurskonar straujárn til að bræða vax undir skíðin en ég er að velta fyrir hvort að það sé til einhver heimaaðferð sem felur ekki í sér að eyðileggja straujárn eiginkonunnar? Hef prófað að nudda kerti undir en það dugar skammt
30. janúar, 2011 at 22:19 #562602411784719MeðlimurFjölskyldan mín er mikil gönguskíðafjölskylda, og núna hefur drepið betri helming hennar úr hlátri Kerti ?
Well skal reyna finna einhverjar góðar upplýsingar handa þér og koma á þig
31. janúar, 2011 at 10:41 #56263ÓlafurParticipantKerti henta ágætlega við rómatískan kvöldverð en síður sem rennslisáburður undir gönguskíði. Hvernig skíði ertu með (riffluð eða áburðarskíði, touring stálkantaskíði eða brautarskíði)? Hvað viltu gera? Ertu að bera undir rennslisáburð eða fattáburð?
Ef þú ert að bera rennslisáburð undir þá er straujárn möst. Síðan er algjört lykilatriði að skafa áburðin undan og bursta með nælonbursta.
Það er hægt að nota ‘gamla straujárnið hennar mömmu’ en það getur samt verið vafasamt. Skíðastraujárn vinna á lægri hita og eru þal með nákvæmari hitastilli. Ef þú notar gamalt venjulegt straujárn þarftu að passa vel að brenna ekki botninn á skíðunum.
31. janúar, 2011 at 17:29 #562371506774169MeðlimurRúnar: það er mjög gott að geta skemmt fjölskyldunni þinni, jákvæðni er dyggð
Ólafur: ég er með riffluð stálkanta touring skíði (asnes rago) og það hefur eflaust aldrei verið borið undir þau (nema kertið) svo að ég þarf varla skinn lengurÞetta er bara sumsé aðferðarfræði sem maður þarf að læra og kaupa réttu græjurnar í.
31. janúar, 2011 at 23:23 #562682401754289MeðlimurEkkert að því að nota kerti! Bara ekki a skíðin sjalf. Þau virka vel á skinn þegar snjórinn er að festast við þau vegna hitabreytinga!!! Ódýrara en eitthvað „fansí“ spreydrasl.
1. febrúar, 2011 at 00:12 #562691506774169MeðlimurKerti voru mikið notuð sem rennslisáburður á skíði fram eftir 20. öldinni en fóru að líða undir lok þegar nálgaðist 8. áratuginn
Ég ætla samt ekki að nota þau aftur því að þetta er mjög skammgóður vermir, svolítið eins og að míga á frosna hendi. Er því að leita meŕ að góðum tipsum um þetta.1. febrúar, 2011 at 09:22 #56271ÓlafurParticipantEf botninn er illa farinn og djúpt rispaður þarftu að byrja á að fylla upp í hann.
http://www.youtube.com/watch?v=JXsSlvl_O8o&feature=related
Rennsli:
Bræða undir mjúkan rennslisáburð (gulan swix) til að hreinsa botninn, skafið og burstað. Endurtaka. Bræddu svo harðari áburð í lokin (t.d bláan swix), skafa og bursta. Passaðu að það fari ekki rennslisáburður í rifflurnar. Ef þú vilt auka á rómantíkina, þá er um að gera að kveikja á kerti, jafnvel ilmkerti.Ef þú nennir ekki að standa í straujun & áburðarveseni þá eru sumir í gönguskíðabransanum farnir að nota bara beittar stálsköfur á botninn.
2. febrúar, 2011 at 22:26 #562731705655689MeðlimurEr ekki hægt að komast á námskeið í svona, bæði fyrir gönguskíðin og brekkudótið, einnig hvernig á að skerpa kanta.
2. febrúar, 2011 at 23:02 #562740801667969MeðlimurÉg byrjaði á Graasshoppe tréskíðum á sínum tíma, keyptum í Noregi. Þau þurfti að tjarga af og til, til hlífðar botninum. Tjaran kom í stauk líkt og áburðurinn og var brædd undir með nokkurs konar straujárni hitað upp með gasi.
Það var alltaf til siðs að fara á skíði með allar græjur, hitamæli, tugi tegunda af áburði og rennslisáburði. Tíu tegundir af sköfum og gasið var alltaf við hendina sérstaklega fyrir rennslisáburðinn en mismundani færi og hitastig þýddi mismunandi, áburð og rennslisáburð. Íslenskar aðstæður eru talsvert ólíkar norskum og því var allta þetta vesen oft á tíðum tóm tjara.
Klístrið sem nota þurfti í blautum snjó eða harðafenni og ís var hreint ógeð. Virkaði hins vegar ágætlega. Væri örugglega fínt í ísklifur.
Þetta rugl svínvirkar raunar í keppni og góðri braut.
Fyrir hálfvita sem ekkert vita um gönguskíði eða nota rifflur þá er áburður (spyrnuáburður) borin rétt undir fótinn og rennslisáburður á restina á skíðinu.
Ef menn eru utan brauta þá geta menn alveg gleymt þessum rennslisáburði því hann fer af um leið í íslensku harðfenni. Ein tegund af áburði dugar í flestum tilvikum. Ef ekki þá skinna menn bara.
Kv. Árni Alf. fyrrverandi Reykjavíkurmeistari í tréskíðagöngu
3. febrúar, 2011 at 10:11 #562750801667969MeðlimurSmá off piste fróðleikur.
Hermennirnir sem æfðu vetrarhernað í jökulröndinni við Dagmálafjall ofan við Stóru-Mörk í seinni heimstyrjöldinni ku hafa tjargað skíðin.
Timbur og tjara eru sennilega ekkert nýtt sem fúavörn t.d. á trébáta ef ég man rétt. Kannski maður hefði átt að nota C-tox á skíðin líka.Kv. Árni ófróður um timbur.
3. febrúar, 2011 at 13:11 #562761705655689MeðlimurÉg spurði nú um námskeið vegna þess að ég hef nú yfirleitt bara notað klístur í mismiklu magni á gönguskíðin og oftast notað fljótandi áburð undir brekkuskíðinn en það endist ekkert. Af því þarf maður að læra að bræða undir og laga botna einnig að skerpa kanta þar sem maður fer nú ekki til Babylon reglulega.
3. febrúar, 2011 at 18:11 #562772806763069MeðlimurÉg var nú einmitt að koma úr Babylon að ná í tvenn skíði sem höfðu fengið brýningu og vax-meðferð. Reikningurinn var 9.200 kall. Þannig að maður verður víst að fara að kaupa sér þjöl og straujárn og gera þetta sjálfur.
3. febrúar, 2011 at 19:16 #56278SissiModeratorÞetta kemur mér allt saman mjög á óvart, maður var varla stiginn á bretti fyrr en straujárninu hennar mömmu var stolið og byrjað að vaxa og brýna. Menn tóku jafnvel straujárnið með í helgarferðir. Var samt alltaf með mikla minnimáttarkennd yfir því að allir skíðamenn væru með doktor í því hvaða vax samsetningu ætti að nota eftir hávísindalegum mælingum á frosti við jörðu og raka í lofti.
Evidently not…
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.