Við Addi skelltum okkur í Tvíburagil í dag, hittum þar tvo klifurmeistara sem voru búnir að kljást við Ólympíska.
Við klifruðum Helvítis fokking fokk sem er hægra megin við Ólympíska sem var í skemmtilegum aðstæðum.
Ísinn þarna er orðinn frekar tæpur… allavega var alveg duglegt hrun þarna útum allt og þetta voru með blautari aðstæðum sem ég hef klifrað í, enda vorum við dauðfegnir að fara ekki í Ólympíska þegar við vorum að pakka niður við hliðiná þegar ísklumpur á stærð við bakpokann minn kom fljúgandi niður leiðina.
en allavega að þá tók ég smá yfirlitsmynd sem væri hægt að nota til að merkja inná leiðirnar þarna… væri samt örugglega betra að taka aðra þegar þetta er í betri aðstæðum… en þetta er þó eitthvað allavega.
http://www.internet.is/gummistori/Klettur_Tviburagili.jpg
kv. Gummi St.