Það er ótrúlegt að maður hafi farið fyrst á skíð um miðjan okt. hér fyrir norðan. Og enn ekki betri en ég er. Þessi snjór hefur ollið því að undirbúningur fyrir Telemarkhelgina á næsta ári, er byrjaður mun fyrr og með meiri krafti en áður.
Ég vil þess vegna, hvetja alla þá sem eru nokkuð vissir að þeir ætla að mæta á Telemarkhelgina á Akureyri, dagana 17. – 19. mars að skrá sig hérna á ISALP sem fyrst. Skráningin er ekki bindandi.
Ástæðan er sú að nú erum við komnir á fullt að sækja um styrki og verðlaun. Við erum að byrja að kynna helgina bæði hér heima og erlendis. Við erum byrjaðir að leita eftir að erlend fyrirtæki gefi vegleg verðlaun fyrir ýmsar greinar og viti menn, það eru að koma jákvæð svör. Þessu er sýndur mikil áhugi. Einnig eru innlendir aðilar byrjaðir að sýna okkur áhuga og hafa samband af fyrra bragði. Greinilegt að snjórinn kveikir í fleirum en okkur.
Þannig að ég hvet ykkur að skrá ykkur til að sýna að það sé góð þátttaka í Telemarkhelgi á Akureyri.
Það er nógur snjór…og við höfum aldrei frestað helginni.
kveðja
Bassi