- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
17. janúar, 2004 at 03:14 #452780310783509Meðlimur
Eg var i tessu ad koma af fyrirlestri hja Joe Simpson herna i New York vegna utkomu myndar samnefndar bokar hans Touching the void og er bara ad forvitnast um hvort og ef svo hvernaer myndin kemur til Islands eg for inn a bio sidurnar og sa ekkert um myndina eda hun vaeri vaentanleg en syningar hefjast herna 25jan. Held ad tessi mynd vaeri tilvalin sem auglysingarvetvangur fyrir klubbinn ef tad er eitthver moguleiki, annars veit eg ekki… bara vangaveltur.
Annars var -17 C gradur herna i gaer i borginni og frekar surt ad geta ekki nytt tad eitthvad af viti.
Sjaumst sidar
Einar Isfeld17. janúar, 2004 at 03:20 #482920310783509MeðlimurAnnars er linkur a myndina herna til ad skoda trailerinn.
http://www.ifcfilms.com/touchingthevoidIsfeldur
18. janúar, 2004 at 20:18 #48293JokullMeðlimurHummm
Fín auglýsing fyrir klúbbinn að sjá fullt af liði krókna, örmagnast og deyja hægum og ömurlegum dauðdaga í snjóbrekku í Nepal. Plús náttúrlega hvað Jón Krakkhaus málar jákvæða og uppbyggjandi mynd af fjallamennsku almennt. Semsagt mjög jákvætt fyrir klúbbinn eða hvað ???
Snatan
18. janúar, 2004 at 22:27 #482940310783509Meðlimurjamm nokkud til i tvi en tessi mynd myndi samt trekkja ad folk sem hefur eitthvern ahuga a fjallamennsku fyrir og tad er vetvangur fyrir auglysingar…. leleg auglysing er betri en engin !!!
Eda kannski ekki ??
Bestu kvedjur til Canada deildarinnar
Einar Isfeld18. janúar, 2004 at 23:27 #482952806763069Meðlimurhumm, þið leiðsögumenn ættuð nú aðeins að fara að glugga í sögubækurnar ykkar. Umrædd mynd er gerð eftir bók Joe Simpson og fjallar aðeins um einn mann sem kemst ekki alveg yfir móðuna miklu þrátt fyrir ansi góðar tilraunir. Hann er einnig ekki að príla í Himalaya heldur Cordillerunni eða nánar tiltekið Perú. Helv. góð bók, þú ættir að glugga í hana við tækifæri Jökull, þið Joe eigið ýmislegt sameiginlegt.
Ein af seinni bókunum hans, dark shadows falling (ábirgist ekki stafsetninguna sem er augljóslega ekki mín sterka hlið) er einnig mjög áhugaverð lesning fyrir tilvonandi fjallaleiðsögumenn.Annars væri ég mjög sáttur við að sjá þessa mynd og tel að hún væri skref í rétt átt til að sýna fólki að fjallamennska er ekki bara að dömpa krökkunum sínum í klifurhúsið og svo að plampa með kút á Allraefst, Nei fjallamennska snýst um að finna einhverja fáránlega erfiða og hættulega leið, ganga með hana í maganum í mörg ár þangað til verkurinn yfirgnæfir skynsemina og maður lætur loks til skara skríða með hjartað í buxunum, kemur sér í heljarinnar vandræði og með smá heppni sleppur lifandi frá öllu saman til að geta gortað af því á Ísalp fylleríum. Ef maður er mjög heppinn og mjög vitfyrtur nær maður jafnvel að klára leiðina. Eða svo segir Joe kallinn, bara í fleirri og vel valdari orðum.
Svona þar sem ég er byrjaður á að predika og vantar tilfinnanlega að fá útrás þá er rétt að kvetja fólk til að glugga í fjallabækurnar. Þær eru ekki eingöngu góð skemmtun heldur gefa líka góða innsýni í hversu mikið maður á að geta lagt á sig. Ef maður hefur lesið nógu margar fjallasögur kemur aldrei upp sú aðstaða að ekki sé hægt að hugsa til einnar af hetjunum og segja við sjáfan sig að hún [hetjan] hefði nú varla talið þetta mikið mál. Þannig verða allar aðstæður léttvæg þjáning sem auðvelt er að yfirstíga á leiðinni á toppinn.
