Góðan daginn
Nú hefur verið tekið í notkun nýtt skráningarform fyrir snjóflóð á vef Veðurstofunnar. Öllum ferðalöngum er bent á að tilkynna um fallin flóð sem verða á vegi þeirra um fjalllendi hvar sem er á landinu. Hægt er að nálgast skráningarformið hér:
http://skraflod.vedur.is/skra/snjoflod/
Á forsíðu vedur.is er er kassi efst í stikunni sem heitir ,,Ofanflóð“. Ef smellt er á hann, sést hlekkur ,,Skráningarform fyrir ofanflóð“ vinstra megin. Voila!
Þarna er að finna Google kort þar sem hægt er að þysja inn á nákvæma staðsetningu og smella á kortið. Mjög sniðugt.
kv
Rúnar