Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Telemarkhelgin
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
16. mars, 2007 at 09:31 #460180704685149Meðlimur
Nú snjóar hér á Akureyri eftir okkar pöntun.
Þannig að allt er orðið tilbúið fyrir helgina.
Stökkpallarnir komnir upp, góða norðlenska púðrið fyrir morgundaginn er að detta inn um dyrnar í þessum skrifuðum orðum, …og allir þekkja það nema Sissi…Getur ekki orðið betra.
…lyfturnar opnar til 21:00 í kvöld
Verið velkomin á Telemarkhelgina
kveðja16. mars, 2007 at 10:04 #51269SissiModeratorHehehe – good times. Vona að þetta verði brilliant helgi hjá ykkur. Ég verð í extreme-forðast-að-klessa-á-æfingakrakka sveiflu í Kóngsgilinu, að sjálfsögðu í booootnlausu púðri.
Siz
16. mars, 2007 at 13:19 #512702802693959MeðlimurHeyrði í Skúla Magg sem bað fyrir kveðju úr Hlíðarfjalli nú í hádeginu þar sem hann sagði s.k. púðurmaníu ríkja á meðal gesta fjallsins. Brettastrákar væru áberandi en vonandi myndu þeir skilja eitthvað eftir fyrir langþreytta sunnlenska telemarkara.
Sjáumst um helgina.
kv,jgj16. mars, 2007 at 14:04 #512710310783509MeðlimurAlltaf fljóta þessi ár hjá jafn hratt, enn eitt Telemark festivalið sem ég missi af. Skellti mér á telemark skíði hérna í síðustu viku til að rifja upp gamla tíma og þetta er auðvitað eins og að hjóla, gleymist aldrei. Hér í Golden – Canada hefur annars snjóað tæpan metra síðustu vikuna af hreinu kampavíns púðri og skíðamennskan ótrúleg vægast sagt en furðulegast er að maður skuli samt alltaf hugsa heim þrátt fyrir ótrúlegar aðstæður með sökknuði yfir því hverju maður er að missa af og þá stendur Telemark helgin uppúr í þeim málum.
Skemmtið ykkur vel og drekkið einn kaldan fyrir okkur sem erum fjarri góðu gamni.
Bestu kveðjur á klakann
Einar Ísfeld og frú Erin16. mars, 2007 at 23:19 #512720508693779MeðlimurGóða skemmtun.
Kemst því miður ekki norður þessa helgi þar sem ég þarf að sjá til þess að Sissi verði ekki að klessa á æfingakrakka um helgina…
k. lambi
16. mars, 2007 at 23:36 #512730508693779Meðlimurps. var að koma úr botnlausu púðri í Skálafelli áðan.
Veit samt ekki hvort það hlýtur náð fyrir augum hinnar pólitískt skipuðu rekstrarnefndar skíðasvæðanna að fá að opna lyftur og þjónusta skíðafólk.
Til þess þarf að ráða fleira starfsfólk. Hingað til hefur það hugnast rekstrarstjórninni betur að reka starfsfólk en ráða það.kv. lambi
17. mars, 2007 at 00:16 #512740801667969MeðlimurTek undir með kollega Lamba. Góða skemmtun allir. Ekkert lát á ofankomu hér sunnan fjalla í allan dag. Þessi mikli nýi snjór leggst ofan á glerhált lag sem myndaðist s.l. fimmtudag. Hvet menn til að fara gætilega sérstaklega í austurhlíðum fjalla hér sunnanlands. Verð líklega í barnapössun á „Skíðasvæðinu“ á Suðurlandi.
Kv. Árni Alf.
18. mars, 2007 at 11:40 #51275SissiModeratorJæja, í dag er lokað en í gær var fínt færi. Gekk samt á með frekar grimmum éljum (við sunnanmenn kunnum sko ekki að ljúga um aðstæður). Góður dagur á fjöllum.
Keyrði niður slatta af börnum og gamalmennum, en þau áttu það skilið. Lambi fékk ekkert við mig ráðið, ég var svo fierce.
Það er hellingur af snjó í fjöllunum og þetta lítur nokkuð vel út.
S
18. mars, 2007 at 18:17 #512760801667969MeðlimurReyndar var nú opið í Bláfjöllum í dag. A.m.k. rúllaði Kóngsi ásamt fleiri lyftum frá í morgun til að ganga fimm. Ansi kalt, vægast sagt. Hér hefur verið gríðarlegur lágarenningur þarmeð þannig að stókarnir hafa staðið austur af Fjallinu (stundum fólk með). Ekki ónýtt ef maður hefði girðingar til að fanga allt þetta efni. Virkilega fallegt í síðdegissólinni. Þetta er bara alvöru vetur. Hvernig er þetta, fær maður ekkert að heyra af viðburði ársins fyrir norðan?
Kv. Árni Alf.
19. mars, 2007 at 14:59 #512770704685149MeðlimurÁrni, takk fyrir bikarinn….
…þú færð ekkert að vita…það er refsingin fyrir að sitja heima…þú af öllum.
…veistu ekki að þú átt 2 lögbundna-veikindadaga frá vinnuveitanda í mánuði, ég mæli með að þú notir þá vel næst um miðjan mars 2008.
kveðja
Bassi19. mars, 2007 at 17:56 #512780801667969MeðlimurVeit vel uppá mig skömmina. Enda ekki sofið illa og dreymt illa nú um helgina. Líklega á maður ekki skilið að frétta neitt.
Kv. Árni Alf.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.