Glæsilegt að tala við þessa Saga Film kalla, sjálfsagt ótrúlega frústrerandi að keyra alla leið þarna austur til að láta einhvern lúða eyðileggja ferðina. Eitt það eftirminnilegasta sem ég hef gert amk. að fara þarna upp.
Nema hvað – félagar mínir lentu í því í fyrra að vera meinað að hjóla Laugaveginn (nei – ekki í Reykjavík). Töluðu við einhvern gæja inni í Laugum, útskýrðu fyrir honum að þetta væri ekki þjóðgarður ofl., engar skemmdir hlytust af þessu, hestamenn færu um þetta svæði að vild ofl. en allt kom fyrir ekki.
Lögðu á endanum af stað undir skömmum og hótunum um lögsókn. Mér skilst að það sé ekkert í lögum sem gefur heimild til að takmarka hjólreiðar utan þjóðgarða svo lengi sem menn halda sig á stígum. Þekkir einhver ykkar til þessara mála? Kannski að Skúli nenni að leiða okkur í allan sannleika um þessi mál?
Friður.
Sissi