Þriðjudagur í Múlafjalli

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Þriðjudagur í Múlafjalli

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45499
    Skabbi
    Participant

    Við Siggi Tommi og Dóri renndum inn í Hvalfjörð í gær til að kveðja ísinn í Múlafjalli fyrir hlákuna sem í vændum er. Mjög mikill ís í öllum leiðum og mikill snjór eftir því sem ofar dregur. Klifruðum Íste og orgínal Pabbaleiðina.

    Í dag er hugsanlega síðasti séns á að ná klifri í Múlafjalli í dágóða stund. Ef þér leiðist í vinnunni/skólanum skaltu hringja í félagana og drífa þig inn í Hvalfjörð. Það er klifurbjart til sjö.

    Allez!

    Skabbi

    #52437
    Siggi Tommi
    Participant

    Nokkrar myndir er að finna á:
    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/MLafjallSteOgPabbaleiIn

    Ekki komist í að kommenta á þær enn. Það gerist kannski í kvöld.

    #52438
    Sissi
    Moderator

    Bláfjöllin voru fín í gær, meiri snjór en maður hefur séð í svolítinn tíma sumstaðar, en líklega frekar þunnt á víða þar sem blæs.

    Nokkuð vel coverað, væri mega að fá púður núna ofan á allt þetta malbik.

    Okkar maður á svæðinu telur að þetta gæti lifað hlákuna sæmilega af.

    Siz

    #52439
    0910754319
    Participant

    Flottar myndir. Ég sé að það að það eru margir fínir ljósmyndarar á þessari síðu sem nota picasa. Fyrir þá sem nota firefox sem vafrara þá er tilvalið að bæta við þessu „Add-on“ á hann:

    https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/5579

    Þá getið þið skoðað myndagalleríin á picasa/flickr og fleiri í flottri 3D grafík.

    #52440
    Páll Sveinsson
    Participant

    Dj… að vera svona vitlaus að hanga alltaf í vinnuni.
    Svona aðstæður koma ekki oft.

    Gaman að sjá hvað þið eruð farnir að velja flottar línur. Pabbaleiðin hefur aðeins verið farin þrisvar fram að þessum vetri og Ís-te er í virkilega flottum aðstæðum.

    Það var nú talað um að þeir mættu einir fara Pabbaleiðin sem væru orðnir pappar og mér sínist á myndunum að sigga hafa verið refsað fyrir að eiga aðeins einn grisling.

    kv. úr stólnum.
    palli

    #52441
    Gummi St
    Participant

    já, ég fór í hvalfjörðinn um helgina og það var farið að bráðna all verulega, fór í Ýring sem við þurftum að snúa við úr þar sem þetta var bara orðið að slabbi sumsstaðar (axirnar náðu ekki festu þó þær voru komnaf á bólakaf í slabbið).

    en ég er auðvitað sammála Palla um að vera alveg meira en til í að losna af stólnum á skrifstofunni og setja klifurbeltið í staðinn !

    Flottar myndir hjá ykkur strákar ! gott að kvelja okkur svoldið hérna sem erum fastir í bænum.. hehe

    kv. Gummi St.

    #52442
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, þetta var hressandi.
    Það hlaut að koma að því eftir næstum 4 vetur (eða hvað það er nú orðið) af farsælum, falllausum ferli að maður tæki smá dýfu.
    Þetta gat nú ekki verið á betri stað, tók þessa 5m í alveg hreinu falli þannig að tjónið var bara andlegt…

    Annars á ég nú alveg að þola það að missa lappirnar eins og ég gerði þarna en það er svona með þetta fetlaleysi, það eru engin hjálpardekk ef maður klúðrar. Var orðinn eitthvað pumpaður eftir tesopann í Íste og var í einhverju sveiflurugli í kertuðu gumsi í miðju fossins.

    Jæja, maður verður alla vega ekki sakaður um að hafa ekki gefið sig allan í þetta. Bara gott að sleppa óskaddaður frá svona og gott að vita að skrúfurnar halda þegar maður fer á flug.

    #52443
    Siggi Tommi
    Participant

    BTW, þá „fórum“ við ekki leiðina í redpoint. Robbi og Bjöggi fóru hana hins vegar „clean“ um daginn.

8 umræða - 1 til 8 (af 8)
  • You must be logged in to reply to this topic.