- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
6. mars, 2007 at 22:44 #453221705655689Meðlimur
Um þar síðustu helgi fórum við Skúli Magnússon upp í Tindfjöll með þrjá aðra með okkur. Tilgangurinn var að skoða Tindfjallaskála og að reyna að fá styrk frá Húsafriðunarsjóði. Skálinn leit ágætlega út, nema hvað fennt hafði aðeins inn með gluggafagi í eldhúsi og inn um gólfborð við svefnloft. Nú hefur húsafriðunarsjóður ákveðið að styrkja Ísalp um 150.000kr til viðhalds Tindfjallaskála og er það mitt mat og fleiri að nota það fé í nýjan einangraðann stromp (kostar um 80.000kr án uppsetningar) og laga svo þak í leiðinni. Einnig er rétt að smiða nýtt gluggafag í eldhúsglugga, laga gólfborð í svefnlofti og mála svo skálann, bæði glugga og bárujárn. Ef ég man rétt þá ætti einnig að vera eitthvað eftir að peningnum sem FÍ lét Ísalp fá um árið. Ég er búinn að fara með blikksmið uppeftir að taka mál af strompi sem lóðaður verður beint á þakplötu þannig að það verður sjálfgefið að skoða þakið á þeirri hlið við ásetningu strompsins.
Ps. veðrið var frábært en skíðafærið frekar hart, rifskaflarnir voru eins harðir og á suðurskautslandinu og svo klaki á milli, eina skíðabrekkann sem var ágæt var úr Hakaskarði niður í skíðadal.
kv Bárður7. mars, 2007 at 12:18 #512250203775509MeðlimurVið félagarnir fórum í skálann rétt fyrir síðustu og þarsíðustu jól. Það er óhætt að segja að við sáum töluverðan mun á ástandi skálans milli ára.
Ég held að skálinn sé að verða fúa að bráð þar sem að það skefur sífellt meira og meira inn fyrir klæðningu á veggjum og þaki. Snjórinn situr svo sem fastast þar þartil hlánar eða kynt er upp í skálanum. Þá rignir duglega á ábúendur í skálanum og allt rennblotnar innandyra, gólf, veggir, dýnur og loft.
Ef það á bjarga húsinu þarf líklega að endurnýja allt járn og pappa á þaki og veggjum og ganga betur frá því en núna. Eins þarf að skipta um glugga á hlið og svefnlofti.
há
7. mars, 2007 at 18:03 #512260808794749MeðlimurGott að heyra að menn eru að fylgjast með ástandi skálans.
Ný stjórn mun fara í þessi mál eins fljótt og auðið er. Þá verður þessi vitneskja og áhugi á áframhaldandi skálanefndarstarfi vel þegin.
Kveðja
7. mars, 2007 at 18:46 #512273008774949MeðlimurEr nokkuð mál að peppa upp e-a stemningu svona þegar vorar og taka aðeins til hendinni. Bara nóg af bjór með …..
Mikil synd að hafa skálann ekki almennilegan7. mars, 2007 at 20:05 #512281705655689MeðlimurÞað er ekkert að járninu, bara mála það, skipta um fúnar spýtur og laga vindvörn. Kannski er ekki hægt að nota járnið aftur þegar það tekið af en það kemur þá bara í ljós. Allavega eru nóg verkefni miðað við fjármagn. En það er rétt að skálinn versnar með hverju árinu. Það er í lagi með gluggann á svefnloftinu en það skefur einhversstaðar inn á það. Glugginn var lagaður að Valla stóra fyrir nokkrum árum. Það er gríðarleg veðurálag á þessum stað, eins og sést á timbrinu. Best væri að bera einhverskonar tjöru á timbrið, í stað þessa rauða litar sem er nú að mestu horfinn.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.