Fékk þetta frá Rikka á snow.is
Hils,
Sissi
Sælir Evró-menn. Sendi ykkur að gamni horfurnar fyrir páskahelgina.
Skírdagur:
Hægar vestlægar áttir og súldarbakkar við vesturströndina. Hiti 5-10 stig víðast hvar á landinu, lítið eitt svalara norðanlands.
Föstudgurinn langi:
Hægar norðvestlægar eða breytilegar áttir. Heldur kólnandi og rofar til. Hiti 1-4 stig sunnantil en hiti nálægt frostmarki norðantil, kaldast á norðausturlandi. Úrkomulítið þennan dag.
Laugardagur fyrir páska:
Snýst í suðvestlægar áttir með hlýnandi veðri. Vindur hægur og fremur þungbúið á landinu og einhver væta á víð og dreif, einkum vestan til. Hiti víðast 5-10 stig en svalara á norðausturlandi.
Páskasunnudagur (Ath. módelin ósamhljóða):
Líkur benda til suðvestlægra átta með fremur mildu veðri og þungbúnu. Úrkoma sunnan og vestantil en úrkomulítið nyrðra. Hiti 5-10 stig. (Athugaðu að sum líkön eru að gera ráð fyrir norðlægum áttum með éljum norðanlands en úrkomulausu syðra. Frostlaust sunnantil en vægt frost fyrir norðan.)