Touching the Void

Home Umræður Umræður Almennt Touching the Void

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45327
    0405614209
    Participant

    Ég var svo stálheppinn að vera boðið að sjá Touching the Void áður en myndin er sett í textun.

    Ég verð að segja það að þessi mynd er algjörlega brilliant og í raun miklu betri en ég þorði að vona. Hún heldur algjörlega frá upphafi til enda og er ótrúlega mögnuð og spennandi. Flott skot og flottir vinklar.

    Ég setti mig líka í samband við umboðsskirfstofu Joe Simpson uppá að fá kappann hingað með ræðuhöld og slides en hann er því miður fullbókaður næstu mánuði.

    Myndin verður frumsýnd í næstu viku og þetta er pakki sem enginn fjallamaður með sjálfsvirðingu ætti að láta framhjá sér fara. Væntanlega/vonandi verður sér sýning fyrir Ísalpara og aðra sem tengjast fjallamennskunni.

    Kveðja
    Halldór formaður

    #48671
    0703784699
    Meðlimur

    leiðinlegt að sjálfur kappinn komist ekki…en það er ekki þar með sagt að við gefumst uppá að reyna að fá hann til landsins eða hvað? Þrátt fyrir að hann nái ekki að vera hérna við frumsýningu eru mánuðir einsog Sept-Nov tilvaldir fyrir svona nokkuð….gaman að heyra annarra álit á þessu en allaveganna læt ég mig ekki vanta á fyrirlestur hjá þessum annars magnaða „no ordinary“ Joe.

    En annars átti ég ekki von á að myndin yrði einhver eftirbátur bókarinnar sem hélt manni í þessum líka heljargreipum frá fyrstu setningu til þeirrar síðustu.

    En hvernig er það, verður myndin sýnd lengi? Þannig að það er verið að reyna að lokka almenning (einsog fjallamenn falli ekki undir þann flokk) um að sjá hana líka…

    Hver er það sem flytur hana inn?

    og að lokum vil ég koma þökkum á framfæri til Halldórs Kvaran fyrir þetta frábæra framtak…

    Hlakka til að sjá sem flesta,
    Gimp

    #48672
    0311783479
    Meðlimur

    er e-ð að frétta með forsýningu á myndinni?
    -hg

    #48673
    Sissi
    Moderator

    Það fer nú hver að verða síðastur – eriggi frumsýning á fimmtudag?

    Þarf ekki þá bara að redda forsýningu á Kill Bill 2 af því að sætar stelpur eru klárlega hluti af áhugasviði ungra fjallamanna…;)

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
  • You must be logged in to reply to this topic.