Eftir hlýindi síðustu daga er loksins farið að snjóa í logni. Í gær var lemjandi viðbjóður með tilheyrandi hlýindum. Það spáir frosti og björtu um helgina, -3 – -6 gráður og bjart á lau og sun. Þetta er bara spurning hversu mikið hangir enn uppi ef óveðrið síðustu daga.
Varðandi festivalið, þá mun ég smella nokkrum myndum þegar birtir og setja inn á vefinn seinnipartinn.
Fyrir þá sem eru orðnir mjög eirðarlausir og spenntir þá gefur sjálvirka veðurstöðin á Þverfjalli ágætis upplýsingar um stemmninguna í fjallahæð á norðanverðum Vestfjörðum. Stöðin er á fjallstoppi þannig að þannig að til að fá vind í hlíðum má margfalda með 0.57 eða beita einhverju öðru innsæi.
Það er eins gott að það verðir einhver ís þarna. Það var einn ævintýramaðurinn að labba upp i flugvél í Sydney Ástralíu í sumarverði gagngert til að mæta á íklifurfestival á Íslandi!!!!!
Hann lendir á morgun og hélt að festivalið væri í Öræfasveit og vissi ekki annað en að það væru vetraraðstæður hér.
Olli