Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Umræðusíðan
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
4. október, 2003 at 16:43 #461362806763069Meðlimur
Flott að sjá að síðan er kominn í gang. Maður getur þá farið að tjá sig aftur.
Það er annars búið að vera kalt síðustu daga og gaman væri að vita hvort einhver hafi litið upp í Þórisjökul, og þá hvernig leit út þar.4. október, 2003 at 19:59 #481410405614209ParticipantKvöldið.
Sammála að það er stórfínt að fá umræðurnar í gang aftur.
Ég hef ekki glóruhugmynd um það hvernig aðstæður eru í Þórisjökli en var að spá í að fara í könnunarleiðangur í Kerlingarfjöll bráðlega. Það er búið að vera viðloðandi frost á miðhálendinu í nokkurn tíma og ég veit að þarna eru stór gil sem eiga að halda frosti og ís.
Ef einhver er til í 2ja daga könnunarleiðangur í Kerlingarfjöll þá væri gaman að heyra í viðkomandi.
5. október, 2003 at 16:52 #481422806763069MeðlimurÉg er maður í það
5. október, 2003 at 18:30 #481430405614209ParticipantBlessaður aftur.
Nú er bara að sitja fyrir sæmilegu frosti og drífa í þessu. Ég get örugglega fengið lánað hús þarna þannig að það ætti ekki að væsa um menn.
Það er spurning hvort að það ætti ekki að reyna að smala í svona 3 sæmilega útbúna jéppa og þrælast á staðinn eftir næsta frostakafla.
5. október, 2003 at 19:18 #48144Arnar Þór EmilssonParticipantLíst vel á þetta ekki gleyma mér
6. október, 2003 at 10:26 #481450405614209ParticipantBlessaðir aftur.
Ég held að það sé nú bara grundvöllur fyrir fjölmenni í leiðangur í Kell-Kell-Kerlingarfjöll.
Skv. Veðurstofunni er búið að vera frost þarna alla síðustu viku. Lítið við á http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/hvell/ sem er fyrir Hveravelli eða á http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/setur/ fyrir Setrið
Það HLÝTUR að vera ís þarna!!!!!!
6. október, 2003 at 11:32 #481462806763069Meðlimurég get farið hvernær sem er, látið mig bara vita hvenær þið viljið fara.
Veðurspáin er fín fyrir vikuna, og ég veit fyrir víst að Arnar hefur ekkert að gera í skólanum.Sona á líka vefur Ísalp að virka.
6. október, 2003 at 12:03 #481470405614209ParticipantJóhóhó.
Ég er algjörlega upptekinn í vikunni en það er sénsinn bensinn að ég geti komist næstu helgi eða þá ekki fyrr en hina helgina.
Ég er líka búinn að setja mig í samband við æðsta ráðið í Kell-kell-Kerlingarfjöllum uppá að fá hús, rafmagn og heitann pott.
6. október, 2003 at 17:23 #481482806763069MeðlimurÞetta er allt spurning um forgangsröðun.
Maður þarf bara að vita hvað er númer 1, 2 og 3. (það byrjar á K en endar ekki á lifur, og getið nú)
7. október, 2003 at 03:02 #481490310783509MeðlimurHe he he tessi er audveldur mar „K-ERLINGAR“.
Annars bara bestu kvedjur fra Canada erum bunir ad klifra um 40 spannir sidan eg kom hingad fer til Californiu a morgun.
snilld ad spjallid er komid upp a ny
Einar Isfeld (A.K.A Humarinn)
Engir Islenskir stafir sorry7. október, 2003 at 18:00 #481502806763069MeðlimurFlott að heyra frá þér humarstrákur, láttu okkur endilega frétta meira og nánar af ferðum þínum. Svona svo ég geti grátið nokkrun söltum tárum í tjöldin.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.