En hvern er ég að reyna að blekkja að predika þetta fyrir iðkendum sem eru álíka metnaðarlausir og fótboltalið frá Selfossi (fjallaleiðsögumennirnir okkar í útlandinu eru auðvitað undanskildir þessu skoti, en eiginlega engin annar)?
18. janúar, 2004 at 23:45 #48296JokullMeðlimurSorrý strákar.
Í fimm mínútna frímínútunum mínum mis las ég fyrsta versið hans Einars all hrapalega. Það er að segja fannst endilega hann vera skrifa um john krakauer og into thin air, þess vegna kom nú tilvitnun mín í Jón Krakkhaus. Málið er að hér vestanhafs er hann talinn réttdræpur meðal fjallamanna og nú um þessar mundir er verið að filma lygasöguna hans í hollywood. Semsagt ég hljóp aðeins á mig þarna, sem er nú svo sem ekkert nýtt. Og biðst velvirðingar á því. Annars er Joe Simpson annsi merkilegur kall og væntanlega hið besta mál að kíkja á myndina hans.
Og auðvitað mæli ég með bókini, hún stytti mér langar stundir í einni langleguni og fékk mann til að hætta vorkenna sjálfum sér í smá stund. Góður punktur Ívar.
Semsagt smá mistilbúningur.
Að sinni.Snatan
Ps: ætlarðu ekkert að kíkja í heimsókn Ívar???
19. janúar, 2004 at 11:44 #482972806763069MeðlimurNei, ég held ég sé ekkert að yfirgefa skerið núna þegar loksins er kominn ís eftir öll þessi ár. Ætli næsta verkefni verði ekki að hreinsa upp svæðið sem við fundum síðasta vetur. Sorry en það er bannað að bíða eftir leikmanni!
Ég er annars enn að bíða eftir að fá yfirgripsmikinn pistil um afrek ykkar fóstbræðara þarna ytra, er búinn að vera glugga í kennslubókina ykkar og hún er ansi fín lesnig.
19. janúar, 2004 at 18:50 #48298JokullMeðlimurÞú skilur nú eftir eina góða línu út þakið…….
Snatan
20. janúar, 2004 at 12:25 #48299AnonymousInactiveÞið eruð væntanlega að tala um Hestgil félagar??. Veit einver hvað er búið að fara það(fyrir víst???) Einhver ætti nú að taka nokkrar myndir þarna og skella á vefinn.
Olli20. janúar, 2004 at 15:54 #483002806763069MeðlimurNei, Olli minn, Við erum náttúrulega löngu búnir að hreinsa til í Hestgili, ef þú kemur með mynd skal ég merkja inn fyrir þig.
Þú fylgist bara með hér á vefnum hvar nýja svæðið verður.
Jökull þú mátt eiga þetta þak fyrir mér, ég nenni ekki svoleiðis vinnu. Þig Will Gadd meigið eiga allt svona dótt fyrir mérl
20. janúar, 2004 at 22:18 #48301JokullMeðlimurÓkí dók, hljómar vel.
Og góða skemmtun kallinn minn.Snatan
21. janúar, 2004 at 16:08 #483021410693309MeðlimurGaman að heyra í þér Einar. Ég fékk Touching the Void í jólgjöf og sat eins og límdur við milli jóla og nýárs. Hann skrifar vel Joe Simpson og gaman væri að fá að sparka í hnéið á honum. Eftir að lestrinum lauk hef reyndar varla þorað að fara út úr húsi af ótta við að láta lífið – svo mögnuð var frásögnin. Veit ekki hvort að svona frásagnir eru til þess fallnar að auka áhuga manna á fjallamennsku – gætu heldur ítt undir þá skoðun almennings að klifur og þ.u.l. sé einskonar rússnesk rúletta. Ívar og Jökull eru e.t.v. ekki beint til þess fallnir að kveða niður slíka fordóma eða stuðla að því að fjallamennska verði almenningsíþrótt.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.